Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 36

Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 36
MATVÖRUMARKAÐURINN stjóra Kaupáss, hefði keypt hlutinn af Framtaki. Ekki hafi verið haft samráð við bankann, né sala á hans hlut í félaginu tryggð eins og oft tíðkast og þykir kannski eðlilegast í málum af þessu tagi. Bankinn hafi þvi ákveðið að nýta sér forkaupsrétt sinn og ganga inn í samninginn við Framtak. Tveir með áhuya Stjórnendur Landsbankans vissu að tvö félög að minnsta kosti, Áskaup og Norvik, hefðu áhuga á kaup- unum og þvi væri sennilega fyrir hendi vilji til að greiða hærra verð fyrir félagið en samningur Áskaupa og Framtaks kvað á um. Þeir vissu sem var að Kaupás félli vel að öðrum rekstri og búast mætti við að Áskaup og S-hópurinn hefðu áhuga á að sam- eina félagið rekstri Samkaupa og að Norvik hefði áhuga á að fella rekstur matvörukeðju að sinni umfangsmiklu smásölu- verslun með byggingavörur og raftæki. Landsbankinn ákvað því að láta reyna á þetta með þvi að ganga inn í samninginn við Framtak og gefa síðan forystumönnum beggja félaganna, Áskaupa og Norvikur, tækifæri til að leggja fram viðskiptahug- myndir í tengslum við kaup á eignarhlutanum í heild því að þarna var bankinn kominn með myndarlegan hlut sem hann gat selt áfram án forkaupsréttar eða fyrirvara. Viðskiptahugmyndir Áskaupa og Norvikur bárust mánu- dagsmorguninn 13. október. Á grundvelli þeirra var ákveðið að semja við Norvik enda talið innan bankans að þar væri um verðmætari heildarsamning að ræða, verðhugmyndirnar svipaðar en líklegt að bankinn fengi aukin verkefni í fram- haldi af sölu til Norvikur. Viðskiptin með Kaupás eru trúnað- armál en Frjáls verslun áætlar að heildarkaupverð sé á bilinu 3,5-4 milljarðar króna. „Við töldum að Kaupás gæti verið áhugaverður kostur, það gæti verið áhugavert að taka þetta félag í fóstur og gefa því trausta eignaraðild sem og langtíma- markmið. Það er það sem hefur vantað í þetta félag um skeið," segir Jón Helgi Guðmundsson. Með harðfylgi að málinu aftur Fulltrúar Áskaupa hafa hins- vegar aðra sögu að segja. Sigurbjörn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá VÍS sem vann að kaupunum fyrir hönd Áskaupa, segir að gengið hafi verið frá viðskiptunum á miðnætti og Landsbankanum tilkynnt um þau strax klukkan átta morg- uninn eftír. Fundur hafi síðan verið haldinn með hankanum sama dag. Á þeim fundi hafi Áskaup lýst yfir áhuga á samstarfi við bankann um framhald málsins. Landsbankamenn hafi sagst ánægðir með að kominn væri kjölfestuijárfestír í félagið en nefnt að þeir hafi viljað sjá útgönguleið fyrir bankann á ein- hverjum tíma. Þeir hafi því beðið um nokkurra daga frest til að hugsa sinn gang. Eigendaskipti hafa orðið í Kaupási. Jón Helgi Guðmundsson hefur keypt félagið í gegnum félag sitt, IMorvik. Jón Helgi og Bykó Jón Helgi Guðmundsson er stjórnarformaður Norvikur sem er ijölskyldufyrirtæki í eigu hans sjálfs, félags í hans eigu og móður hans, Önnu Bjarnadóttur. Jón Helgi er við- skiptafræðingur og hefur starfað hjá Bykó frá 1972, þar af hefur hann verið forstjóri í um 20 ár. Fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði frá upphaii. Jón Helgi er mjög virtur í íslensku viðskiptalífi og er og hefur víða verið virkur, situr m.a. í bankaráði Búnaðar- bankans og stjórn PharmaNor. Norvik veltir nú um 10-11 milljörðum króna en velta Kaupáss er um 14 milljarðar. Undir samstæðu Bykó eru sex byggingavöruverslanir og vöruhús, timbur- verksmiðjan Byko-Lat í Lettlandi, söluskrifstofan Byko-UK í Bretlandi, raftækjaverslunin Elkó, fasteignafélagið Smára- garðar og ullarútflutningsfyrirtækið Axent. Starfsmenn Bykó, Elkó og Byko-Lat eru 1.000. 33 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.