Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 54
Úrvalsvísitalan hefur hækkað jafnt og þétt, eins og sjá má
en þó ekki jafn mikið og gengi Pharmaco.
j| h-'SIHL i
i
VERÐBRÉFAMARKfiÐUR
Leiðin liggur upp á við
Úrvalsvísitalan hefur legið upp á við sl. tvö ár og ráða nú orðið einkum fjögur fyrirtæki
þróuninni, Pharmaco og bankarnir. Gengi Pharmaco hefur hækkað um 280% - sem er
frábær árangur - og staðan hefur breyst hjá íslenskri erfðagreiningu.
Samantekt: Guðrún Helga Sigurðardóttir
Urvalsvísitalan hefur haldið sínu stritó stöðugt upp á við
síðustu tvö árin, farið úr innan við 1.100 fyrir tveimur
árum, þegar markaðurinn var í mitólli lægð, í 2028,5
skömmu áður en Frjáls verslun fór í prentun. Mitóar afskrán-
ingar hafa átt sér stað á markaðnum að undanförnu þannig að
félögunum á markaðnum hefur fækkað en þau sem eftír standa
hafa stækkað. Meginmunurinn nú eða fyrir tveimur árum er sá
að bilið milli félaga hefur breikkað og það eru færri félög sem
stjórna þróun vísitölunnar. í dag eru þetta bankarnir og
Pharmaco sem ráða þróuninni og skýrir það að langmestu leytí
þróunina á þessu ári þar sem úrvalsvísitalan hefur hækkað
mitóð. Upplýsingagjöf skráðra fyrirtækja hefur autóst til muna
og er það af hinu góða fyrir markaðinn. Markaðurinn er orðinn
stólvirkari og bregst betur við fréttum. Ef félög eru ekki að
standast áætlanir er markaðurinn fljótari að refsa félögum en
áður. Og öfugt.
Hækkun unt 280% Gengi Pharmaco hefur hækkað mjög
mitóð á síðustu misserum. Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi
hefur úrvalsvísitalan hækkað um 87% á tveimur árum en gengi
Pharmaco um 280% þannig að það hefur næstum þvi Ijórfaldast
á tveimur árum. Þetta er frábær árangur. Aðeins eitt félag hefur
hækkað meira á þessu tiltekna timabili. Bréf í Flugleiðum
hækkuðu um 334,7% en gengið var mjög lágt í upphafi tíma-
bilsins. Ef aðeins undanfarið ár væri tetóð hefðu bréf í
Pharmaco hækkað langsamlega mest. Pharmaco hefur sett sér
54