Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 58
Hér sést filma sem sett var á dúk í janúar 2003 og hefur verið rétt viðhaldið af starfsfolki Ræstingaþjónustunnar. Ræstingaþjónustan sf. Bylting í bóni Fyrirtæki og stofnanir leggja gjarnan talsvert upp úr því að uernda gólf og hafa þau sem fallegust, enda uekja fallega bónuð gólf ánægju og athygli þeirra sem þau sjá. Ræstingaþjónustan sf. sérhæfir sig í gólfhreinsun og bónun gólfa. Auk hefðbundnari aðferða hefur Ræstingaþjónustan sett á markað einstæða þjónustu í formi filmu sem lengir líftíma bónsins í a.m.k. 5 ár og verndar gljáann og tærleikann í gólfinu. RTH filman gerir því það að verkum að mun sjaldnar þarf að bóna og umhirða verður mun fljótlegri og ódýrari en ella. „Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum öll þrif á húsnæði þeirra," segir Þráinn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Ræstingaþjónustunnar. „Við sinnum daglegum þrifum með áherslu á að uppfylla kröfur, þarfir og væntingar viðskiptamanna okkar. Starfsfólk okkar er vel upplýst og þjálfað og notar framúrskarandi, umhverfisvæn ræstiefni frá Evans Vanodine í Englandi. En það sem er nýjast hjá okkur og í raun og veru alger bylting, er RTH filman, þunnfljótandi efni sem borið er ofan á bón. Við setjum filmuna á gólf sem við höfum unnið eins og viðskiptavinurinn vill og herðum svo yfirborð filmunnar. RTH filman er gríðarlega sterk og eftir því sem hún er háhraðafægð oftar verður hún sterkari, en endingin er slík að það er eiginlega ekki hægt að segja frá því,“ bætir hann við. „Ég get nefnt sem dæmi að í stórverslun hér f borg var sett svona filma fyrir rúmu ári og á þeim tíma hefur ýmislegt gengið á og um 12-1300 þúsund manns gengið á gólfinu. Við fórum þangað um daginn og fórum yfir smábletti hér og þar, bletti sem höfðu verið undir miklu álagi, og árangurinn var framar björtustu vonum okkar. Gólfið var eins og nýtt.“ Einn höfuðkostur RTH filmunnar, fyrir utan endinguna og styrkleikann, er sá að ónæði helst í lágmarki. „Pú ferð og nærð þér í kaffi og gólfið er tilbúið þegar þú kemur aftur," segir Þráinn. Lyktin sem fylgir bónhreinsun og bónun er líka horfin. Þannig sparar filman bæði fé og fyrirhöfn. „Við bjóðum föstum viðskiptavinum okkar að bæta RTH filmunni við ókeypis í fyrsta skiptið, en það verður að fylgja að við gerum þjónustu- samning um leið," segir Þráinn. „Það er einfaldlega gert til þess að filman skemmist ekki vegna rangrar meðferðar og endist þannig ekki eins og efni standa til." Innan vébanda Ræstingaþjónustunnar er að finna yfir 16 ára reynslu í daglegum þrifum, meðferð gólfa og í hreingemingum. „Það hefur alltaf verið okkur mikið kappsmál að vanda vel valið á starfsfólki hér og kenna því til verka þannig að það standist ítrustu kröfur," segir Þráinn. „Við kynnum hvert nýtt verkefni fyrir viðkomandi starfsmönnum og reynum að velja viðkomandi starfsmenn eftir því sem hentar best hverju sinni. Þetta hefur reynst vel og starfsmannavelta er lítil hér.“ 58 mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.