Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 22

Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 22
FORSÍÐUGREIN: UPPÞOT í VIÐSKIPTALÍFINU Kaupréttarsamningar Kaupréttarsamningar stjórnenda hafa færst í vöxt í íslenskum fyrirtækjum en hafa til þessa fengið fremur litla athygli á meðal almennings. Nú veit þjóðin „nánast aflt“ um kaupréttarsamninga sem fengið hafa á sig neikvæða merkingu í samfélaginu. Halda má því fram að það séu fremur ijárhæðirnar en formið sem fari mest fyrir brjóstið á fólki. Tvenns konar kaupréttarsamningar eru algengastir. Annars vegar að samið sé við lykilstarfsmenn um að þeir eigi kauprétt á hlutabréfum (á markaðsverði dagsins sem samningurinn er gerður) eftir ákveðinn tíma, t.d. eitt eða tvö ár, og geti þá ákveðið, þegar þar að kemur, hvort þeir nýti sér kaupréttinn. Varla nýta þeir sér hann ef gengi bréfanna hefur lækkað í mifli- tíðinni. I svona samningum eru starfsmenn oft ekki að taka neina áhættu. Þeir geta keypt bréfin að morgni og selt þau strax eftir hádegið. Hin tegund samninganna er eins og Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson gerðu; að kaupa hluta- bréfin strax og vera bundnir af því að eiga þau til nokkurra ára. Bjarni Armannsson Þegar Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Islandsbanka, keypti í endaðan janúar hlutabréf í Islandsbanka fyrir 112,8 milljónir króna að markaðsvirði yppti þjóðin öxlum og sagði við sjálfa sig; „Atíiyglisvert, einhver kaupréttarsamning- ur.“ Asamt Bjarna keyptu ellefu aðrir lykil- starfmenn Islandsbanka hlutabréf í bankanum að mark- aðsvirði 733 milljónir króna. Nafnverð bréfanna sem starfs- mennirnir tólf keyptu var 156 milljónir og var um 1,73% af heildarhlutafé bankans og hlutur Bjarna 0,26%. Gengið á bréf- unum í þessum viðskiptum var 4,6 sem var í takt við það sem gerðist á markaði. Bankinn lánaði til kaupanna og veitti sölu- rétt sem kæmi í veg fyrir að starfsmennirnir gætu tapað á við- Þegar Bjarni Armannsson, forstjóri Islandsbanka, keypti í endaðan janúar hlutabréf í Islandsbanka fyrir 112,8 milljónir króna að markaðsvirði ypptí þjóðin öxlum og sagði við sjálfa sig: „Athvglisvert, einhver kaupréttarsamningur.“ skiptunum. Sú kvöð var að þeir mættu ekki selja bréfin í tvö ár. Hvað urn það, þjóð- in virtist sætta sig við þetta. Alls á Bjarni Armannsson 0,7% í Islandsbanka sem hann hefur eignast bæði með kaupum og kaup- réttum í félaginu. Sigurður og Hreiðar Már Þegar tilkynnt var fimmtu- daginn 20. nóvember sl. að Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaup- þings Búnaðarbanka, hefði greitt fyrir hlutabréf í Kaupþingi Búnaðarbanka alls 950 millj- ónir króna, bréf sem að markaðsvirði þennan dag væru 1.315 milljón- ir, yppti þjóðin ekki öxl- um heldur stóð hún á öndinni af bræði og sagði við sjálfa sig: „Er hann geggjaður?“ Þjóðin fór á annan end- ann og tók undir með forsætisráðherra sínum Sigurður hefur sagt að kaup- réttarsamningurinn umdeildi (eftír vextí og staðgreiðslu skatta) jafngildi því að hann hefði gert hefðbundinn kaupréttarsamning um kauprétt á bréfunum eftir 5 ár á genginu 226. Með slíkan samning hefði hann ekki tekið neina vaxtaáhættu og getað ákveðið, þegar þar að kæmi, hvort hann nýttí sér kaupréttinn. sem efndi til uppþots gegn bankanum. Kauphlutur Sigurðar var 1,5% af hlutabréfum í bankanum og greiddi hann 365 millj- ónum minna fyrir bréfin en þau voru á markaði þennan dag. Sú kvöð var í gangi að hann yrði að eiga bréfin í 5 ár. Kaup- réttarsamningurinn hefði fallið úr gildi ef hann hefði hætt hjá fyrirtækinu og farið úr stól starfandi stjórnarformanns. Hann keypti bréfin á genginu 156 en skráð gengi bréfanna í Kaup- höll Islands þegar samningurinn var tilkynntur var 216. Sigurður hefur sagt að kaupréttarsamningur hans (eftir vexti og staðgreiðslu skatta) sé sambærilegur við það að hann hefði gert hefðbundinn kaupréttarsamning um að eiga kaup- rétt á bréfunum á genginu 226 eftir 5 ár. Með slíkum samningi hefði hann ekki tekið neina vaxtaáhættu og getað ákveðið, þegar þar að kæmi, hvort hann nýtti sér kaupréttinn. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, gerði nákvæmlega eins samning og Sigurður. Hlutur þeirra beggja var því um 3,0% af hlutafé bankans. Asamt þeim tveimur gerði bankinn kaupréttarsamning við sextíu aðra lykilstarfsmenn á genginu 210 sem var meðalgengi bréfa í bankanum síðustu tíu viðskiptadaga á undan. Afls keyptu hinir 62 starfsmenn um 5,6% hlut í bankanum þennan dag. Markaðsvirði þessara kaupréttarsamninga var tæpir 5 milljarðar en verðmæti bank- ans þennan dag í Kauphöllinni var 89 milljarðar króna. Bank- inn lánaði þeim öllum fyrir kaupunum og tryggði þeim sölu- rétt sem kæmi í veg fyrir gengistap af kaupunum. Allir þurftu þeir að eiga bréfin í fimm ár. Alls 5,6% hlutur í banhanum Hæglega er hægt að draga þá áfyktun að það séu fjárhæðirnar, og að bréfin hafi verið keypt á undirverði, sem hafi farið mest fyrir brjóstið á fólki. Ef þeir Sigurður og Hreiðar Már hefðu keypt á því gengi sem var á markaði, þegar samningurinn var tilkynntur, hefðu viðbrögð- in líklegast orðið önnur og mildari en raun varð á. Þó finnst mörgum óeðlilegt að 62 starfsmenn hafi átt kost á að kaupa 5,6% hlut í bankanum með þessum kaupréttarsamningum og séu sem hópur á meðal stærstu hluthafa og geti þannig tryggt völd sín enn frekar innan hans, en bankinn er í dreifðri eignaraðild. 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.