Frjáls verslun - 01.10.2003, Qupperneq 52
HLUTABRÉF OG EIGNASTÝRING
Warren Buffett og hans
framúrskarandi árangur
Hvernig á að velja hlutabréf, ávaxta peninga og byggja upp eignir? Fjallað er um þetta í bók
Islandsbanka, Hlutabréf & eignastýring, sem nýlega kom út. Frjáls verslun birtir hér úr
kafla um bandaríska fjárfestinn Warren Buffett og framúrskarandi árangur hans.
Warren Buffett er einn kunnasti
i]árfestir veraldar, sá sem hefur
efnast best allra af viðskiptum
með hlutabréf. Buffett telur að verðið
þurfi ekki að vera það allra lægsta til að
hlutur sé keyptur í fyrirtæki. Það þurfi
hins vegar að vera lægra en maður telji
svara til verðmætis hlutarins og stjórn-
endur fyrirtækisins þurfi að vera heiðar-
legir og hæfir. Örugg leið til að ávaxta pen-
ingana vel sé að kaupa hluti í nokkrum
slíkum fyrirtækjum fyrir minna en sem
nemur raunverulegu verðmæti þeirra að
því tilskildu að fullt traust sé borið til
stjórnenda fyrirtækjanna. Warren Buffett
er án efa þekktastur núlifandi ijárfesta
sem kenna sig við virðisfjárfestaskólann.
Árangur Buffetts við fjárfestingu í hluta-
bréfum á nærri fimmtíu ára ferli hans á sér
líklega ekki hliðstæður.
EIGNASTÝRING
>
’-A
Á meðal stærstu eigna Berkshire
Hathaway um mitt árið 2003 eru Amer-
ican Express (11% hlutur), Coca-Cola (8%
hlutur), Gillette (9% hlutur), H&R Block
(9% hlutur), Moody’s Corporation (15%
hlutur), Washington Post Co. (18%
hlutur) ogWells Fargo & Co. (3%hlutur).
Virðisfjárfestingin hefur þróast
mikið frá kenningum Grahams og
Dodds í höndum lærisveina þeirra til
upphafs 21. aldarinnar. Árið 1997 kom
út bókin Buffettology eftir Mary
Buffett, fv. tengdadóttur hans. Við ritun
bókarinnar naut hún aðstoðar Davids
Fjallað er um Warren Buffett í bókinni
„Hlutabréf & eignastýring - Að velja
hiutabréf og byggja upp eignir" sem
íslandsbanki hefur gefið út.
Warren Buffett
Warren Buffett er einn kunnasti fjárfestir veraldar, sá sem
hefur efnast best allra af viðskiptum með hlutabréf. Hann er
án efa þekktastur núlifandi fjárfesta sem kenna sig við virðis-
fjárfestaskólann. Hann lauk prófi frá háskólanum í Nebraska
árið 1950 og sótti þá um að komast í nám til meistaraprófs í
Harvard og Columbia háskólunum. Harvard hafnaði honum
en Columbia sagði já og þannig varð Warren Buffett nemandi
Benjamins Grahams.
Árangur Buffetts við fjárfestingu í hlutabréfum á nærri
fimmtíu ára ferli hans á sér líklega ekki hliðstæður en hann er
líka kunnur fyrir kímnigáfuna og hnyttin tilsvör. Bréf stjórnar-
formanns í ársskýrslu Berkshire Hathaway eru eftirminnileg
og fróðlegri en flest annað fyrir fjárfesta með áhuga á hluta-
bréfum. Áður en Buffett keypti Berkshire Hathaway rak hann
Buffett Partnership á árunum 1956 til 1968 sem fáeinir kunn-
ingjar hans höfðu lagt peninga í. Árið 1969 taldi Buffett að öll
hlutabréf væru á of háu verði og þá lokaði hann félaginu.
Eignir kunningja hans höfðu þá þrítugfaldast frá upphafi
starfseminnar tólf eða þrettán árum áður.
Berkshire Hathaway hafði verið á meðal eigna Buffett
Partnership frá árinu 1965 en starfsemi þess var þá í vefnaði.
Buffett keypti sjálfur hlutina í Berkshire af Buffett Partnership
er síðarnefnda félagið var leyst upp árið 1969. Ef litið er á ár-
angur Buffetts fyrir allt tímabilið frá 1956 til 1999 eða 43 ár
sést að hann náði árlegri ávöxtun upp á 25,09% en það er nóg
til að hækka eitt þúsund dollara í 19 milljónir dollara. Sam-
bærileg hækkun S&P500 vísitölunnar í Bandaríkjunum á
sama tíma var 11,2% á ári.SH