Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 102
Brilliant:
Sérsmíðuð jólagjöf
Gullsmiðir við vinnu sína í Brilliant.
Brilliant er verslanakeðja sem sérhæfir sig í
sölu á skartgripum og úrum. Brilliant er
stofnuð upp úr þremur virtum og rót-
grónum verslunum, Gullhöllinni, Demantahúsinu
og G-15 og eru Brilliant-verslanir á þremur
stöðum, Kringlunni, Smáralind og á Laugavegi 49.
A gullsmíðavinnustofu Brilliant að Laugavegi
49 starfa þrír gullsmiðir, þeir Þorbergur Halldórs-
son, Hans Kristján Einarsson og Sigurður Ingi
Bjarnason. Þeir eru, auk Gunnars Viðars Bjarna-
sonar, eigendur fyrirtækisins. Aðrir gullsmiðir starfa einnig á
vinnustofunni og má þar nefna Erling Jóhannesson. Hans
Kristján, fékk meistararéttíndi 1995, Sigurður Ingi, tók sveins-
prófið 1993. Hann hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um tísku-
skartgrip ársins 1996. Þorbergur fékk meistararéttíndi 1985.
Hann stundaði framhaldsnám í Scolo Lorensa 1984 og Gull-
smíðaháskólanum í Kaupmannahöín 1989-91. Þorbergur hlaut
hin virtu kunsthándværkerprisen 1990 sem veitt eru af Dana-
drottningu.
Fjölbreytt vöruúrval og hátt þjónustustig Með mörgum
ólíkum gullsmiðum skapast mikil hugmyndaauðgi og flöl-
breytt vöruúrval. Fyrir utan íslenskt handverk, sem selt er í
verslununum, flytur Brilliant inn skartgripi, úr og gjafavöru
erlendis frá. Ur frá Skagen eru mjög vinsæl auk annarrar gjafa-
vöru frá Danmörku.
Gullsmiðirnir hjá Brilliant annast viðgerðir og smíði fyrir
fjölda verslana auk Brilliant-verslana. Mikil
áhersla er lögð á góða þjónustu og geta t.d. við-
skiptavinir komið með skartgrip tíl viðgerðar á
einum stað og sótt hann á öðrum stað, allt eftir
því sem hentar viðskiptavinum hveiju sinni.
Vinnustofan er ein hin fullkomnasta á land-
inu og þar fer fram, auk hefðbundinna gull-
smíðastarfa, ýmis sérhæfð starfsemi, m.a.
smíði á íslensku fálkaorðunni, frímúraraskart,
oddfellowskart og ýmis merki og logo. Gull-
smiðir Brilliant hanna merki, nælur og jafnvel ermahnappa
með logo fyrirtækja úr gulli og öðrum málmum.
TÍSkan í dag Gullsmiðirnir fara ekki alltaf troðnar leiðir í
hönnun sinni. Þeir hafa tekið þátt í ijölda sýninga og unnið til
ýmissa verðlauna. A heimasíðu Brilliant, www.brilliantis, má
sjá sýnishorn af hönnun þeirra. Þeir geta breytt hugmyndum
viðskiptavina í fallegan skartgrip. Það er mjög algengt að eigin-
menn komi með hugmynd um skartgrip og fari heim með ein-
staka gjöf sem er mjög persónuleg.
Að sögn gullsmiðanna er tískan nú mjög opin og mikið í
gangi. Mikið er spurt um demanta og perlur eru að koma inn
í öllum mögulegum gerðum. Óreglulegar og „villtar" perlur
eru mjög vinsælar. Gull er alltaf eftirsótt og um þessar mundir
er hvitagullið mjög vinsælt. Gullsmiðir Brilliant leggja áherslu
á demantaskartgripi fyrir þessi jól ásamt skemmtilega
útfærðum skartgripum þar sem perlur leika aðalhlutverkið. S5
íslensk skartgripafram-
leiðsla er fjölbreytt.
Guilsmiðir Brilliant
geta verið aó fást við
allt frá skartgrip upp
í stóran kirkjumun
á sama tíma.
102