Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Síða 88

Frjáls verslun - 01.10.2003, Síða 88
1 Fínasta skötuueisla v Halldór Almarsson, leiðbeinandi og yfirstýrimaður á skóla- skipinu Sæbjörgu. Siðurinn sá að vera með skötu á Þorláksmessu er kominn til að vera og taka sífellt fleiri þátt í skötu- veislum síðasta dag fyrir heilög jól. Mörgum fellur lyktin ekki vel og grípa til þess að sjóða skötuna úti eða í bílskúrnum en aðrir bíta á jaxlinn og láta sem ekkert sé. Um borð í skólaskipinu Sæbjörgu, sem liggur í Reykja- víkurhöfn, á sér stað ijölmenn skötuveisla árlega. Hún er á vegum Slysavarnaskólans og fyrir veislunni stendur Halldór Almarsson, leiðbeinandi og yfirstýrimaður. „Yið byijuðum með skötuveislu árið 1985 þegar við vorum i að velta því fyrir okkur hvernig við gætum þakkað þeim sem rétt höfðu á einn eða annan veg hjálparhönd við uppsetningu skólans og byijun,“ segir Halldór. „Ég stakk þá upp á því að halda slíka veislu á Þorlák og það komu um 20 manns fyrsta árið. Næsta ár þótti okkur alveg upplagt að gera þetta aftur og þá komu milli 60 og 80 manns því tiltækið hafði spurst út. Úr því hafa verið hér um 120 manns árlega, bæði starfsmenn og velunnarar og einstaka gestur sem slæðist með. Við eldum bæði skötu og saltfisk því það eru ekki alveg allir sem vilja skötuna og með þessu erum við með soðnar kartöflur og þrjár tegundir af feitmeti svo allir fái nú það sem þeim þykir best. Veislan er auðvitað um borð í Sæbjörginni enda væri ekki annað við hæfi,“ segir Halldór sem sýður skötu um hver jól og notar til þess risastórum pott. SD Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona. Þykir vænst um gjafir sem hafa einhverja persónulega tengingu, eins og gjafir sem börnin mín hafa búið til. Persónulegar jólagjafir Þegar ég læt hugann reika aftur í tímann til að riija upp þær jólagjafir sem mér hefur þótt vænst um, þá koma ein- göngu upp í hugann gafir sem hafa einhveija persónu- lega tengingu," segir Kolbrún Halldórsdóttir, alþingiskona. Gjafir sem börnin mín hafa búið til, lítið gipsmót af hendinni hennar Ölmu minnar eða hlægilegur strákpjakkur mótaður í gipsgrisju eftir Orra Hugin. Uppáhalds jólaskrautið er líka jóla- sveinn á harðahlaupum sem Orri gerði þegar hann var lítíll. Svo gleðst ég alltaf innilega þegar ég opna jólakortið frá systur minni og mági, sem er frábær teiknari og ekki síðri húmoristi. Hann teiknar jólakortin tíl Jjölskyldunnar og mótívið er ævin- lega innblásið af einhveiju eftirminnilegu atviki það árið. Þessi kort eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef það fyrir sið að ramma þau inn í gamla myndaramma sem ég fæ hjá Fríðu frænku og þau prýða orðið sæmilega stóran vegg sem blasir við þegar komið er inn í íbúðina. Þau gefa endalaus tækifæri til að rifja upp skemmtílega atburði og svo er veggurinn líka sjálfstætt listaverk, þvi alltaf þætast við kort. Annars eru jólin dásamlegur tími í mínum huga, tími innihaldsríkrar samveru og heimsókna til vina og ijölskyldu, tími sem er tíl þess fallinn að sýna við- kvæmu hliðarnar og leyfa tiliinningunum að njóta sín. Jólin eru tími tónlistar og hátíð ljóssins - og þá meina ég ekki bara kerta- ljóssins, þó það sé nauðsynlegur fylgihlutur jólanna, heldur ekki síður þess ljóss sem við varðveitum innra með okkur.“ BH 88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.