Frjáls verslun - 01.10.2003, Qupperneq 56
LÍFEYRISSJÓÐIR
Meira fé í baukinn
íslendingar áttu 59 milljarða í viðbótarlífeyrissparnaði um síöustu áramót. Alls námu
iðgjöld í séreignasjóðina um 14 milljörðum á síðasta ári. Fyrir Alþingi liggur núna
frumvarp um að mótframlag ríkisins verði lagt niður um næstu áramót.
Texti: Isak Örn Sigurðsson Myndir: Geir Ólafsson
Islendingar hafa tekið vel við sér í viðbótarlífeyrissparnaði.
Þeir áttu í séreignalífeyrissjóðum um 59 milljarða króna í
lok síðasta árs. Til marks um vinsældir þessa sparnaðar-
forms þá námu iðgjöld í séreignasjóðina um 14,2 milljörðum
króna á síðasta ári, en höfðu árið áður numið 9,7 milljörðum
króna. Þessi aukning á milli ára upp á 4,5 milljarða segir allt
sem segja þarf.
Af þessum 14,2 milljörðum króna fóru 6,2 milljarðar til líf-
eyrissjóða sem starfað hafa sem séreignalífeyrissjóðir, 2,3
milljarðar fóru til séreignadeilda annarra lífeyrissjóða og 5,7
milljarðar króna til annarra vörsluaðila séreignalífeyrissparn-
aðar, eins og sparisjóða og banka.
Heildareignir lífeyrissjóðanna á íslandi, þ.e. hrein eign,
eru rúmlega 760 milljarðar króna og sjóðirnir eru nú þegar
meðal stærstu eigenda í mörgum skráðum félögum og hafa
hækkað um rúm 13% frá áramótum.
Lifeyrissjóðakerfið á Islandi samanstendur annars vegar af
lífeyrissjóðum með uppsöfnun sjóða og hins vegar af
almannatryggingakerfi sem er gegnumstreymiskerfi. Ríkis-
sjóður greiðir árlega inn í tryggingakerfið af tekjum sínum.
Samkvæmt lögum á skyldusparnaður launþega að tryggja
þeim 56% af mánaðarlaunum miðað við 40 ára greiðslu í
lífeyrissjóð.
Greiðslur í viðbótarlífeyriskerfið eru með eftirfarandi
hætti: Starfsfólk leggur fram 2% í viðbótarlífeyrissparnað og
launagreiðandi leggur fram 2% mótframlag. Ríkið bætir síðan
við 0,2% ofan á framlag launþegans. Séreignasparnaðurinn er
til viðbótar greiðslu í lífeyrissjóð, sem er 10% á almennum
markaði en 15,5% hjá opinberum starfsmönnum.
Kostir frjáls viðbótarlífeyrissparnaðar Séreignasparnaður-
inn er séreign hvers og eins og þannig verður hann eign erf-
ingjanna þegar viðkomandi fellur frá og þarf ekki að greiða af
upphæðinni erfðafjárskatt. Inneign í séreignasjóðum telst
vera hjúskapareign en ekki séreign.
Samkvæmt lögum ber öllum starfandi einstaklingum,
þ.m.t. einyrkjum, að greiða 10% af iðgjaldastofni í lífeyrissjóð,
en þeir hafa einnig frjálst val um að greiða viðbótariðgjald til
lífeyrissjóða, banka, verðbréfafyrirtækja eða líftryggingar-
félaga. Einyrkjar hafa meira frelsi heldur en launþegar þvi
þeir geta valið í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða 10% lágmarks-
gjald af reiknuðu endurgjaldi.
Mikilvægt er að hefja sparnaðinn sem fyrst. Áhrif ávöxtunar
aukast eftir því sem sparnaðartíminn lengist. Skoðum eitt
dæmi um viðbótarlífeyrissparnað hjá manni sem greiðir 2% af
300.000 króna mánaðarlaunum í viðbótarlifeyrissparnað (6.000
Mismunur á greiddum launum með og án lífeyrissparnaðar
Heildarlaun Kr. 230.000
Lífeyrissjóðsgjald 4% 9.200
Skattstofn 220.800
Staðgreiðsla skatta 38,55% 85.118
Persónuafsláttur 25.245
Útborguð laun 160.927
Lífeyrissjóðsgjald 4% 9.200
Viðbótarspamaður 4% 9.200
Mótframlag atu.rek. 2% 4.600
Mótframlag ríkisins 0,40% 920
Skattstofn 211.600
Staðgreiðsla skatta 38,55% 81.572
Persónuafsláttur 25.245
Útborguð laun 155.273
Mismunur á greiddum launum____5.653
56