Frjáls verslun - 01.10.2003, Síða 63
Alit dómnefndar:
„Með djúpt hugsaðri tilfærslu á ímynd flokksins skil-
aði markaðssamskiptaherferð hans tilætluðum
árangri, auknu fylgi meðal kvenna og yngra fólks,
ásamt góðri samningsstöðu og Halldóri Asgrímssyni
forsætisráðherrastólnum.“
höfðað til kjósenda. Áhersla hafi
verið lögð á stöðugleika,
efnahagslegan bata sem þakka
mátti ríkisstjórnarþátttöku
Framsóknar, 90 prósenta lán til
húsnæðiskaupa auk samgöngu-
mála.
„Við tókum helstu mál
flokksins úr stefnuskránni og
einbeittum okkur að þeim. Við vildum kynna faglega hvað flokkurinn hafði
verið að gera. Athuganir okkar leiddu í ljós að Framsóknarflokkurinn hafði
átt í vök að veijast í tjölmiðlum, fleiri neikvæðar greinar og fréttir birtust um
hann en aðra flokka. Við bættist að flokkurinn var í forsvari fyrir viðkvæm
mál eins og stríðið í Irak. Þarna var einfaldlega verk að vinna, að snúa
umijölluninni og ímyndinni flokknum í hag.“
Fóru ekki á taugum Gamalreyndur auglýsingamaður sagði ekki annað hægt
en að hæla þeim sem stóðu að þessari auglýsingaherferð. Vönduð undirbún-
ingsvinna hefði skapað sterkan grundvöll þegar farið var í lokavikur kosninga-
baráttunnar. Miklu skipti að enginn fór á taugum, sem ávallt er hætta á i kosn-
ingabaráttu. Menn hafi haldið settum kúrs alla leið. Þá hafi það lýst kjarki að
beina kasdjósinu á örfáa fókuspunkta sem hefðu að nokkru komið í stað mál-
eíhalegrar umræðu. Hann benti hins vegar á að Framsókn hefði áður unnið
varnarsigra þar sem skilaboðin voru, eins og nú, skýr og einföld. Minnti hann
á Jólk í fyrirrúmi" og „klettinn í hafinu“.
Fylgi Framsóknar
18,40 17,70
1999 2003
Fylgi Framsóknar í alþingiskosningum.
Nyr flokkur Sú staðlaða ímynd hefur gjarnan loðað við Framsóknarflokkinn
að hann væri heldur þunglamalegur karla- og landsbyggðarflokkur. For-
maðurinn að auki heldur þungur á brún. Framsóknarflokkurinn bauð hins
vegar fram mikið af ungu fólki í kosningunum í vor og hafði fleiri konur í odd-
vitastöðum en aðrir flokkar. Auglýsingaherferðin beindi kastljósinu að
þessum breytingum og niðurstaða kosning-
anna varð sú að flokkurinn virtist hafa náð
eyrum yngra fólks og kvenna.
„Þetta skipti afar miklu fyrir flokkinn.
Þarna var nýr Framsóknarflokkur að koma
fram þar sem yngra fólk gerði sig gildandi.
Sem sést best á þingliði flokksins og tveimur
ráðherrum hans,“ segir Ingvi Jökull. H3
Ingvi Jökull Logason, markaðssamskipta-
fræðingur og einn eigenda auglýsingastof-
unnar Hér&Nú,
■ * .<*■*% Öii'J Uk I r
mú ' \ i BWh
Auglýsingaherferð Framsóknarflokksins
fyrir kosningarnar skilaði tilætluðum
árangri, að hífa flokkinn upp í kjörfylgið í
kosningunum 1999.