Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 28
FORSÍÐUGREIN
SAGAN Á BÆItVIÐ BROTTHVARF JÓNS
„Seldu allar eigur þínar
Sú lausn að kaupa allar eigur Jóns Ólafssonar hafði verið í
umræðunni í ríflega eitt ár en samkvæmt heimildum
Fijálsrar verslunar kom hún upp á borðið í fyrsta skipti í
fyrrasumar. Jón Ólafsson spurði þá Sigurð G. Guðjónsson, for-
stjóra Norðurljósa, hvað hann ætti að gera og réð Sigurður hon-
um þá að selja allar eigur sínar á íslandi og hætta allri þátttöku
í íslensku atvinnulifi. Jón Ólafsson tók fálega í þessa hugmynd
og fór ekki eftir henni í það sinnið.
Gjaldþrot skipulagt árið 2002 Norðurljós höfðu verið lengi í
Jjárhagsvandræðum. Til marks um það má nefna að Ixigos lög-
fræðistofa var tilbúin með aðgerðaplan í byijun árs 2002, m.a.
aðfararbeiðni gegn Norðurljósum, og hafði gjaldþrot verið
skipulagt mjög nákvæmlega. Eitthvað rofaði til eftir söluna á
Tali fyrir síðustu áramót en þá voru Norðurljós í fyrsta skipti
með allar skuldir sínar í skilum. Þó var ljóst að tapið yrði um 500
milljónir króna á þessu ári. Rekstraráætlun hafði verið gerð fyrir
2003 og framtíðarspá fyrir 2004 og 2005 og var ljóst að félagið
myndi lenda í vanskilum með greiðslur af sambankaláni og
skuldabréfum lífeyrissjóða í júní ef ekki fengist nýtt flármagn
inn í fyrirtækið og næðist að endurskipuleggja lánin. Þetta var
tilkynnt lánadrottnum.
I framhaldi af þessu hvatti Sigurður G. þá félagana Jón Ólafs-
son og Siguijón Sighvatsson til að athuga hvort ekki væri hægt
að selja hluti í Norðurljósum. Með því móti myndu þeir eiga
minnihluta í góðu fyrirtæki. Sigurður mun ekki hafa fengið nein
viðbrögð.
Skuldir Norðurljósa féllu í gjalddaga í maí og júní eins og
búist hafði verið við. Um mitt sl. sumar sýndi Jón Ásgeir Jó-
hannesson áhuga á að tjárfesta í Norðurljósum og sendi tillögu
þar um sem í stórum dráttum gekk út á að greiða Jóni Ólafssyni
það fé sem hann hafði lánað Norðurljósum gegn framsali allra
hluta Inúit í NLC Holding SA, stærsta hluthafa Norðurljósa
samskiptafélags. Fijáls verslun hefur heimildir fyrir því að Sig-
Mikið hefur mætt á Sigurði G. Guðjónssyni, forstjóri Norður-
Ijósa, við að leysa fjárhagsvanda fyrirtækisins og fá inn nýja
hluthafa.
urður hafi sagt Jóni Ólafssyni og Sigurjóni Sighvatssyni frá hug-
myndum Jóns Ásgeirs eftir fundinn sem þeir áttu með stjórn-
endum Kaupþings Búnaðarbanka í júli. Jón hafi tekið fálega
undir mögulega samninga við Jón Ásgeir, talið það uppgjöf af
sinni hálfu. Siguijón mun hinsvegar hafa verið fylgjandi þessari
hugmynd.
„Hvað á 6Q að gera?“ í lok október var ljóst að félagið var
endanlega að sigla í strand enda voru lánardrottnar orðnir óþol-
inmóðir, þar á meðal Sparisjóður vélstjóra sem átti 250 milljónir
hjá Norðurljósum. SPV hafði lofað að bíða fram yfir stjórnar-
fund 4. nóvember með að hefja aðgerðir gegn Norðurljósum, í
von um að raunhæfar tillögur um endurtjármögnun kæmu frá
stjórninni.
Eftir stjórnarfundinn fór Jón Ólafsson að huga að öðrum
lausnum og setti sig þá í samband við Jón Ásgeir og bað hann
að hitta sig. Samkvæmt heimildum Frjálsrar verslunar var jafn-
framt á þessum tíma hart lagt að Jóni að hverfa frá Norður-
ljósum enda talið best fyrir hann, tjölskyldu hans og alla aðila að
hann seldi allar eigur sínar hér á landi.
Veik lagaley Staða í bréfi til stjórnarmanna Norðurljósa rétt
fyrir mánaðamótin október-nóvember benti Sigurður G. Guð-
jónsson á þetta og minnti á að það gæti líka þýtt gjaldfellingu
láns Norðurljósa hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka. Þetta lán var
28