Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 116

Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 116
Hljóðfæraverslun Leifs Magnússonar: Ijúfum nótum Leifur Magnússon í versluninni að Suðurlandsbraut 32, þar sem hægt er að fá píanó og flygla af öllum stærðum og gerðum Tónlist er merkilegt fyrirbæri. Þú lokar augunum og leyfir huganum að svifa eftir tónabrautinni sem leiðir þig þangað sem tónskáldið og hljóð- færaleikarinn ætlaði þér að fara. Lítill drengur, 8 ára gamall, fann þessa töfra þegar hann var sendur á Vífilsstaðaspítala, blindur vegna heilahimnubólgu, þar sem læknirinn, Helgi Ingvarsson, bjargaði lífi hans. Hann heyrði mann í næsta herbergi leika á harmoniku og heillaðist af. Mikið vatn er til sjávar runnið, enda gerðist þetta árið 1955. Sá sem um er rætt heitir Leifur Magnússon, og rekur Hljóð- færaverslun Leifs Magnússonar en vinnur auk þess við að stilla ótal píanó landsmanna. „Eftír að ég útskrifaðist frá Vífilsstöðum gaf föðursystir mín mér tvöfalda harmonikku og annar ættingi minn kenndi mér að nota hana,“ segir Leifúr Magnússon þar sem hann er í verslun sinni, umkringdur píanóum, flyglum og harmonikum. „Þetta voru mín fyrstu kynni af hljóðfærum. í framhaldi fór ég að æfa á píanó sem var heima hjá mér og árið sem ég fermdist keypti ég mér kontrabassa fyrir fermingarpen- ingana. Þá átti ég heima á Akranesi þar sem ég er fæddur og alinn upp. Þar var þá starfandi í bænum skólahljómsveit sem bauð mér að vera með þegar þeir heyrðu af því að ég ætti kontrabassa. Eg þurfd ekki að hugsa mig lengi um í það skiptið. Hljómsveitin, sem hét Dúmbó, spilaði víða á böllum og ég var að rifja það upp um daginn að líklega hefði aðeins einn okkar verið kominn með aldur til þess að vera á þessum dansleikjum sem við vorum að spila á! Restin var á undanþágu frá bæjar- fógeta. Ég spilaði með þeim fram til áramóta 1962-'63 og fór þá til Bandaríkjanna að læra píanóstillingar. Þar var ég í fjögur ár í blindra- skóla og bjó á meðan hjá systur nfinni og manni hennar." Innflutningur Leifur kom heim að loknu námi og hóf að stilla píanó hér á landi. Árið 1973 byrjaði hann að flytja inn píanó og var fyrst í stað með amerísk píanó til sölu en bætti fljótlega evr- ópskum við. Nú hefur hann til sölu píanó og flygla frá mörgum framleiðendum og í öllum verðflokkum, ný og notuð; Samick, Seiler, Steinway&Sons, Bösendorfer, Fazioli, Estonia, Yamaha, Klima o.fl. Píanó í jólagjöf? „Það er ekki óalgengt að píanó séu gefin í jólagjöf," segir Leifur. „Nemandinn er þá e.t.v. kominn á það stig að hann þurfi betra hljóðfæri og tækifærið þá notað til að endur- nýja við jól, fermingar eða afrnæli svo dæmi sé tekið. Eldra fólk er líka farið að láta drauminn um að eignast píanó rætast.“ Fyrir rúmu ári fluttí verslunin af Gullteignum þar sem hún hafði verið um nokkurra ára skeið og í talsvert stærra húsnæði að Suðurlandsbraut 32. „Hér fer vel um okkur og við getum sýnt töluvert fleiri píanó en áður og sinnt viðskiptavinum okkar betur. Við erum hér þijú, ég og eiginkona mín, Guðleif Guð- laugsdóttir, og Guðrún Hauksdóttir sem hefur unnið hjá okkur lengi með hléum. 33 Píanó og flyglar standa í röóum á gólfinu í Hljóðfæra- verslun Leifs Magnússonar og bíða nýrra eigenda. 116
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.