Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 63
undanfarin ár var stórsýning Royal Academy á verkum franska málarans Monet 1999. Sú sýning var styrkt af Ernst & Young, sem bauð til veglegs kvöldverðar í tílefiii sýningarinnar, þar sem boðið var stjórnarmönnum í öllum helstu bresku fyrirtækjunum. Eftír á tók Nick Land, sljórnarformaður Ernst & Young, til þess að þótt þeir hefðu boðið fólki sem væri annars Jjarska upptekið, hefðu ailir mætt. Menningarviðburðir eru vel til þess fallnir fyrir fyrirtæki að verða sýnilegri og skapa góðar að- stæður til að maður hitti mann og annan, en einmitt sú hlið getur breyst og fyrir því hefur konunglega óperan í Covent Garden fundið. Færri Styrkir til óperuhúsa Um áratugaskeið hefur fátt verið íinna en að styrkja óperuna og uppskera um leið möguleikann á að kaupa miða og bjóða viðskiptamönnum í óperuna og tilheyrandi samkomu í hléinu, sem er þá hægt að gera í sérstökum sal, svo gestirnir geti verið út af fyrir sig. Opera hér er á því stigi sem flokkast til hámenn- ingar, andstætt þvi sem er til dæmis í Þýskalandi og Frakklandi, þar sem áhuginn er almennari. Blaðafúlltrúi óperunnar segir hins vegar að nú finni óperan fyrir breyttum áherslum. „Fyrirtæki bera fyrir sig að þau fái ekki sérlega mikið út úr samveru við viðskiptamenn í þessu umhverfi og eins háir það þeim að sýningarnar byrja yfirleitt kl. 19, sem er of snemmt fyrir marga. Og svo eru einfaldlega margir af yngri kynslóðinni sem hafa ekkert gaman af óperum. Við stöndum því ekki jafn vel og áður í samkeppninni um fjárstyrki fyrirtækja.“ Listastofnanir viðkvæmar Eitt af því sem er stundum ásteytingarsteinn milli fyrirtækja og listaheimsins er notkun og sýnileiki vörumerkja. „Iistastofnanir voru áður fyrr oft býsna viðkvæmar fyrir því að tengjast einstökum fyrirtækjum og vörumerkjum," bendir Richard Green- halgh á, „en það hefur dregið úr viðkvæmni þeirra á undanförnum árum. Núna eru þau til dæmis orðin til- búnari en áður til að samþykkja notkun vörumerkja í markaðssetningu listviðburða. Tate hefur verið mjög framsýnt í þessum efnum og það hefur komið okkur þægilega á óvart hvað safnið hefur verið ófeimið við að nota nafn Unilever og merki í allri markaðsfærslunni." Og mikið rétt: Allir sem fylgjast með starfsemi Tate vita að sýningarnar í risastóra túrbínusalnum eru kenndar við Unilever og þar er Olafur Elíasson Qórði listamaðurinn í röðinni á eftir hinum enska Anish Kapoor og svo hinni frönsku Louise Bourgeois og hinum spænska Juan Munoz, sem bæði eru látin. Öll eru þau mun langþekktari en Olafur og rótgrónari í listaheiminum. Það var því mikil áhætta sem safnið tók með því að velja Ólaf, en um leið áhætta sem hefur borgað sig, því að sýningin hefur mælst svo vel fyrir, bæði meðal fistrýna og safngesta. Richard Greenhalgh geislaði af gleði og stolti morguninn sem sýningin var kynnt blaðamönnum. Hvorki fistin né Unilever höfðu tapað í þetta skiptið. S3 Greinarhöfundur, Kjartan Broddi Bragason hagfræðingur, fjallar hér um skilvirkni verðbréfamarkaða. Kjartan Broddi Bragason fjallar hér um skil- virkni verðbréfamarkaða - og hvort hún sé stað- reynd eða vitleysa. Eru verðbréfamarkaðir fyrir- sjáanlegir? Nær api, sem velur fjárfestingarkosti með pílukasti, jafngóðum árangri og spreng- lærðir sérfræðingar? Efitir Kjarön Brodda Bragason Myndir: Geir Olafsson Fjármálaprófessor og nemandi voru á ferð í háskólagarðinum þegar nemandinn rak augun í fimm þúsund kall liggjandi undir bekk og var bytjaður að beygja sig eftir honum þegar prófessorinn sagði: „Slepptu þessu - ef þetta væri alvöru fimm þúsund kall þá væri hann ekki þarna.“ Api í pílukasti jafngóður og sérfræðingur? 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.