Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 9
IR ICELANDAIR
í ferðum og fargjöldum sem og verulega aukna ferðatíðni
hafa aðgang að bakvakt sem er til staðar 24 tíma sólarhringsins,"
bætir Hans við. „Ef eitthvað kemur upp á í ferðalagi, er gott að geta
hringt í þjónustufulltrúa sem leysir þá málið samstundis."
Hans segir lækkað verð viðskiptaferða, en verðið hefur lækkað um
allt að 38% upp á síðkastið, gera að verkum að sífellt fleiri kjósi að
nota sér sveigjanleika þeirra og kosti, bæði einstaklingar og fyrirtæki.
Tíðar ferðir
lcelandair fljúga nú áttatíu og þrjár ferðir í viku til 13 áfangastaða og
hægt er að bóka sig alla leið á endanlegan áfangastað áður en ferð
hefst. Þannig þarf ekki að taka töskur þegar millilent er og endurinn-
rita farþegann og töskuna, því taskan fer sjálfkrafa áfram.
Vildarpunktakerfið gerir að verkum að viðskiptavinurinn safnar
vildarpunktum á öllum sínum ferðum með lcelandair.
„Það er líka áberandi að fyrirtæki eru farin að biðja snemma um
tilboð í árshátíðarferðir og geta þannig valið úr stöðum og fengið gott
verð," segir Hans.
Það nýtur stöðugt meiri vinsælda að halda árshátíðir erlendis þar
sem fólk getur þá sameinað það að vera í hóp og skoða nýjar slóðir
og eignast minningar frá stöðum sem það kannski hefur ekki komið
til áður. Við bjóðum upp á alla þjónustu við árshátíðarferðir, flug og
gistingu. Eins færist í aukana að þessir hópar hafi áhuga á að nýta
tímann erlendis og t.d. fara á fótboltaleik eða í leikhús. Icelandair
getur aðstoðað við að útvega þess háttar miða.BD
ÍCELANDAIR
www.icelandair.is
lcelandair
Reykjauíkurfluguelli • 101 Reykjauík
Sími: 50 50 300 uuuuuu.icelandair.is
Viðskiptasöludeild
Skútuuogi 13a ■ 104 Reykjauík
Sími 50 50 757 • uuuuuu.corporate.is