Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 23
forstjóra
Ingimundur Sigurpálsson Eimskip liikynnti
16. september að félagið hefði efnt kauprétt-
arsamninga við lykilstjórnendur sem gerðir
voru árið 2001. Þá var gengi bréfanna í Eim-
skip 5,0. Starfsmennirnir nýttu sér kauprétt-
inn og keyptu bréfin á samtals 163 milljónir á
genginu 5,0 en langflestir seldu bréfin aftur
samdægurs á genginu 7,5 sem var meðalgengi síðustu daga
þar á undan. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskips,
keypti bréf fyrir 7,5 milljónir þennan dag og Eimskip keypti þau
strax af honum aftur fyrir 10,5 milljónir. Þetta er mismunur upp
á 3 milljónir og þarf Ingimundur að greiða staðgreiðsluskatta
en ekki fjármagnstekjur af þessari Ijárhæð.
Finnur Ingólfsson VÍS tilkynnti mánudag-
inn 17. nóvember sl. að lykilstarfsmenn og
stjórnarmenn hjá félaginu hefðu nýtt sér rétt
til að kaupa hlut í félaginu í gegnum kaup-
réttarsamninga fyrir rúmar 4,1 milljón að
nafnverði. Flestir keyptu á genginu í
kringum 20,0 og var markaðsvirði þessara
viðskipta því yfir 80 milljónir króna. Forstjóri félagins, Finnur
Ingólfsson, keypti bréf fyrir 180 þúsund að nafnverði á
genginu 21,0 og 22,0 og greiddi fyrir þau 3,8 milljónir króna.
Þessi viðskipti vöktu enga athygli. Þó voru þau gerð
nokkrum dögum áður en Kaupþing Búnaðarbanki tilkynnti
um sína kaupréttarsamninga.
Einar Sveinsson Sjóvá-Almennar tilkynntu
föstudaginn 29. ágúst til Kauphallarinnar að
þær hefðu selt 17 lykilstjórnendum sínum
hlutafé að nafnvirði 5,7 milljónir á genginu
27,0 og væri þar að efna kaupréttarsamninga
sem gerðir hefðu verið á síðasta ári, árið 2002.
Alls keyptu lykilstjórnendurnir fyrir 154 millj-
ónir króna. Þar af var hlutur Einars Sveinssonar forstjóra 8,1
milljón króna. Flestir þessara lykilstjórnenda, nema Einar,
seldu hluti sína á næstu dögum eftir samninginn á genginu
37,0. Markaðsvirði þessa hlutar Einars var þá orðið 10,8
milljónir og hagur hans á viðskiptunum því um 2,7 milljónir.
Sigurður Helgason Flugleiðir tilkynntu á
Þorláksmessu fyrir tæplega ári að sex stjórn-
endur Flugleiða hefðu nýtt sér kaupréttar-
samninga sem gerðir voru í júní í fyrra og
keypt bréf að nafnverði 36,3 milljónir króna í
félaginu á genginu 1,8 sem var gengið í júní.
Þegar samningarnir voru gerðir á Þorláks-
messu var gengi bréfanna um 4,8 eða næstum þrefalt hærra.
Svo hratt hafði gengi bréfanna hækkað á haustmánuðum.
Þessir samningar vöktu enga athygli á meðal almennings.
Hlutur Sigurðar Helgasonar í þessum samningum var um 13,3
milljónir króna að nafnverði og höfðu bréfin hækkað um 40
milljónir króna frá því hann gerði kaupréttarsamninginn þar til
hann nýtti sér réttinn og keypti þennan hlut. Sigurði var ekki
heimilt að selja bréfin fyrr en um mitt ár 2004. Engin ákvæði
voru í samningum um sölurétt Flugleiða sem myndi verja
stjórnendurna gegn tapi.
Róbert Wessmann Róber Wessman, for-
stjóri Pharmaco gerði samning sem forstjóri
Delta árið 2001 sem gerði ráð fyrir ákveðnum
grunnlaunum og hins vegar árang-
urstengdum greiðslum í formi kaupréttar.
Þegar að kaupréttarsamningurinn var gerður
við Róbert hafði gengi á
hlutabréfum félagsins tvö-
faldast frá þvi að hann tók
við rekstrinum. Kaupréttar-
samningurinn kvað á um
kauprétt næstu 3 árin á
genginu 25 sem nam 75
milljónum að markaðsvirði á
þeim tíma. Samhliða því
skuldbatt hann sig að starfa
hjá félaginu þann tíma. Umreiknað á gengi Pharmaco er það
gengi 4,74.
Þegar Róbert nýtti sér fyrsta kaupréttinn sinn í maí 2002
keypti hann bréf að nafnverði 1 milljón króna á genginu 25.
Kaupverðið var 25 milljónir, en markaðsverðið var þá komið
upp í 75 milljónir og mismunurinn því 50 milljónir.
Sl. vor nýtti hann sér aftur kaupréttinn og keypti bréf í
Pharmaco á genginu 4,74 þegar gengið var komið upp í 19,5.
Hann keypti því bréf fyrir 25 milljónir sem að markaðsvirði
voru 103 milljónir og nam því mismunurinn 78 milljónum.
Næsta vor á Róbert rétt á að kaupa síðasta hluta kaupréttar-
ins. Miðað við að gengið í Pharmaco sé núna 34 verður mark-
aðsverð þess hlutar því 179 milljónir - þ.e. ef gengi bréfa í fyrir-
tækinu lækkar ekki - og því mismunur upp á 154 milljónir.
Með þessum kaupréttarsamningi mun Róbert því á næsta
ári hafi hafa keypt bréf í Pharmaco fyrir 75 mifljónir króna sem
að markaðsvirði eru 357 milljónir. Mismunurinn er 282 milljón-
ir króna. í lok ágúst keyptu níu stjórnendur í Pharmaco bréf
fyrir 11 milljónir að nafnverði á genginu 27,7. Þar af var hlutur
Róberts 6,3 milljónir sem að markaðsvirði er núna 214
milljónir.
Fyrir utan þennan kaupréttarsamning hefur Róbert verið
dijúgur við að kaupa bréf á eigin vegum í Delta frá 1999 og
síðan í Pharmaco. í lok ágúst átti hann 26,5 milljónir hluta í
félaginu sem að markaðsverði eru um 901 milljón króna. Nýti
hann sér kaupréttinn á næsta ári verður hlutur hans orðinn
1.081 milljónir króna að markaðasverði og ljóst að eignarhlutur
hans í fyrirtækinu verður yfir 1%.
Róbert hefur keypt bréf á eigin
vegum í Pharmaco. En í gegnum
kaupréttarsamninga mun hann á
næsta ári verða búinn að kaupa
bréf fyrir 81,3 milljónir sem að
markaðsvirði eru 571 mflljónir
króna núna. Mismunurinn er
489,7 milljónir króna. Samtals
mun hann þá eiga orðið tæplega
1,1 mflljarð í Pharmaco.
23