Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 69
Hvað viltu
4:
*
•>
t*. •
• . k% á.0. . . • • . . ;
*.:.•**•. . -• • .* .."•. •. .......
....... •*.;•* ••* ....
•*.| *•*% V* v *, * ..w».'
................. .*.•••••*
*.............. ••{.••• *•*
...... v .
.*•» *.,.tf*ty.*:» *í *.
»V,#.V&V' '€m
Ljósadýrð á Þorláksmessu.
Þorláksmessukarniual
Miðbærinn býr yfir ákveðnum töfrum á
Þorláksmessu. Þar hittast gamlir og
nýir vinir og allt er svo skemmtilegt.
Það eru ekki mörg ár síðan nær einu verslanirnar, sem
hægt var að kaupa jólagjafir í, voru við Laugaveginn og
þvi sjálfgert að fara þangað til innkaupa. Þorláksmessa
var sveipuð dulúð og töfrum, verslanir opnar fram undir
miðnætti og önnum kafnar húsfreyjur og húsfeður hlupu á
milli þeirra til að kaupa allra síðustu gjafirnar. Sjálfsagt hefur
þetta ekkert breyst. Ennþá má sjá áhyggjufulla karla á óvissum
aldri fara búð úr búð til að finna einmitt réttu gjöfina. Gjöfina
sem gleður viðtakandann og sýnir hug gefandans.
Það má líka sjá unglinga sem fannst tíminn nægur og
vissu ekki fyrr en jólin voru handan við næstu nótt og konur
með haukfrán augu skanna birgðirnar og merkja samvisku-
samlega við á listanum. Þó ber mest á hinum. Fólkinu sem
kemur í bæinn á Þorláksmessu til þess að njóta miðbæjarins
sem svo sannarlega hefur upp á margt að bjóða, stemmningu
sem ekki er hægt að finna í verslunarhöllum eða úthverfum.
Fjölskyldur og vinir mæla sér mót og hittast yfir kaffisopa eða
öðrum drykk og njóta skemmtiatriða sem boðið er upp á.
Litlir krakkar horfa opinmynntir á allt fólkið og hér og þar má
sjá hvar löngu töpuð vinabönd eru hnýtt að nýju. Að minnsta
kosti tímabundið.
Það má eiginlega segja að ekkert líkist því að ganga Lauga-
veg og nágrenni á Þorláksmessu - hvort sem viðkomandi býr
í Vesturbæ eða Grafarvogi. Allir finna til samkenndar og þykir
svo undurvænt um allt og alla. Enda eru að koma jóL.SS
fá í jólagjöf?
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lex Lögmanns-
stofu, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar hún var
spurð um það hvers hún óskaði sér helst í jólagjöf.
„Einhverrar góðrar bókar sem ég get gleymt mér yfir á
jóladag," sagði hún. „Til dæmis eftir Arnald Indriðason eða
Vigdísi Gríms. Mér finnst líka gaman að lesa þyngra efni en
myndi þó kjósa að hafa léttara með, að minnsta kosti um jólin.
Góð bók og konfekt er einfaldlega ómissandi á jólunum, aðrar
gjafir eru skemmtileg viðbót."
Þegar gengið er á Heiðrúnu og hún beðin um að láta af lítil-
lætinu og hugsa stærra, segist hún geta hugsað sér borgar-
ferð með manninum „svona ef maður á að vera virkilega
kröfuharður," bætir hún við. SIl
Jóla hvað?
Eftir þvi sem veiðimálaeftirlit Kanada segir vaxa horn bæði
á karl- og kvenhreindýrum á sumrin en hornin falla af
törfunum í vetrarbyijun, oftast í nóvember eða desember.
Hreindýrskýrnar halda sínum hornum þar til eftir að þær
hafa borið að vori. Það er því ljóst að hver einasta saga um
jólasveinahreindýr, hlýtur að vera um kvendýr.
Við hefðum átt að vita það. Aðeins kona getur dregið
feitan karl, í rauðum flauelsfötum hringinn í kring um
veröldina á einni nóttu án þess að villast... ffl
69