Frjáls verslun - 01.10.2003, Qupperneq 35
Veltan á
matvöru-
markaði
tækin haít náið samstarf sín á milli og eiga sarnan innkaupa-
og ávaxtadreifingarfyrirtaekið Búr. Viðskiptin gengu hratt
fyrir sig og var nauðsynlegt að halda þeim leyndum fram á
síðustu stundu, að mati Áskaupsmanna, þar sem ýmsir höfðu
verið að „þefa“ af Kaupási.
Þegar hér var komið sögu átti Landsbankinn 20% hlut og for-
kaupsrétt á hlutabréfum Framtaks í Kaupási. Eignarhluti Fram-
taks var 53,4%. Vitað var um forkaupsrétt Landsbankans. Aðila
greinir á um hvernig staðið var að tilkynningum og hvernig
framhaldið varð. Landsbankamenn telja sig hafa frétt af sölunni
nánast um leið og hún birtist í fjölmiðlum og í framhaldi af því
hafi bankinn fengið formlega vitneskju um að Áskaup hf., fjár-
festingafélag undir forystu Ingimars Jónssonar, þáverandi for-
Veltan á matvörumarkaði er talin nema 53-55
milljörðum króna eftir því hvað er tekið með í
reikninginn. Mismunandi er hvernig menn áætla
skiptingu markaðarins eftir því við hvern er talað og
hvað er tekið með í reikninginn. Sumir telja að
Hagar hafi um 51% markaðshlutdeild yfir landið,
Kaupás 22%, Samkaup 16%, aðrir (Europris, Þín
verslun, Sparverslun o.fl.) 7% og Fjarðarkaup 4%.
Aðrir áætla að Hagar hafi um 25 milljarða króna í
veltu eða 47,5% í markaðshlutdeild, Kaupás 12,5
milljarða eða 23,8%, Samkaup 9 milljarða eða 17,1%,
Fjarðarkaup 2 milljarða eða 3,8% og aðrir 4 milljarða
í veltu, eða 7,5% markaðshlutdeild.
Þegar rætt er um skiptinguna á höfuðborgar-
svæðinu þá er ljóst að kaupmenn telja Haga (65-70%)
og Kaupás (25%) hafa yfirburðastöðu í Reykjavík,
svo mjög að aðrir komist varla á blað. Þegar höfuð-
borgarsvæðið sé skoðað þá dragi úr þessu enda
komi þá inn verslanir sem eru sterkar á ákveðnum
svæðum, t.d. Fjarðarkaup sem hafi vafalaust um 40%
markaðshlutdeild í Hafnarfirði. FV