Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 36
MATVÖRUMARKAÐURINN
stjóra Kaupáss, hefði keypt hlutinn af Framtaki. Ekki hafi verið
haft samráð við bankann, né sala á hans hlut í félaginu tryggð
eins og oft tíðkast og þykir kannski eðlilegast í málum af þessu
tagi. Bankinn hafi þvi ákveðið að nýta sér forkaupsrétt sinn og
ganga inn í samninginn við Framtak.
Tveir með áhuya Stjórnendur Landsbankans vissu að tvö
félög að minnsta kosti, Áskaup og Norvik, hefðu áhuga á kaup-
unum og þvi væri sennilega fyrir hendi vilji til að greiða hærra
verð fyrir félagið en samningur Áskaupa og Framtaks kvað á
um. Þeir vissu sem var að Kaupás félli vel að öðrum rekstri og
búast mætti við að Áskaup og S-hópurinn hefðu áhuga á að sam-
eina félagið rekstri Samkaupa og að Norvik hefði áhuga á að
fella rekstur matvörukeðju að sinni umfangsmiklu smásölu-
verslun með byggingavörur og raftæki. Landsbankinn ákvað
því að láta reyna á þetta með þvi að ganga inn í samninginn við
Framtak og gefa síðan forystumönnum beggja félaganna,
Áskaupa og Norvikur, tækifæri til að leggja fram viðskiptahug-
myndir í tengslum við kaup á eignarhlutanum í heild því að
þarna var bankinn kominn með myndarlegan hlut sem hann
gat selt áfram án forkaupsréttar eða fyrirvara.
Viðskiptahugmyndir Áskaupa og Norvikur bárust mánu-
dagsmorguninn 13. október. Á grundvelli þeirra var ákveðið
að semja við Norvik enda talið innan bankans að þar væri um
verðmætari heildarsamning að ræða, verðhugmyndirnar
svipaðar en líklegt að bankinn fengi aukin verkefni í fram-
haldi af sölu til Norvikur. Viðskiptin með Kaupás eru trúnað-
armál en Frjáls verslun áætlar að heildarkaupverð sé á bilinu
3,5-4 milljarðar króna. „Við töldum að Kaupás gæti verið
áhugaverður kostur, það gæti verið áhugavert að taka þetta
félag í fóstur og gefa því trausta eignaraðild sem og langtíma-
markmið. Það er það sem hefur vantað í þetta félag um
skeið," segir Jón Helgi Guðmundsson.
Með harðfylgi að málinu aftur Fulltrúar Áskaupa hafa hins-
vegar aðra sögu að segja. Sigurbjörn Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá VÍS sem vann að kaupunum fyrir hönd
Áskaupa, segir að gengið hafi verið frá viðskiptunum á miðnætti
og Landsbankanum tilkynnt um þau strax klukkan átta morg-
uninn eftír. Fundur hafi síðan verið haldinn með hankanum
sama dag. Á þeim fundi hafi Áskaup lýst yfir áhuga á samstarfi
við bankann um framhald málsins. Landsbankamenn hafi sagst
ánægðir með að kominn væri kjölfestuijárfestír í félagið en
nefnt að þeir hafi viljað sjá útgönguleið fyrir bankann á ein-
hverjum tíma. Þeir hafi því beðið um nokkurra daga frest til að
hugsa sinn gang.
Eigendaskipti hafa orðið í Kaupási.
Jón Helgi Guðmundsson hefur keypt
félagið í gegnum félag sitt, IMorvik.
Jón Helgi og Bykó
Jón Helgi Guðmundsson er stjórnarformaður Norvikur
sem er ijölskyldufyrirtæki í eigu hans sjálfs, félags í hans
eigu og móður hans, Önnu Bjarnadóttur. Jón Helgi er við-
skiptafræðingur og hefur starfað hjá Bykó frá 1972, þar af
hefur hann verið forstjóri í um 20 ár. Fyrirtækið hefur verið
rekið með hagnaði frá upphaii. Jón Helgi er mjög virtur í
íslensku viðskiptalífi
og er og hefur víða
verið virkur, situr m.a.
í bankaráði Búnaðar-
bankans og stjórn
PharmaNor.
Norvik veltir nú
um 10-11 milljörðum
króna en velta Kaupáss er um 14 milljarðar. Undir samstæðu
Bykó eru sex byggingavöruverslanir og vöruhús, timbur-
verksmiðjan Byko-Lat í Lettlandi, söluskrifstofan Byko-UK í
Bretlandi, raftækjaverslunin Elkó, fasteignafélagið Smára-
garðar og ullarútflutningsfyrirtækið Axent. Starfsmenn
Bykó, Elkó og Byko-Lat eru 1.000. 33
36