Frjáls verslun - 01.10.2003, Blaðsíða 45
Fyrirtækjatengsl VÍS. Frá vinstri: Ólafur Ingimarsson, Óskar Kristjánsson, Guðmundur Albertsson, Agnar Óskarsson og
Auður Sigurðardóttir.
Þjónustufulltrúi til að annast faglega þjónustu og samskipti við fyrirtæki
sem tryggja hjá VÍS. Hver þjónustufulltrúi er sérfræðingur á sínu sviði.
„Þjónustufulltrúum er ætlað að kynnast fyrirtækjunum „sínum" vel
og veita þeim alla almenna tryggingaþjónustu. Þeir greina og takast á
við sérhæfða tryggingaþörf viðskiptavina, oft með aðstoð sérfræðinga
okkar í ákveðnum greinum trygginga. Ef viðskiptavinir vilja tryggja sig
gagnvart einhverri vá, sem tryggingar okkar ná ekki yfir, getum við nær
undantekningalaust útvegað slíka vátryggingavernd hjá erlendum sam-
starfsaðilum VfS."
Þjónustufulltrúar VÍS vinna náið með forsvarsmönnum eða öðrum
tengiliðum fyrirtækja. Agnar bætir við að áhersla sé lögð á að hafa alla
hjónustu é einum stað. „Þjónusta og sam-
skipti eru á einni hendi. Haldnir eru reglulegir
fundir með fyrirtækjum um vátryggingaþörfina
til þess að hún sé við hæfi hverju sinni. Þetta
er afar mikilvægt enda getur rekstur fyrir-
tækja breyst umtalsvert á skömmum tfma."
Ekki gleyma starfsfólkinu!
Mikilvægur þáttur ( góðum rekstri fyrirtækis
er að tryggja sómasamlega eigur þess og
rekstur. Starfsfólkið má þá ekki gleymast að
svo miklu leyti sem unnt er að tryggja
æannauðinn. Eitt einasta óhapp getur haft
veruleg áhrif á reksturinn og nauðsynlegt er
því að hafa ákveðnar grunntryggingar sem ná
yfir helstu áhættuþætti.
Grunntryggingum í hefðbundnum fyrirtækjarekstri má skipta í
þrjá flokka: eignatryggingar, slysatryggingar og ábyrgðartryggingar.
Helstu eignatryggingar eru brunatrygging, vatnstjónstrygging og
innbrotatrygging og þær taka bæði til húseigna og lausafjár.
Rekstrarstöðvunartrygging telst til eignatrygginga. Slík vernd hefur
oft komið í veg fyrir alvarlegt og afdrifaríkt tekjutap ef rekstur
stöðvast tímabundið. Slysatrygging bætir launamönnum tjón
slasist þeir í vinnu.
Ábyrgð atvinnurekenda vegna athafna eða athafnaleysis eykst
stöðugt og dómstólar gera strangari kröfur í þeim efnum. Unnt er
að fá ábyrgðartryggingu sem bætir þriðja aðila tjón ef fyrirtæki eða
rekstraraðili er skaðabótaskyldur. VÍS býður
margs konar ábyrgðartryggingar sem hæfa
mismunandi þörfum viðskiptavinanna.
Vernd fyrir stjórnendur
Ótalin er sú mikla ábyrgð sem hvílir á stjórn-
endum fyrirtækja, ekki síst þeim sem stjórna
hlutafélögum. Þeir bera ótakmarkaða per-
sónulega ábyrgð gagnvart félaginu og hlut-
höfum þess. Agnar Óskarsson segir að svarið
sé ábyrgðartrygging stjórnenda hjá VÍS.
„Ábyrgðartryggingar stjórnenda verða
sífellt algengari hérlendis og víða erlendis
setja menn það sem skilyrði við ráðningu
yfirmanns að slík tryggingavernd sé fyrir
hendi.“S!j
w
Ármúla 3
108 Reykjavík
Sími: 560 5060
Fax: 560 5108
upplysingar@vis.is
45