Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Síða 28

Frjáls verslun - 01.10.2003, Síða 28
FORSÍÐUGREIN SAGAN Á BÆItVIÐ BROTTHVARF JÓNS „Seldu allar eigur þínar Sú lausn að kaupa allar eigur Jóns Ólafssonar hafði verið í umræðunni í ríflega eitt ár en samkvæmt heimildum Fijálsrar verslunar kom hún upp á borðið í fyrsta skipti í fyrrasumar. Jón Ólafsson spurði þá Sigurð G. Guðjónsson, for- stjóra Norðurljósa, hvað hann ætti að gera og réð Sigurður hon- um þá að selja allar eigur sínar á íslandi og hætta allri þátttöku í íslensku atvinnulifi. Jón Ólafsson tók fálega í þessa hugmynd og fór ekki eftir henni í það sinnið. Gjaldþrot skipulagt árið 2002 Norðurljós höfðu verið lengi í Jjárhagsvandræðum. Til marks um það má nefna að Ixigos lög- fræðistofa var tilbúin með aðgerðaplan í byijun árs 2002, m.a. aðfararbeiðni gegn Norðurljósum, og hafði gjaldþrot verið skipulagt mjög nákvæmlega. Eitthvað rofaði til eftir söluna á Tali fyrir síðustu áramót en þá voru Norðurljós í fyrsta skipti með allar skuldir sínar í skilum. Þó var ljóst að tapið yrði um 500 milljónir króna á þessu ári. Rekstraráætlun hafði verið gerð fyrir 2003 og framtíðarspá fyrir 2004 og 2005 og var ljóst að félagið myndi lenda í vanskilum með greiðslur af sambankaláni og skuldabréfum lífeyrissjóða í júní ef ekki fengist nýtt flármagn inn í fyrirtækið og næðist að endurskipuleggja lánin. Þetta var tilkynnt lánadrottnum. I framhaldi af þessu hvatti Sigurður G. þá félagana Jón Ólafs- son og Siguijón Sighvatsson til að athuga hvort ekki væri hægt að selja hluti í Norðurljósum. Með því móti myndu þeir eiga minnihluta í góðu fyrirtæki. Sigurður mun ekki hafa fengið nein viðbrögð. Skuldir Norðurljósa féllu í gjalddaga í maí og júní eins og búist hafði verið við. Um mitt sl. sumar sýndi Jón Ásgeir Jó- hannesson áhuga á að tjárfesta í Norðurljósum og sendi tillögu þar um sem í stórum dráttum gekk út á að greiða Jóni Ólafssyni það fé sem hann hafði lánað Norðurljósum gegn framsali allra hluta Inúit í NLC Holding SA, stærsta hluthafa Norðurljósa samskiptafélags. Fijáls verslun hefur heimildir fyrir því að Sig- Mikið hefur mætt á Sigurði G. Guðjónssyni, forstjóri Norður- Ijósa, við að leysa fjárhagsvanda fyrirtækisins og fá inn nýja hluthafa. urður hafi sagt Jóni Ólafssyni og Sigurjóni Sighvatssyni frá hug- myndum Jóns Ásgeirs eftir fundinn sem þeir áttu með stjórn- endum Kaupþings Búnaðarbanka í júli. Jón hafi tekið fálega undir mögulega samninga við Jón Ásgeir, talið það uppgjöf af sinni hálfu. Siguijón mun hinsvegar hafa verið fylgjandi þessari hugmynd. „Hvað á 6Q að gera?“ í lok október var ljóst að félagið var endanlega að sigla í strand enda voru lánardrottnar orðnir óþol- inmóðir, þar á meðal Sparisjóður vélstjóra sem átti 250 milljónir hjá Norðurljósum. SPV hafði lofað að bíða fram yfir stjórnar- fund 4. nóvember með að hefja aðgerðir gegn Norðurljósum, í von um að raunhæfar tillögur um endurtjármögnun kæmu frá stjórninni. Eftir stjórnarfundinn fór Jón Ólafsson að huga að öðrum lausnum og setti sig þá í samband við Jón Ásgeir og bað hann að hitta sig. Samkvæmt heimildum Frjálsrar verslunar var jafn- framt á þessum tíma hart lagt að Jóni að hverfa frá Norður- ljósum enda talið best fyrir hann, tjölskyldu hans og alla aðila að hann seldi allar eigur sínar hér á landi. Veik lagaley Staða í bréfi til stjórnarmanna Norðurljósa rétt fyrir mánaðamótin október-nóvember benti Sigurður G. Guð- jónsson á þetta og minnti á að það gæti líka þýtt gjaldfellingu láns Norðurljósa hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka. Þetta lán var 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.