Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.10.2003, Qupperneq 50
því að ég þekki Eirík vel frá þlautu barnsbeini finn ég að ég hækka heldur í áliti. Timburhlaðai'nir eru svo háir að grunur læðist að manni að fyrst og fremst sé verið að framleiða fyrir lagerinn. En Karlis svarar: „Nei, þetta eru ekki nema mánaðar birgðir. Þær mega ekki minni vera.“ Eftir að hafa þrammað um svæðið í einn og hálfan tíma setjumst við inn í kaffistofu og þai' er dregið fram mynda- albúm að sveitasið. Þar sést uppbyggingin frá því að þarna var ekkert nema sovésk tjós. Þarna hafa komið ýmsir gestir, meðal annars bæði forsetinn og forsætisráðherrann frá Islandi. Samt finnst þeim mest gaman að sýna frá því þegar plantað var þarrtrjám á stóru svæði framan við verksmiðjuna. Jón Helgi og konan hans komu bæði til þess að vinna að gróðursetningunni með starfs- mönnum. Þetta var skemmtilegt. Við ætlum að hafa jólatré handa öllum starfsmönnum eftir nokkur ár.“ Það er greinilegt að þeim félögum finnst gaman í vinnunni og þeir segja að Byko-Lat sé eftirsóttur og vinsæll vinnustaður. Timburfyrirtækið CED Nú hefur nýr maður bæst í hópinn. Kynntur er Alvis Septe, ijármálasijóri CED. Smám sarnan er hulunni svipt af þessu fyrirtæki. I september ákvað Bykó að færa út kvíarnar í Lettlandi enn meira en orðið var. A fyrri hluta yfirstandandi árs fréttist að timburfyrirtækið CED væri til sölu. CED er í borginni Cesis, um 30 kílómetra frá Byko-Lat verk- smiðjunni og er svolítið annars konar, þó að bæði fyrirtækin séu í timbri. CED framleiðir lika timbur til húsasmíða, nema hvað húsin eru talsvert minni, sem sé fyrir fugla. Reyndar er það villandi að segja að CED sé fuglahúsaverksmiðja, því að framleiðslan er ijölbreyttari, en almennt má segja að fram- leiðslan þar sé nær fullunninni vöru. Þegar ekið er að skrif- stofubyggingu CED fær maður það á tilfinninguna að hér sé komið að nútímalegra fyrirtæki en Byko-Lat, en sú tilfinning hverfur þegar maður gengur um verksmiðjusvæðið. Hjá CED starfa álíka margir og hjá Bykó-Lat, en veltan er ekki nema um ijórðungur af því sem þar er. Skýringin er sú að framleiðslan er miklu mannfrekari. Það er að ýmsu að hyggja í fuglahúsum, málningu, leiðbeiningum, skrúfum og umbúðum svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Vélarnar eru ekki jafnfínar eins og í Byko-Lat, enda öðru hverju sagt frá þvi að þær séu rússn- eskar. Það vekur athygli að vörur eru merktar FSC og í ljós kemur að slíkt þykir gæðastimpill. Það þýðir að timbrið er aðeins tekið úr skógum þar sem viðurkennt er að jafnhratt er byggt upp og höggvið niður. „Það eru margir Bretar sem líta ekki við öðru.“ Það vekur athygli að hér eru konur í mörgum störfum, en þær voru örfáar í Byko-Lat verksmiðjunni. Þeir vildu meina að verkin þar væru of erfið fyrir konur, en ekki var að sjá annað en þær ynnu ýmis erfið verk í CED. Alvis sagði að þetta væri vinsæll vinnu- staður. Hann hefði nýlega auglýst eftir 10 starfsmönnum og fengið 60 umsóknir. Tilkoma Byko; nýtt lif fyrir CED Eftir yfir ferð hittum við framkvæmdastjórann, Janis Herbsts, og fáum okkur kaffi. Janis er ánægður með að kominn sé nýr eigandi. Hann var sjálfur í hópi upprunalegra eig- enda og sagði að þeir hefðu þurft að greiða tvisvar fyrir landið. Fyrst sovéska hernum, en þarna var áður herstöð, og svo lettneska ríkinu sem sagði að Rússar hefðu aldrei verið löglegir eigendur landsins. CED var áður í eigu nokkurra aðila, meðal annars Þjóðveija sem Janis segir að gott hafi verið að losna við. Þeir hafi haft meiri áhuga á því að græða sjálfir frernur en fyrirtækið byggðist upp. Tilkoma Bykó væri nýtt lif fyrir fýrirtækið. CED er bara tíu ára gamalt fyrirtæki en Janis sagði að í upphafi hafi það verið svo illa Ijármagnað að ekki hafi verið um annað að ræða en að sækja vélar til Rússlands. „Við áttum ekki fyrir öðru.“ Hann segir margt gott við aðkomu Bykó. Þó að verk- smiðjurnar verði ekki sameinaðar megi samnýta margt, þannig að hráefnið nýtist betur og innkaup verði hagkvæmari. Haldið verði áfram að framleiða þær vörur sem fyrir voru, en jafnframt unnið að vöruþróun. Bykó hafi lofað að setja nýtt fjár- magn til Ijárfestinga. Fyrirtækið hefur ekki gengið nægilega vel undanfarin ár, en Janis segist sannfærður um að það breytist með nýjum eiganda. Spyrill skýtur því að hvort það trufli þá ekkert hvað Jón Helgi sé umsvifamikill í tjárfestingum í heimalandi sínu og upp- tekinn maður. Þeir segja það ekki hafa komið neitt að sök, en höfðu greinilega ekkert heyrt af því að Kaupás hefði bæst í safn tjárfestínga Jóns og fannst mikið tíl koma. FuglahÚSÍn fljúga Út Framleiðslan fer mest til Bretlands, tæpur helmingur, en þeir kaupa fuglahúsin. Næst kemur Japan með um 30% en þangað fer minna unnin vara. Danir koma svo í þriðja sæti með urn 10% en þeir kaupa bæði köggla til eldiviðar og timbur til húsgagnagerðar. Það er heldur enginn vandi í markaðsstarfinu hér, þeir segjast ekki anna nýjum viðskipta- vinum. Aðaláhyggjuefnið er ekki sölutregða heldur miklar sveiflur á gjaldeyrismarkaði og hátt gengi Latsins, sem er gjald- miðill þeirra Letta. Vandamálin virðast kunnugleg. Þeir CED menn segja að ekki standi til að breyta nafninu, þeir verði bara hluti af Bykó-samstæðunni. Það verði fyrir- tækinu til góðs. Það muni leggja vöruþróun sem sé í höndum „meistarans“ en það er eitt af fáum orðum sem er eins í lettnesku og íslensku. Fuglahúsamarkaðurinn breiðist út til fleiri landa. Fyrirtækið muni sérhæfa sig í vinnuaflsfrekri vinnslu. Hér er engan bilbug á mönnum að finna. Það er ekki hægt annað en fyllast stolti yfir framtaki Jóns Helga í Lettlandi. Hann er ekki bara búinn að byggja upp starfsemi með nálægt 600 starfsmönnum. Hann er með arðbæra starfsemi og 600 ánægða starfsmenn. Og það er mikið afrek.SH Allt í einu kemur fiutningabíll á móti okkur, hlaðinn timbri, merktur Byko. „Við semjum við verktaka um flutn- ingana. Það er miklu hagstæðara. ,Jón Helgi og konan hans komu bæði til þess að vinna að gróðursetningunni með starfsmönnum. Þetta var skemmti- legt. Við ætlum að hafa jólatré handa öllum starfsmönnum eftír nokkur ár.“ 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.