Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 113
Islenskir kaupmenn hafa fjölbreytt vöruúrval á góðu verði.
íslensk kaupmannajóS
Vöruverð á íslandi hefur lækkað
talsvert hin síðustu ár og vöruúrval
hér er með eindæmum gott.
að eru ekki mörg ár síðan hver flugvélin af annarri flaug
fyrir jólin hlaðin íslendingum til London, Edinborgar og
Glasgow. Ferðirnar voru farnar í þeim tilgangi einum
að fylla ferðatöskur af útlendu góssi, fötum, gjafavörum,
snyrtivörum og skartgripum svo eitthvað sé nefnt. I vélunum
voru heilu saumaklúbbarnir, vinnustaðir, vinkonur, íjöl-
skyldur og jafnvel íslenskir kaupmenn sem samviskusamlega
ýmislegt tilbúið, fá aðstoð þeirra sem taka þátt í veisl-
unni og margt fleira sem einfaldar málið.
• Fáðu aðstoð. Ekki reyna að gera allt einn/ein. Láttu
aðra í ijölskyldunni hjálpa þér við undirbúninginn.
• Passaðu budduna. Manni hættir til að eyða um of
íyrir jólin. Það byggist upp ákveðin spenna og oft á
tíðum er andrúmsloftið óraunhæft og meira eyðist en á
að gera. Svo kemur að skuldaskilum og þá er vont að
vera tíl.
• Hugsaðu um þig. Borðaðu vel og rétt og gættu þess að
þú fáir nægan svefn og hreyfingu. 20 mín. ganga á dag
gerir kraftaverk og er besti stressbani sem til er. Hll
þrömmuðu upp og niður verslunargötur erlendra stórborga í
þeim tilgangi að kaupa vörur sem voru nægjanlegar ódýrar til
þess að það þótti borga sig að fara utan eftir þeim.
Á tímabili var það svo að ákveðnir kaupmenn í þessum
erlendu borgum voru farnir að treysta á jólaflóð Islendinga
sem eyddu eins og þeir hefðu unnið stóra vinninginn í lottó
og nokkrir þeirra voru svo forsjálir að koma sér upp
nokkrum orðum á íslensku til að geta bjargað íslendingum
sem ekki kunnu málið nógu vel.
Og sæist þreytuleg manneskja, með gráleitt yfirbragð af
inniveru og ótal þunga poka ganga niður Oxfordstræti í Lund-
únum eða samsvarandi götu í öðrum borgum, mátti slá því
föstu að þarna væri Islendingur í jólainnkaupum.
Of stórt - of litið Auðvitað komu upp smávægileg vanda-
mál þegar heim var komið. Flíkur pössuðu ekki alveg, snið og
litir kannski ekki nákvæmlega eins og ætlast var til og dæmi
voru um að komið væri í íslenskar verslanir til að reyna að
skipta vörum sem keyptar höfðu verið erlendis á góðu verði.
íslenskir kaupmenn og heildsalar áttuðu sig smátt og
smátt á því að samkeppnin væri ekki aðeins hér heima heldur
einnig við útlönd og við lá að margir misstu móðinn. Með
tímanum tóku þeir þó á vandanum og álagning lækkaði tals-
vert og nú er svo komið að þessi samkeppni er iyrir bí. Það
borgar sig ekki lengur að fara til útlanda að kaupa föt - nema
kannski barnaföt sem ekki bera virðisauka í Bretlandi og víð-
ar og íslenskir kaupmenn standa sig ákaflega vel í því að hafa
íjölbreytt vöruúrval á góðu verði - iýrir íslenska kaupendur
sem geta nú farið til útlanda í þeim tilgangi að skoða mannlíf
og menningu og slaka á í stað þess að eltast við verslanir. H3
113