Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 83
tugarins og byijaði síðan hjá Goldman Sachs 1990, þessum íhaldssama og ofurvirta banka. Þar fór Cohen hægt af stað og var í byijun ekki sérlega vinsæl meðal viðskiptavina. Sjóndeildarhringurinn í skýrslum hennar þótti þröngur og hún var, kannski vegna reynslu áratugarins á undan, tortryggin á fyrstu merkin um uppsveiflur. Það var ekki fyrr en í nokkrum markaðsdýfum 1994 að Cohen fór að trúa þvi að markaðurinn væri vanmetinn. Um þetta leyti varð Cohen yfirmaður spádeildar bankans. Þar með fóru bæði Cohen og bandaríski hlutabréfamarkaður- inn alvarlega að klilra upp á við og hún varð með tímanum ein sú heitasta á heitum markaði. Orð hennar hafa hreyít marhaðinn í nokkur skipti hefur hrein- lega verið hægt að sjá hvernig orð hennar hafa hreyft við mark- aðnum. Frægasta dæmið var 19. nóvember 1996. Þann morgun hafði Dow Jones prílað 65 stig upþ á við. Cohen var á leið á ráð- stefnu með nokkur hundruð öðrum Goldman-starfsmönnum, þegar það fór að kvisast út að Cohen myndi í ávarpi sínu lýsa minnkandi trú á áframhaldandi uppsveiflu. Meðan hún hlustaði á ræðu Jon Corzine, framkvæmdastjóra Goldmans, læddist starfsbróðir hennar til hennar og sagði að hún yrði að hringja eins og skot á skrifstofuna. Þegar hún komst í símann hafði Dow Jones fallið um 60 stig. Skrifstofan tengdi hana við sölu- skrifstofur um allan heim, sem heyrðu þá orð hennar. Sá, sem kom henni í gegn, horfði síðan agndofa á hvernig salan datt niður meðan hún talaði. Hún hafði ekki skipt um skoðun, orðrómurinn var byggður á röngum forsendum. Um leið og hún var búin að viðra áframhaldandi bjartsýni sína, fór allt af stað aftur og í lok dagsins hafði Dow Jones þokast upp um 35 stig frá því sem var um morguninn. „Það var eins og heimurinn hefði verið að hrynja þegar Abby kom og lyfti honum upp aftur,“ sagði samstarfsmaður hennar. Það eru svona dæmi, sem hafa byggt upp nánast. goðsagnakenndan orðstír hennar. Styrkur Cohen sem flármálarýnis þykir fyrst og fremst vera sá að hún er vel menntuð og sinnir vinnunni eins og fræðimaður, segja þeir sem fylgjast með henni. Engar snöggsoðnar úttektir er að hafa hjá henni. Hún vinnur sinar skýrslur sjálf í botn með samstarfsmönnum sem hún hefur unnið með í mörg ár og sem sumir hveijir eru líka nánir ijölskylduvinir. Hún styðst fremur við Standard & Poor 500 listann en Dow Jones, hefur augun á þáttum sem segja mikið um ijármálahreyfingar almennings eins og almenna verslun, flugmiðasölu og verð húsa. Hún hefur tilhneigingu til að undirmeta kauphallarsveiflur og sjóðs- samsetning hennar er yfirleitt hlutabréf að tveimur þriðju ásamt þriðjungi skuldabréfa. I geira þar sem gjarnan er tekið eftir þeim sem hrópa hæst og skrifa með stíl, þá er hún einstak- lega orðvör og gerir ekkert til að láta taka eftir sér nema að vinna vel. I þessu liggja áhrif hennar en auðvitað líka í því að það ríkir hugsunarháttur hjarðar á markaðnum. Þegar einn hleypur suður, fylgir stóðið á eftir - og Cohen er sannarlega orðin ein þeirra sem hlaupið er á eftir. Sumir segja að hún og Warren Buffett séu þau sem markaðurinn taki mest mið af. „Það versta er að baki“ Auðvitað hefur Abby Cohen ekki alltaf haft rétt iýrir sér í spám sínum, en eins og einn viðskipta- vinur hennar sagði þá vill hann alltaf vita hennar álit, því það sé alltaf vel rökstutt, líka þegar hún hafi rangt fyrir sér. Þegar kom ffam á 1999 fóru að heyrast raddir um að Cohen væri of áköf í uppsveiflutrúnni og ræki þar með markaðinn lengra en skyn- samlegt væri. Sjálf hefur hún gjarnan líkt bandarisku viðskipta- lífi við risaolíuskip: það kæmist þangað sem það ætlaði sér þó það væri svifaseint. Það er til marks um hve vel henni tókst að komast úr upp- sveifluhugarfarinu í niðursveifluandann að hún er ekki síður virt nú en áður - og núna er hún sannfærð um að það versta sé að baki. HH Sumir segja að hún og Warren Buffett séu þau sem markaðurinn taki mest mið af. Abby Cohen um bandaríska markaðinn Bolamarkaðurinn er kominn aftur,“ fullyrðir Cohen og bæt- ir við að S&P hafi náð botninum fyrir ári síðan. Hún bendir á að bandarísk fyrirtæki séu vel í stakk búin til að sýna áframhaldandi vöxt. Kannski ekki jafn stórstígan og undanfarandi hækkun S&P 500 gefi tilefni til að ætla, en vel undirbyggðan vöxt. Hún bendir á að fyrirtækin hafi horft mjög inn á við á síðasta ári, í kjölfar Enron og annarra mála, sem hafi sýnt fram á ýmsa veikleika, til dæmis í endur- skoðun. Þessi vinna hafi skilað sér í betri endurskoðun, en líka í því að hagnaður fyrirtækja sé nú betur grundvallaður en áður. „Eftir geirum hefúr hlutabréfaverð farið upp um 30- 35 prósent á undanförnu ári og þetta er vel undirbyggð upp- sveifla. Fyrirtækin eru að hrista af sér þungann, sem hefur ríkt undanfarin misseri. Það má nánast segja að þau hafi gengið í gegnum sálarhreinsun." Tölur segja ekki allt á markaðnum, heldur skiptir tiltrú miklu máli. „Sjálfsöryggi fyrirtækja náði botni fyrir ári, en hefur síðan verið að eflast aftur," segir Cohen. Hún bendir á að markaðurinn fari í gegnum ákveðin stig. Fyrsta stig uppsveifl- unnar sé fyrst eftir viðsnúning þegar ástandið einkennist af skorti á trú yfir að botninum sé náð, en síðan styrkist tiltrúin. „Núna höfum við náð öðru stigi nautamarkaðarins, sem er drifinn áfram af bættu efnahagsástandi og vaxandi hagnaði fyrirtækja. Markaðurinn vex hraðast þegar fjárfestar hafa trú á honum og það á einmitt við núna.“ Cohen bendir á skuldabréfaverð hafi hækkað undanfarin misseri en nú fari hlutabréf fram úr þeim og muni halda áfram að styrkjast. Því sé kominn tími til að draga úr vægi skulda- bréfa í fjárfestingum og auka vægi hlutabréfa. Staðan sé þó misjöfn eftir geirum, en tækni, iðnaður og það sem tengist einkaneyslu standi vel. Vaxtahækkanir síðan í vor sýni að áhyggjur yfir verðhjöðnun hafi gufað upp og slíkt gæti gefið ástæðu til að hverfa frá vaxtaviðkvæmum geirum eins og hús- næðis- og bílageiranum.“HIl 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.