Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Síða 60

Frjáls verslun - 01.10.2003, Síða 60
hönnuður og umbrotsmaður, Andrés Magnússon og Egil Helgason. Smári átti um tíma í vandræðum í viðskiptum sínum við Bakkus en er löngu hættur að drekka. Eför honum er haft að brennivín væri svo mikið eitur að hann mundi ekki einu sinni sprauta því í rottu. Tilviljun réði Haft er fyrir satt að tilviljun ein hafi ráðið því að Gunnar Smári hóf störf við blaðamennsku. Kunningi hans ædaði að sækja um starf blaðmanns á NT um miðbik níunda áratugarins en hafði ekki til þess kjark. Varð úr að Gunnar Smári fór með honum upp í Síðumúla. Varð úr að þeir sóttu báðir um starf. Voru báðir ráðnir á helgarútgáfu NT. Vinurinn fann sig hins vegar ekki og hætti fljótt í blaðamennskunni en Gunnar Smári hélt áfram. NT var tilraun að síðdegisblaði sem varð til úrTímanum sáluga 1983 en lognaðist út af í árslok 1985. Gunnar Smári starfaði síðan á Helgarpóstinum, vikublaði sem fetaði nær ótroðnar slóðir rannsóknarblaðamennsku á íslandi. Þar varð fræg úttekt hans á Hjálparstofnun kirkjunnar undir fyrirsögninni „10% í aðstoð - 90% í annað“. í ársbyijun 1988 hóf Gunnar Smári störf á DV. Jónas Kristjánsson ritstjóri fékk fljótt mikið dálæti á honum og hefur enn. Vistin í Þverholtinu varaði ekki lengi því 1990 varð Gunnar Smári ritstjóri vikublaðsins FVessunnar ásamt Kristjáni Þorvaldssjmi. Alþýðuflokkurinn hafði gefið út Pressuna en Friðrik Friðriksson keypti útgáfuna 1991. Upp úr samstarfi Gunnars Smára og Friðriks slitnaði 1993. A þessum árum var Gunnar Smári reyndar ritstjóri tima- ritsins Heimsmyndar um skamma hríð en samstarfið við útgef- andann, Herdísi Þorgeirsdóttur, entist ekki. Gunnar Smári sat ekki með tvær hendur tómar eftir skiln- aðinn við Pressuna og hellti sér út í stofnun annars vikublaðs, Eintaks, sem fór í harða samkeppni við Pressuna. Blöðin tóku auglýsingar og lesendur hvort frá öðru og fór svo að þau voru sameinuð í Morgunpóstinn haustið 1994. Páll Magnússon hafði þá hætt sem fréttastjóri á Stöð 2 og var um hríð ritstjóri hins nýja blaðs ásamt Gunnari Smára. Utgáfa Morgunpóstsins gekk ekki sem skyldi. Blaðið var um skamma hríð gefið út tvisvar í viku, sem Mánudagspósturinn og Helgarpósturinn en var endanlega breytt í Helgarpóstinn sem kom út til ársins 1997. Þegar þar var komið sögu hafði Gunnar Smári stoínað Bókaforlagið Dægra- dvöl sem m.a. gaf út bækurnar Málsvörn mannorðsmorðingja og Bessastaðabækurnar, meintar dagbækur Ólafs Ragnars Grímssonar sem birst höfðu í Alþýðu- blaðinu, meinfyndnar. Bækur þessar voru eftir forleggjarann sjálfan. Þá gaf hann út Fjölni fyrir Islendinga, menn- ingartengt tímarit og stóð fyrir nokkrum listrænum uppákomum í samstarfi við fleiri. Fljótlega lá leiðin aftur í Þverholtið, í gamla DV-húsið. Meðal verkefna Gunnars Smára var að koma fylgiriti DV, Fókus, á laggirnar og vinna að endurhönnun DV. Það er síðan um aldamótin sem hugmyndin að Fréttablaðinu fer að gerjast fyrir alvöru. Uppreisn æru Viðmælendur FV eru sammála um að eftir langvarandi blankheitabisness hafi Smári hlotið ákveðna upp- reisn æru með