Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 19
ekki með?
Finnur Ingólfsson, for-
stjóri VÍS, og fulltrúi S-
hópsins.
Kári Stefánsson, for-
stjóri íslenskrar erfða-
greiningar.
Björgólfur Guð-
mundsson. Fer hann
inn sem hluthafi?
Ágúst Guðmundsson í
Bakkavör er einn
margra sem orðaður er
við Norðurljósin.
Lýður Guðmundsson í
Bakkavör. Hefur hann
áhuga á að koma að
fjölmiðlarekstri?
Brosti Út í annað Jón Ólafsson hefur hins vegar setið sinn
síðasta stjórnarfund. Hann stjórnaði sínum síðasta stjórnar-
fundi í Norðurljósum fimmtudaginn 27. nóvember, nánast í
beinni útsendingu, en í upphafi fundarins var fundarherbergið
baðað leifturljósum myndavéla. Þegar Jón yfirgaf fundinn var
hann fremur þungt hugsi en brosti þó út í annað. Jón var
kominn úr stjórninni ásamt syni sínum Kristjáni og Hilmari
Sigurðssyni. Ný stjórn var kjörin með hinn þekkta lögmann,
Ragnar H. Hall, sem stjórnarformann. Auk hans eru nýir í
stjórn þeir Gunnar Jónsson lögfræðingur (sem hefur unnið
týrir Jón Ólafsson) og Hörður Felix Harðarson. Sigurður G.
Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, og Sigurjón Sighvatsson
sitja áfram í stjórninni. Alls þrír lögfræðingar.
Síðsti stjórnarfundur Jóns Ólafssonar var nánast haldinn í beinni
útsendingu hinn 27. nóvember síðastliðinn.
Nýtt hlutafé 09 Iskka Skuldir Þótt allt tal hafi snúist um samn-
inga Jóns Ásgeirs og Jóns Ólafssonar þá snýst kjarni málsins
um það að Norðurljós eru ekki komin týrir vind. Þeim verður
ekki bjargað nema að inn komi nýtt fjármagn upp á um 1 til 2
milljarða og að kröfuhafar gefi efdr af lánum sínum og lækki
heildarskuldirnar um 4 milljarða; úr 8,6 í 4,5 milljarða. Öðru
vísi verður ekkert vit í rekstrinum. Eflaust mætti svo sem
herma þetta upp á fleiri íýrirtæki um lausn vanda þeirra; að það
yrði meira vit í rekstrinum ef þau skulduðu minna og fengju
inn nýtt hlutafé. En út á þetta gengur málið.
Sambankalánið Sambankalánið, sem allt snýst um,
var tekið í júlí 1999 og nemur núna rúmum 3,9
milljörðum króna. Heildarskuldir Norðurljósa nema
núna um 8,6 milljörðum króna, þar af eru 5,4 milljarðar
í langtímaskuldum og 3,2 í skammtímaskuldum. Kaup-
þing Búnaðarbanki er stærsti eigandi sambanka-
lánsins eftir að hafa keypt með afslætti í byrjun septem-
ber í íýrra 55% af sambankaláninu af þremur erlendum
bönkum; hollensku bönkunum NIB (National Investerings
Bank) og Staal Bank sem og bandaríska bankanum JP Morgan
Chase.
Auk Kaupþings Búnaðarbanka standa Landsbankinn og
hollenski bankinn ABN Amro að sambankaláninu sem lýrr
segir. Landsbankinn um 800 milljónir af því og Amro um 1,3
milljarða króna.
Kaupþing Búnaðarbanki hefur mesta svigrúmið til að slá af
sambankaláninu þar sem bankinn keypti sinn hlut í því með
afslætti, en á hins vegar fulla kröfu á
félagið. En talið er víst að bankarnir þrír
verði að slá af sambankaláninu sem og
eigendur annarra krafna til að Norður-
ljósin geti farið að skína aftur um ára-
mótin - og eitthvert vit verði í rekstr-
inum. Félagið mun skila um 650 milljóna
króna EBIDTA hagnaði á árinu en
neðsta línan mun sýna 500 milljóna tap
vegna mikils fjármagnskostnaðar. 35
Jón Ólafsson heíur í
sjálfu sér ekki sagt
mikið. Hann á þó eina
af setningum ársins
um Jón Asgeir:
„Drengurinn er
einstakur höíðingi.“
19