Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 59
Gunnar Smári sé harðduglegur og skarpgreindur
vinnuforkur sem vinni hratt og hlífi sér hvergi. Og
ætlast til þess sarna af samstarfsfólki sínu. „Þó
hann geri kröfur til starfsmanna sinna þá vita
menn að hann vinnur yfirleitt manna mest.“
Andrés Magnússon blaðamaður segir skipta
einna mestu fyrir Gunnar Smára sem ritstjóra að
hann sé afskaplega mótíverandi maður. „Hann á
auðvelt með að hrífa samstarfsfólkið með sér og
búa til liðsheild sem er til í að leggja allt í sölurnar
fyrir hann. Og það er afskaplega gaman að vinna
með honum þó hann hafi lítið annað að bjóða en
blóð, svita og tár.“
Annar samstarfsmaður fullyrðir að Smári sé
eini maðurinn sem skipti máli á Fréttablaðinu. „Þegar Frétta-
blaðið vai- að byrja sá hann sjálfur um umbrotið, skipulagði
auglýsingadeildina, lagði upp herferðir og var einn allsheijar
verkstjóri. Hann gerði nánast allt nema hanna hausinn.“
Það dylst fáum sem eiga samskipti við Gunnar Smára að
bann býr yfir mikilli þekkingu á flölmiðlum og blaðamennsku.
»Það hafa fáir hannað jafnmörg blöð og Smári og nægir þar að
nefna Pressuna, Eintak, Morgunpóstínn og síðar Helgarpóstinn
°g loks Fréttablaðið og DV. Hann kom að hönnun DV áður og
naut til þess trausts Jónasar Kristjánssona- sem treystir yfirleitt
ekki öðrum en sjálfum sér,“ sagði gamall samstarfsmaður.
Kaldhæðinn Gunnar Smári er sjálfmenntaður en skarp-
greindur. Hann er víðlesinn, spænir í sig bækur og er tiltölulega
fljótur að mynda sér skoðun á þeim. Má geta þess að hann hefur
sett út á gagnrýni um bækur án niðurstöðu um hvort þær séu
góðar eða vondar sem bókmenntalegt „húmmilíhúmm".
„Ég get ekki annað en dáðst að Smára fyrir úthaldið og þraut-
seigjuna. Hann er hálf manískur í vinnu og alls ekki allra. Otrú-
lega fylginn sér og hefur ákveðna rörsýn. Hann hefur ekki
áhyggjur af því hvað öðrum finnst eða hvernig hans álit snertír
aðra. Og það er yfirleitt ekki að trufla hann þó hann skilji eftír
fórnarlömb á vegi sínum,“ sagði fyrrum samstarfsmaður
Smára. Þrátt fyrir þessa lýsingu sýnist sama manni að Smári sé
aðeins farinn „að mýkjast og þroskast með árunum“.
