Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 14
FRETTIR
Birgitta Haukdal, söngkona írafárs, með AKG hljóðnema á
æfingu í Austurbæjarbíói.
Irafár með hljóð-
nema frá Nýherja
Nýheiji og hljómsveitin
írafár hafa gert samn-
ing um að hljómsveitin
noti AKG hljóðnemabúnað
til næstu tvegga ára. Um leið
var undirritaður samningur
rnilli Nýherja og Tóna-
stöðvarinnar um að Tóna-
stöðin bjóði sölu og ráðgjöf á
hljóðnemum frá AKG. ffl
Gjaldþrotum
fjölgar gífurlega
Gjaldþrotaúrskurðum hjá fýrirtækjum í Evrópu hefur
ijölgað að meðaltali um 10% á iýrstu sex mánuðum
ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Gjaldþrot
íslenskra fyrirtækja hafa aukist gífurlega, eða um 56%, á
fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. 33
Land íbúafjöldi 1.&2. ársfj. 2002 1. & 2. ársfj. 2003 1. & 2. ársfj. 2002/03 Pr.. lOOþ íbúa (1. & 2. ársfj. 20021 Pr. lOOþ. íbúa (1. & 2.1 íbúa 2003)
Danmörk 5.384.384 1.274 1.199 -5,89% 24 22
Noregur 4.546.123 2.174 2.807 29,12% 48 62
Suíþjóð 8.878.085 4.076 4.467 9,59% 46 50
Finnland 5.190.785 816 783 -4,04% 16 15
ÍSLAND 280.798 230 358 55,65% 82 127
Þýskaland 82.398.326 18.350 19.200 4,63% 22 23
Frakkland 60.180.529 22.846 23.943 4,80% 38 40
Italía 57.998.353 4.556 4.994 9,61% 8 9
Holland 16.150.511 2.381 3.150 32,30% 15 20
Austurríki 8.188.217 1.423 1.415 -0,56% 17 17
LÚMemborg 454.157 3.763 3.914 4,01% 829 862
Belgía 10.289.088 3.085 3.190 3,40% 30 31
Suiss 7.318.638 1.990 2.223 11,71% 27 30
Lithóen 3.592.561 335 297 -11,34% 9 8
Bretland 60.094.648 21.818 24.519 12,38% 36 41
Vitnað j l/isbendingu
0á
Samkvæmt upplýsingum frá Fasteigna-
mati ríkisins er markaðsverð einbýlis-
húsa, raðhúsa, parhúsa og hæða f
Reykjavík um 200 milljarðar króna. Esjan
sést ur tæplega 5% fbúðanna ef marka
má fasteignaauglýsingar. Miðað við fyrr-
greindar tölur lyftir útsýni til fjallsins
íbúðaverði í Reykjavík upp um 350-800
milljónir króna.
Sigurður Jóhannessun
(Er landslag einhvers virði?).
Askriftarsími: 512 7575
Þróun hlutabréfamarkaðar á (slandi hefur
verið hröð að undanförnu og um flest hag-
felld. Viðskiptin með hlutabréf í Kauphöll
(slands hafa verið mjög lífleg það sem af
er ársins og verðið hefur hækkað mikið.
Þannig eru viðskiptin þegar orðin um
40% meiri en á öllu árinu í fyrra og
rúmlega þrisvar sinnum meiri en 2001.
Jafnframt hefur úrvalsvísitalan hækkað
um 45% frá ársbyrjun þegar þetta er
skrifað.
Pórður Friðjónsson
(Framtfð hlutabréfamarkaðarins).
Inn- og útflutningur er virði þeirrar vöru og
þjónustu sem seld er eða keypt í alþjóða-
viðskiptum. Hefðbundinn mælikvarði á
opnun (landa) er síðan hlutfallið á milli
þessara stærða. En hvað segir opnunin,
mæld á þennan hátt, okkur um möguleika
þjóðar til velsældar? I besta falli lítið. Fjöldi
þjóða flytur inn hrávörur, eða hálfunnar
vörur, umbreytir þeim á einhvern hátt og
flytur út aftur. Sá virðisauki sem hefur
orðið til í þessum viðskiptum er þá mæli-
kvarðinn á hagsældina sem þjóðin hefur af
þeim, ekki stærð viðskiptanna.
Tryggui Pór Herbertsson
(Skiptir opnunin máli?)
Ef fagfjárfestar hafa engan mann í stjórn
þá fá aðrir stórir hluthafar hlutfallslega
meiri völd á kostnað minni hluthafa. Betri
hugmynd er að ráða óháða utanaðkom-
andi sérfræðinga til að sitja í stjórn fyrir-
tækja. Þannig er einnig líklegra að fagfjár-
festar geti látið gott af sér leiða í stjóm-
arleiðsögn fyrirtækja og það myndi jafn-
framt auka traust minni hluthafa á stjórn-
arkerfinu að vita að stjórnir fyrirtækja
snérust ekki einungis um áhrif og valda-
tafl heldur um að stuðla að farsæld fyrir-
tækisins.
Eyþór luar Jónsson
(Stjórnarleiðsögn fagfjárfesta).