Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 48

Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 48
Karlis Birums framleiðslustjóri og Valts Kurpnieks framkvæmdastjóri Byko-Lat. Skrifstofan í Rigu er a 4. hæð í þessu húsi. iðnfyrirtæki. Einn skálinn tekur við af öðrum þar sem menn og vélar breyta tijástofnum í ýmiss konar timburvöru. Allt frá grófu mótatimbri, í grindverk, gólfefni, upp í hurðir og glugga. I ársbyijun unnu hér um 200 manns en núna er fjöldinn rétt um 300 og ekki öll sagan sögð. Byko-Lat Stofnað fyrir 10 árum Þegar Jón Helgi Guðmunds- son stofnaði Byko-Lat fyrir réttum 10 árum var fyrirtækið fyrst og fremst hugsað til þess að sjá um innkaup og útflutning á timbri. Við hrun Sovétríkjanna sköpuðust vandamál á ýmsum sviðum, ekki bara fyrir þá sem bjuggu í Rússlandi og hinum Sovétlýðveldunum heldur líka neytendur víða um heim. Aður byggðust viðskiptin fyrst og fremst á sambandi við stjórnvöld en nú vantaði „kerfið". Jafnvel þó að flestir séu sammála því að farið hafi fé betra, þá virkaði sovétkerfið þó með sínum hætti, en við tók alger ringulreið. Þess vegna skipti miklu fyrir þá sem ætluðu að halda áfram viðskiptum við þetta svæði að koma sér upp nýjum samböndum, nýjum strúktúr. I upphafi var Byko-Lat bara pínulítið fyrirtæki í Lettlandi, sem engum hefði dottið í hug að væri frásagnarvert nema fyrir það eitt að það var á svæði sem Islendingar höfðu ekki haft atvinnurekstur á áður. Mjór er mikils vísir En mjór er mikils vísir og árið 1995 keypti Byko-Lat bóndabæ um 100 kílómetra frá Rígu, höfuðborg Lettlands, skammt frá borginni Valmiera. Og þar er búið að breyta kúabúinu í stóreflis verksmiðju. Byko-Lat er með skrifstofu í Rígu og þar ræður ríkjum framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Valts Kurpnieks. Valts segist hafa verið hjá fyrirtækinu í níu ár en er þó ekki nema hálffertugur. Skrifstofan er á flórðu hæð í húsi aðeins fyrir utan miðbæinn. Það eru engir íslend- ingar sem vinna hjá fyrirtækinu í Lettlandi, en það leynir sér ekki að maður er kominn inn í íslenskt fyrirtæki. Plaköt af málverkum íslenskra meistara og með íslensku landslagi prýða veggina og í fundaherberginu er lítill íslenskur fáni. Valts segir frá því að það sé ýmislegt sem geri Lettland að hentugri miðstöð fyrir timburframleiðslu. Þó að landið sé mikið skógframleiðsluland þá skiptir nálægðin við Rússland ekki minna máli. Það háir útflutningi frá löndum við Eystrasalt hve oft hafnir leggur á vetrum, en sjóleiðir frá Lettlandi eru nánast alltaf opnar. Þar að auki segir Valts að fjárhagsstaðan sé almennt betri í Lettlandi en hinum Eystrasaltslöndunum. En auðvitað hefur það líka sitt að segja að laun eru lægri á þessu svæði en á Vesturlöndum, þó að menntun almennt sé mjög góð. „Okkar starfsmenn fá líklega að jafnaði 4-500 evrur á mánuði en það er um 100 evrum betra en laun almennt.“ Veltan um 1,6 milljarðar króna Valts er ekki spar á upplýs- ingar og lætur líka í té tvö vélrituð blöð með upplýsingum um fyrir- tækið, en tekur jafnframt fram að upplýsingarnar séu frá því í febrúar 2003 þannig að ýmislegt sé orðið úrelt. Til dæmis séu starfs- menn hjá fyrirtækinu ekki 200 eins og standi á blaðinu heldur sé fjöldinn nær 300 núna. Þetta er ekki sagt af neinum hroka heldur eins og í framhjáhlaupi. A blaðinu stendur að í árslok 2001 hafi fyrir- tækið verið nálægt 200. stærsta fýrirtæki í Lettlandi, en það er Það kemur í ljós að Jón Helgi hefur ekki látið við það eitt sitja að byggja upp 25 hektara á gamla ; samyrkjubúinu. I september síðast- liðnum keypti hann verksmiðjuna CED í borginni Cesis. 48
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.