Fréttablaðinu og síðan yfirtökunni á DV. „Það er gaman að hafa sterka bakhjarla og Smári nýtur þess. En það má ekki gleyma því að Jón Ásgeir rekur flölmiðla til að hafa áhrif og Smári virðist sætta sig við það. Samstarf þeirra virðist mjög öflugt," sagði gamall kunningi Gunnars Smára. Og annar var ekki að skafa utan af því: „Þegar Fréttablaðið var að fara sömu leið og önnur blöð sem Gunnar Smári hefur komið nálægt greip hann til þess ráðs að selja sálu sína til þess að bjarga blaðinu og honum líður ekkert vel yfir því. En hann hefur reynst húsbændum sínum tryggt hjú og sem slíkur er hann ómetanlegur." Sniöugur jaðarmaður Gunnars Smári þykir einnig hafa endur- skapað sig á vissan hátt með reglulegri framkomu í sjónvarpi, ekki síst á Stöð 2. I upphafi fór töluvert fyrir meinfyndnum athugasemdum en eftir því sem tíminn leið, samfara aukinni velgengni í útgáfunni, varð Smári ábyrgðarfyllri og yfirvegaðri í framkomu. Varð meira en þessi sniðugi jaðarmaður sem hló að öllum og var ekkert heilagt. Einn viðmælenda FV vildi meina að um þessar mundir væri offramboð á skoðunum Gunnars Smára, hann ætti að huga að því að minnka þetta framboð til að gengisfella sig ekki. „Smári er vígamóður maður eftir mörg ár í blaðamennsku og barningi og því vill hann eðlilega stuðla að viðhaldi sjálfs sín í núverandi stöðu. Sum ummæli hans eru úr takt við þann Smára sem menn hafa þekkt og þau gefa tilgátum um að hann sé að vernda ákveðna viðskiptahagsmuni byr undir báða vængi.“ Fæstir neita því að Gunnar Smári hafi áhrif á Jón Ásgeir Jóhannesson sem virðist ætla sér stóra hluti á íslenskum Jjöl- miðlamarkaði, á þegar tvö dagblöð og hefur verið orðaður við stóran hlut í Norðurljósum. Gamall samstarfsmaður segir hins vegar of mikið gert úr áhrifum Jóns Ásgeirs á Gunnar Smára. „Smári hefur aldrei selt sig, aldrei gefið eftir vegna viðskipta- hagsmuna.“ Ogrun Kyrrstaða hefur fráleitt einkennt feril Gunnars Smára í blaðamennsku og almenningur getur enn átt von á óvæntum uppákomum. „Smári er ekki manngerð sem dundar sér við að pússa spýtu sem hann hefur tálgað heldur kastar henni frá sér og byijar að tálga nýja. Eg verð ekki hissa ef hann kemur með nýja afurð á markaðinn eftir nokkra mánuði." Þau blöð, sem Smári hefur verið í forsvari fyrir og fæst hafa orðið langlíf, voru mörg gefin út af vanefnum og aðrar aðstæður sem ekki varð við ráðið. Ögrandi verkefifi blasir nú við eins og gamall samstarfsfélagi bendir á: „Með yfirtöku á DV stendur Smári í fyrsta sinn frammi fyrir því verkefni að bera ábyrgð á og selja fóM dag- blað, í áskrift eða lausasölu. Það er stundum sagt að með Fréttablaðinu hafi Smára tekist vel upp við að selja auglýsendum lesendur en hvort honum takist að selja lesendum dagblað á efdr að koma í ljós.“ 33 Tækifærið núna Hafsteinn Egilsson, veitingamaður og bróðir Gunnars Smára, segist hafa spurt hvort yfirtakan á DV væri skvnsamlegt skref. „Þá sagði hann einfaldlega að tækifærið væri núna. Ef hann skoðaði það ekki missti hann af því. Smári lætur engin tækifæri fram hjá sér fara án þess að skoða þau.“ 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.