Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 24
FORSÍÐUGREIN fyrra. Honum á eftir fylgir Thule og svo Carlsberg en allir þijár tegundirnar eru framleiðsluvörur Vífilfells. Athygli vekur að Egils Gull og Tuborg Grön hafa báðar tapað verulegri markaðshlutdeild frá því á sama tíma í fyrra. Heimildamaður Frjálsrar versl- unar, sem gjörþekkir greinina, telur ""““ að Vífilfell hafi siglt fram úr Ölgerðinni á mjög skömmum tíma: „Ölgerðin virðist ekki eiga neitt svar við þessu,“ segir hann. Sérstaka athygli vekur að Faxe bjór hefúr nú 8,1% markaðs- hlutdeild og fer úr aðeins 0,6%, en ef aðeins er litið til seldra bjór- tegunda í verslunum ÁTVR er Faxe bjórinn þriðji mest seldi bjór landsins og hefur þar um 11% markaðshlutdeild. Aðrir bjórar Ölgerðarinnar tapa einnig hlutdeild milfi ára en Viking Ute bjór Vífilfells eykur hlutdeild og fer úr 0,6% í tæp 3%. Hafa verður í huga að aðeins er litið til árs tímabils. Sveiflur eru töluverðar í greininni og innkoma Faxe hefur að áliti margra tekið töluvert af markaðshlutdeild Ölgerðarinnar auk þess sem hann kann að hafa hamlað vexti Vífilfells enn frekar. Aðeins eru bornar saman 15 söluhæstu tegundirnar á árs tímabili en þær mynda um 81% alls markaðarins. Engu að síður er ljóst að slík mæling gefur nokkuð raunhæfa mynd og Ölgerðin virðist hafa tapað um 5% markaðshlutdeild ef marka má þessar mælingar á meðan Vífilfell bætir við sig um 1,5%. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR fjölgar vörumerkjum í Stjórn Vífilfells hf. Sigfús R. Sigfússon stjórnarformaður Guðrún Pétursdóttir Gunnar Felixson Hreiðar Már Sigurðsson (er búinn að segja sig úr stjórn vegna starfa fyrir Kaupþing-Búnaðar- banka hf. en formlega á eftir að ganga frá því) Ted Highberger Stjórn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. Októ Einarsson stjórnarformaður Einar Friðrik Kristinsson Þórður Magnússon Velta og fjöldi starfsmanna Uelta Fj.starfsm. 2002 2002 Vífilfell 5.336 220 Ölgerðin og Lind* 5.023 167 * Olgerðin og Lind sameinuðust í byrjun þessa árs 2003. bjór ár frá ári en fæstar þær nýju tegundir sem bætast við flóruna hafa náð að festa sig í sessi en einstaka tegund getur náð töluverðri festu á skömmum tíma eins og t.d. Faxe sem hefur verið til sölu í útsölu- stöðum ÁTVR í tvö og hálft ár. Það er fyrirtækið HKM sf. sem gerir markaðskannanir á bjórmarkaðnum með þátttöku flestra þeirra sem á markaðnum eru. Fyrirtækin fVÖ og aðrir Með kaupum Lindar á Ölgerðinni og Vífilfells á Sól-Víkingi sköpuðu fyrirtækin sóknartækifæri. Þau náðu þannig að auka vöruúrval sitt og gátu þannig boðið veitingahúsum stærri samninga en áður með breiðari vöru- línu. Lind hefur sérhæft í sig í víninnflutningi, ekki síst létt- víni. Þar með náði Ölgerðin að bæta við sig víntegundum, en fyrir var Ölgerðin með framleiðslu á sterku áfengi í Borgar- nesi. Auk þess hefur Ölgerðin auðvitað verið þekkt fyrir bjór- framleiðslu sina sem og sölu á gosdrykkjum, ekki síst malti, appelsíni og pepsi. Margir hafa talið að samkeppnisumhverfið hafi skekkst verulega við þessa þróun og fyrirtækin nýti sér stærð sína og Skipting hlutafjár Kaupþing Búnaðarbanki hf. 27,5% Hekla hf. 15,4% Sigfús R. Sigfússon 4,4% r m j i L/ífilfell 2,2% ;oom A 1 c jlgerðin 1 ] L J Þorsteinn M. Jónsson 50,5% Lind eignarhaldsfélag 100% Eigendur Lindar eru þeir sömu og að heildsölunni Danól, Einar Friðrik Kristinsson og Ólöf Októsdóttir. Vífilfell Vífilfell hf. hefur verksmiðjur að Stuðlahálsi 1 í Reykjavík auk þess sem fyrirtækið hefur mikla starfsemi á Akureyri en þar er öll bjórfram- leiðsla fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í gosdrykkjaframleiðslu á íslandi ára- tugum saman og hefur fyrirtækið einkaleyfi á dýrasta vörumerki heims, Coca-Cola. Auk þeirrar vöru á fyrirtækið mörg þekkt gos- drykkjar-, djús- og bjórvörumerki. Meðal þeirra helstu eru Diet-Coke, Fresca, Tab, Sprite, Toppur, Viking, Thule o.fl. Ölgerðin Ölgerðin hefur um árabil framleitt Egils Appel- sín og Malt Extrakt sem hafa verið leiðandi vörumerki fyrirtækisins. Það hefur hin síðari ár aukið úrval gosdrykkja og selur m.a. Pepsi, Diet-Pepsi, Pepsi Max, Mix, 7up, Egils Pilsner, Tuborg, Egils Gull, Holsten, Budweiser o.fl. Fyrirtækið hefur einnig umboð fyrir fjölmörg léttvín og sterk vín. Auk verksmiðju sinnar á Grjóthálsi í Reykjavík framleiðir fyrirtækið í verksmiðju sinni í Borgarnesi Pölstar-vodka, Eldurís-vodka, íslenskt brennivín o.fl. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.