Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 66
Friðrik Pálsson, formaður Amerísk-íslenska verslunarráðsins.
ferðamenn". „Þessi skilgreining vísar í það að ferða-
menn frá Bandaríkjunum eru verðmætír ferðamenn þar
sem þeir ferðast yfirleitt ekki á ódýrasta máta og skilja
þar að auki talsvert eftir sig af gjaldeyri. Það skiptir því
miklu að viðhalda þeim samskiptum og auka þau.“
Island hefur að mörgu leyti mikla sérstöðu í augum
ferðamanna og Friðrik telur að leggja eigi áherslu á
litla mengun og litla spillingu og þurfi það bæði að eiga
við landið sjálft og þjóðina. „Eg hef ítrekað rekið mig á
það að ferðamenn frá Ameríku segja þjóðlífið hafa
sterkan evrópskan blæ á meðan ferðamenn frá Evrópu
segja það amerískt. Við erum mitt á milli heimsálfanna
og höfum náð því að blanda saman í hæfilega miklum
mæli áhrifum frá báðum. Eg tel að okkur hafi tekist að
fleyta qómann ofan af og það er mikils virði.“
Fleira en fiskur Ýmis önnur viðskiptí en fiskur og
ferðamál eru fyrirferðarmikil á milli landanna. Stór
hlutí af innfluttum matvælum kemur að vestan, fyrir-
Mitt á milli heimsálfa
Friðrik Pálsson er formaður
Amerísk-íslenska verslunar-
ráðsins og hefur langa
reynslu af viðskiptum við
Bandaríkin í gegnum störf sín.
„Eg var forstjóri SH í 13 ár og
síðar stjórnarformaður SIF í 4 ár og bæði þessi fyrirtæki eiga
umfangsmikil viðskiptí við Bandaríkin," segir Friðrik. „Mín
samskipti við Ameríku hafa fyrst og fremst verið verslun með
fisk og fiskafurðir vegna þessara starfa minna en viðskipti
Islendinga við Bandaríkin hafa verið afskaplega mikilvæg fyrir
útflytjendur, þó svo hlutfallslega hafi dregið úr þeim á undan-
förnum árum. Bandaríski fiskmarkaðurinn er þó enn sá verð-
mætasti fyrir íslenska fiskútflytjendur. Þegar horft er fram á
veginn tel ég augljóst, að Bandaríkjamarkaður verði einn af
þeim mörkuðum sem munu skipta okkur mestu máli.“
Sterk Staða íslands „Þó að fiskmarkaðurinn vestra sé okkur
mikilvægur, undirstrikar Friðrik að það verði seint fullmetið
hvað það hefur þýtt mikið fyrir viðskipti og samskipti Islend-
inga við umheiminn að Loftleiðir fengu í sínum tíma leyfi til
flugs til Bandaríkjanna. Það skipti áreiðanlega sköpum fyrir
viðskiptalífið hér á landi í heild sinni.
„Fyrir vikið höfum við haft auðveld samskipti við þennan
mikilvæga markað og höfum þar býsna sterka stöðu í marg-
víslegu tilliti og fyrir þjóð sem er og verður aldrei annað en
örmarkaður í samanburði við önnur lönd, skiptir það miklu
máli.“
Islenskur ferðamannaiðnaður reiðir sig að talsverðu leyti á
ferðamenn frá Bandaríkjunum sem eru að sögn Friðriks „góðir
tæki á hátæknisviði hafa verið að
þreifa sig áfram vestan hafs og
segir Friðrik þau samskipti hafa
verið farsæl og skilað talsverðu til
landsins. „Við flytjum síðan að
sjálfsögðu inn mikið af tölvum og
ýmsum hátækni- og vélbúnaði frá Bandaríkjunum auk hug-
búnaðar.
Af öðrum viðskiptum við Bandaríkin ber kannski einna
mest á bílum, flugvélum og tækjum, en það hefur m.a.
sveiflast mikið eftír gengishreyfingum og fyrir nokkrum ára-
tugum tíðkuðust ýmsar undarlegar viðskiptahindranir, sem
nútíma Islendingum myndi ganga illa að skilja, en þær höfðu
gríðarleg áhrif á það frá hvaða löndum máttí kaupa og til hvaða
landa viðskiptum var beint.“
Amerískar vörur hafa yfirleitt á sér talsvert sterkan gæða-
stímpil. Þekkt er ending bandarískra heimilistækja og á
heimili Friðriks er ennþá Westínghouse eldavél frá um 1960.
„Frábært heimilistæki, fljótvirkt og afkastamikið," segir
Friðrik. „Svo á ég 1947 árgerðina af Willys í góðu standi,
bílnum sem vann seinni heimstyijöldina að margra mati.
Byijað var að framleiða hann snemma í heimstyijöldinni og
núna 60 árum síðar byggja framleiðendur jeppa ennþá á sömu
grunnhugmyndunum, grind með tveimur öxlum og tjórum
hjólum, háu og lágu drifi og framdrifi. Svona mætti lengi áfram
telja og enda þótt fjölmargar aðrar þjóðir hafi að sjálfsögðu
skákað bandarískri framleiðslu á ýmsum sviðum á undan-
förnum áratugum stendur einhvern veginn alltaf uppúr, að
það sem er bandarískt er sterkt, traust, notadijúgt og kannski
líka dálítið stórt í sniðumríHH
ísland er mitt á milli Evrópu og Ameríku.
Ekki bara í landfræðilegum skilningi,
heldur einnig hvað menningu snertir.
66