Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Síða 56

Frjáls verslun - 01.10.2003, Síða 56
LÍFEYRISSJÓÐIR Meira fé í baukinn íslendingar áttu 59 milljarða í viðbótarlífeyrissparnaði um síöustu áramót. Alls námu iðgjöld í séreignasjóðina um 14 milljörðum á síðasta ári. Fyrir Alþingi liggur núna frumvarp um að mótframlag ríkisins verði lagt niður um næstu áramót. Texti: Isak Örn Sigurðsson Myndir: Geir Ólafsson Islendingar hafa tekið vel við sér í viðbótarlífeyrissparnaði. Þeir áttu í séreignalífeyrissjóðum um 59 milljarða króna í lok síðasta árs. Til marks um vinsældir þessa sparnaðar- forms þá námu iðgjöld í séreignasjóðina um 14,2 milljörðum króna á síðasta ári, en höfðu árið áður numið 9,7 milljörðum króna. Þessi aukning á milli ára upp á 4,5 milljarða segir allt sem segja þarf. Af þessum 14,2 milljörðum króna fóru 6,2 milljarðar til líf- eyrissjóða sem starfað hafa sem séreignalífeyrissjóðir, 2,3 milljarðar fóru til séreignadeilda annarra lífeyrissjóða og 5,7 milljarðar króna til annarra vörsluaðila séreignalífeyrissparn- aðar, eins og sparisjóða og banka. Heildareignir lífeyrissjóðanna á íslandi, þ.e. hrein eign, eru rúmlega 760 milljarðar króna og sjóðirnir eru nú þegar meðal stærstu eigenda í mörgum skráðum félögum og hafa hækkað um rúm 13% frá áramótum. Lifeyrissjóðakerfið á Islandi samanstendur annars vegar af lífeyrissjóðum með uppsöfnun sjóða og hins vegar af almannatryggingakerfi sem er gegnumstreymiskerfi. Ríkis- sjóður greiðir árlega inn í tryggingakerfið af tekjum sínum. Samkvæmt lögum á skyldusparnaður launþega að tryggja þeim 56% af mánaðarlaunum miðað við 40 ára greiðslu í lífeyrissjóð. Greiðslur í viðbótarlífeyriskerfið eru með eftirfarandi hætti: Starfsfólk leggur fram 2% í viðbótarlífeyrissparnað og launagreiðandi leggur fram 2% mótframlag. Ríkið bætir síðan við 0,2% ofan á framlag launþegans. Séreignasparnaðurinn er til viðbótar greiðslu í lífeyrissjóð, sem er 10% á almennum markaði en 15,5% hjá opinberum starfsmönnum. Kostir frjáls viðbótarlífeyrissparnaðar Séreignasparnaður- inn er séreign hvers og eins og þannig verður hann eign erf- ingjanna þegar viðkomandi fellur frá og þarf ekki að greiða af upphæðinni erfðafjárskatt. Inneign í séreignasjóðum telst vera hjúskapareign en ekki séreign. Samkvæmt lögum ber öllum starfandi einstaklingum, þ.m.t. einyrkjum, að greiða 10% af iðgjaldastofni í lífeyrissjóð, en þeir hafa einnig frjálst val um að greiða viðbótariðgjald til lífeyrissjóða, banka, verðbréfafyrirtækja eða líftryggingar- félaga. Einyrkjar hafa meira frelsi heldur en launþegar þvi þeir geta valið í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða 10% lágmarks- gjald af reiknuðu endurgjaldi. Mikilvægt er að hefja sparnaðinn sem fyrst. Áhrif ávöxtunar aukast eftir því sem sparnaðartíminn lengist. Skoðum eitt dæmi um viðbótarlífeyrissparnað hjá manni sem greiðir 2% af 300.000 króna mánaðarlaunum í viðbótarlifeyrissparnað (6.000 Mismunur á greiddum launum með og án lífeyrissparnaðar Heildarlaun Kr. 230.000 Lífeyrissjóðsgjald 4% 9.200 Skattstofn 220.800 Staðgreiðsla skatta 38,55% 85.118 Persónuafsláttur 25.245 Útborguð laun 160.927 Lífeyrissjóðsgjald 4% 9.200 Viðbótarspamaður 4% 9.200 Mótframlag atu.rek. 2% 4.600 Mótframlag ríkisins 0,40% 920 Skattstofn 211.600 Staðgreiðsla skatta 38,55% 81.572 Persónuafsláttur 25.245 Útborguð laun 155.273 Mismunur á greiddum launum____5.653 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.