Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 89
FÓLK
Efdr Vigdísi Stefánsdóttur
Ætli það séu ektó góðir reyfarar,"
segir Oskar Tómasson, einn af
eigendum og framkvæmdastjóri
Bang & Olufsen á íslandi, glettnislega
þegar hann er spurður um uppáhalds-
bókmenntirnar og bætir við: .Auðvitað
ætti ég að segja eitthvað háleitt og nefna
stór bókmenntaverk en ég hef aldrei séð
ástæðu til að sýnast eitthvað annað en ég
er og læt þetta því flakka.“
Óskar stundaði nám í Danmörku og
segist hafa upplifað það sem svo margir
hafi gert, að finna sig meiri Islending þá
en nokkru sinni. ,Á meðan ég var úti las
ég íslenskar sögur og allt mögulegt sem
minnti mig á landið," segir hann. „Það á
einhvern veginn svo vel við og tengir
mann við heimalandið."
Rekstraraðilar Bang & Olufsen á
Islandi er Aldamót ehf., sem hefur það
eina hlutverk að sinna rekstri Bang &
Olufsen. Óskar segist hafa í námi og
starfi sínu í Danmörku kynnst vel
hinum vönduðu vörum B&O en hafa
fyrir utanförina þekkt til þeirra og hrifist
af gæðum og fegurð þeirra. „B&O eru
danskar vör^-sem sýna hið besta sem
velkomsi ^
BeoLab 8000
»ound. ilmptkny o'
<>' U'
dol.vrn* MPorkM*
i.í modeit dimennoin
BeoSound 3200
Hlít'rtí'd 10 P'C
oihfi rl««if*l equ.pmeot
„Á meðan ég var úti las ég íslenskar sögur og allt mögulegt sem minnti mig á
landið," segir hann. „Það á einhvern veginn svo vel við og tengir mann við heima-
landið," segir Óskar Tómasson, framkvæmdastjóri Bang & Olufsen.
Mynd: Geir Ólafsson
Oskar Tómasson,
Bang & Olufsen
Danmörk elur af sér, tækni og hönnun,
og hafa frá upphafi verið framleiddar í
litlum bæ, Struer. Fyrirtækið hefur
verið til frá árinu 1923 og hefur enn
þann dag í dag sömu markmið og í upp-
hafi, að nota sér tæknina sem til er til að
búa til vönduð tæki sem passa inn í
fallega hönnun. Hönnunin er aðalatriðið
og fyrsta stigið en svo koma verkfræð-
ingarnir og finna leið til að koma fyrir
því sem þarf til að tækið virtó, hvort sem
það er hljómtæki eða annað. Það hefur
alla tíð verið efst í huga B&O að tækin
séu falleg og endingagóð, sýnileg inni á
heimilum og það hefur tekist mæta vel.
Þeim sem finnst tæki frá okkur fallegt í
dag, finnst það líka eftir 10 ár eða 20.“
Aður en Óskar hóf rekstur fyrirtækis-
ins var hann í ferðageiranum og hafði
verið í fjölda ára. Hann vann fyrir íslenska
ferðaskrifstofu í Danmörku og Svíþjóð
samhliða skólanum þar sem hann stund-
aði nám í markaðsfræði og hagfræði.
Hann segir árin í Danmörku hafi verið
góð og þar mótast hugmyndin um að fara
út í eigin rekstur þegar heim væri komið.
Þegar svo spurningin um áhugamálin
kemur upp, vandast málið nokkuð.
„Þegar maður er í eigin rekstri er
lítill tími fyrir áhugamál," segir Óskar
en bætir þvi við að hefði hann nægan
tíma, myndi hann sjálfsagt fara í golf.
„Eg spilaði golf á meðan ég var úti í
Danmörku en hef engan tíma haft til
þess síðan,“ segir hann. „Það heillar
mig þó alltaf og mig dreymir um að hafa
nægan tíma til að sinna því og á sjálfsagt
eftir að finna þann tíma að lokum þó að
ég sjái ekki fram á það í augnablitónu.
Annars hef ég gaman af því að lesa og
Arnaldur Indriðason er í alveg sérstöku
uppáhaldi hjá mér.
Þar fyrir utan fer tíminn í flölskylduna,
eiginkonuna, Auði Pálmadóttur og
dæturnar tvær sem eru 8 og 15 ára og við
reynum að sinna því að vera fjölskylda og
eyða tíma saman.“B!]
89