Andrés Magnússon segir að Gunnar Smári geti verið skeyt-
ingarlaus og óþolinmóður. „Sem stundum á auðvitað við, en fer
misvel ofan í fólk. Hann er ógeðslega fyndinn, en stundum
getur kaldhæðnin gengið út í öfgar, jafnvel þannig að sumum
finnst orðræðan helgast af litlu öðru en kvikindisskap. Ég held
Hka að hann hafi lesið um trúmál sér til tjóns, því stundum eru
leiðaraskrifin hjá honum svo móralíserandi og yfirþyrmandi að
það hálfa væri miklu meira en nóg.“ Annar samferðamaður
Smára sagði að hann yrði seint kallaður viðkvæmur eða tílfinn-
inganæmur maður, væri oft kantaður í samskiptum. „Hann vill
gjarnan hafa síðasta orðið og meinfyndnar athugasemdir hans
geta verið mjög stíngandi. Að þessu sögðu þarf ekki að koma á
óvart að hann tekur gagnrýni stundum illa.“
Togstreita Viðmælandi komst svo að orði að götustrákur væri
í Gunnari Smára og í honum blundaði uppreisnarseggur. „Hann
er óhræddur að bjóða hverjum sem er byrg-
inn. Ég efast hins vegar um að hann leggi
menn viljandi í einelti þó hann virðist reyndar
óskaplega upptekinn af Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra um þessar mundir." „Það
verður að telja Srnára tíl tekna að hann er að
upplagi góður og frumlegur blaðamaður og
ágætur penni. Hann kemur að málum úr
óvæntum áttum og hefúr frumlega hugsun,"
sagði samstarfsmaður Smára um skeið en
bætti við: „Einhvers staðar á þessari löngu
leið hefur hann týnt svolítið stórum hluta af
blaðamanninum í sér. Framkvæmdastjórinn
virðist hafa yfirtekið blaðamanninn í of ríkum
mæli. Þessi togstreita endurspeglast í því að Smári er talsmaður
ákveðinna viðskiptahagsmuna." Eða eins og annar orðaði það:
„Smári er að mörgu leyti í pólitík þar sem hann er með nýju
peningunum en á mótí þeim gömlu. Hafi menn það í huga er
það ein leið til að skilja betur sumt af því sem hann segir.“
Talnagúrú Gunnar Smári hefur löngum haft orð á sér fyrir að
vera talnaglöggur maður og þykir mörgum sem hann búi þar
yfir sérstakri náðargáfu. Á DV fyrir rúmum áratug hélt Gunnar
Smári uppi virkri stjórnarandstöðu og hélt þáverandi fjármála-
ráðherra, Ólafi Ragnari Grímssyni, og starfsmönnum ráðuneyt-
isins rækilega við efhið. Ólafur Ragnar reyndi að kynna rikisljár-
málin sér í hag og hafði tílhneigingu í þá veru að vilja stýra fjöl-
miðlaumræðunni. En útreikningar Smára voru ráðherra oft á
tíðum Þrándur í Götu. Mörgum er þannig minnisstætt þegar
Ólafur Ragnar missti þolinmæðina á blaðamannafundi og
kallaði tíl Smára: „Þú þarna talnafakír..."
KR-íngur Gunnar Smári Egilsson er 42 ára gamall, fæddur 11.
janúar 1961. Steingeit. Hann ólst fyrst upp á Seljaveginum í
Vesturbæ Reykjavíkur en í lok sjöunda áratugarins fluttí fjöl-
skyldan inn í Voga og Gunnar Smári kláraði skylduna í Voga-
skóla. Foreldrar Gunnars Smára eru Egill Hansen bifvélavirki
og Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir. Gunnar Smári er
yngstur íjcigurra bræðra en þeir eru Hafsteinn, veislu- og ráð-
stefnustjóri á Hótel Sögu, Siguijón Magnús, fréttastjóri á Frétta-
blaðinu, og Egill, skipstjóri í Stykkishólmi. Þá á hann einn hálf-
bróður, Kristján, starfsmann Eimskips. Gott samband er milli
þeirra bræðra en þeir hittast reglulega.
Sambýliskona Gunnars Smára er Alda Lóa Leifsdóttir ljós-
myndari en saman eiga þau Bókaforlagið Dægradvöl ehf.
Gunnar Smári er barnlaus en á uppeldisson, Davið, sem er 17
ára. Gekk hann drengnum í föðurstað strax í æsku. Þá á Alda
Lóa eina dóttur fyrir.
Eftir skólagúngu vann Smári ýmis störf, var m.a. á sjó Vestur-
bæjargenið er sannarlega til staðar þar sem Gunnar Smári er
eldheitur KR-ingur, eins og reyndar þeir bræður allir.
Vinnan er hans helsta áhugamál og vinir og kunningjar
hafa oft tengst vinnunni á einhvern hátt. Til sögunnar má t.d.
nefna Jón Óskar Hafsteinsson listamann sem er snjall blaða-
„Það er stundum
sagt að með Frétta-
blaðinu hafi Smára
tekist vel upp við að
selja auglýsendum
lesendur en hvort
honum takist að
selja lesendum
dagblað á efdr
að koma í ljós.“
59