Frjáls verslun - 01.10.2003, Page 123
_________________ »™
Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri í innleiðingu á rafrænu markaðstorgi, og Júlíus Ölafsson, forstjóri Ríkiskaupa.
Mynd: Geir Ólafsson
Rafrænt markaðstorg
Rafrænt markaðstorg Ríkiskaupa,
www.rm.is, hefur velt um 30 milljónum
króna frá því það var sett á laggirnar fyrir
rúmu ári. Veltan er í dag um 5 milljónir
króna á mánuði og fer ört vaxandi.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Iupphafi voru aðeins sjö kaup-
endur og þrír seljendur skráðir í
viðskipti á rafrænu markaðstorgi
Rikiskaupa sem er á slóðinni
http://www.rm.is. Þetta var 10. júni
í fyrra. í dag eru seljendurnir 24,
vörulínurnar um 9.000 og kaupend-
urnir yfir 30 talsins, einkum opin-
berar stofnanir og þá sérstaklega
innan heilbrigðisgeirans. Búist er
við að kaupendurnir verði brátt um
40 talsins þegar markaðstorgið
verður sameinað Oracle ijárhags-
kerfinu og stórir kaupendur bætast
við á næsta ári, t.d. Landspítali -
háskólasjúkrahús. Markaðstorgið
veltir í dag um 5 milljónum króna á mánuði og má búast við að
sú tala snarhækki á næstu mánuðum þegar stórir kaupendur
innan ríkisgeirans bætast við.
Eftir miklu að slægjast Einkurn er verslað með tölvurekstrar-
vörur, ritföng og ræstingavörur á rafræna markaðstorginu.
Ekki er um hefðbundna vefverslun að ræða heldur er verslunin
samningsbundin. Rikiskaup, sem er um 20 manna ríkis-
stofnun, gerir rammasamninga við seljendur um kaup á vörum
fyrir hönd ríkisstofnana og er vöruverðið neglt niður í þessum
samningum. Seljendurnir útbúa vörulista á rafrænu formi og á
Netinu geta forsvarsmenn stofnana pantað og keypt vörur.
Heildarkerfið með rammasamningum Ríkiskaupa fyrir allar
ríkisstofnanir landsins veltir 2,5 milljörðum króna á þessu ári
og fer stigvaxandi. Það getur því verið eftir miklu að slægjast. I
dag eru Rekstrarvörur með mestu
söluna á markaðstorginu. Aðrir
stórir seljendur eru Penninn og
Bedco-Mathiesen.
Hugmynd úr einkageiranum Hver
skyldi vera ástæðan fyrir því að
farið var af stað með markaðs-
torgið? Júlíus Olafsson, forstjóri
Ríkiskaupa, segir að markaðstorgið
sé ekki ríkisfyrirbæri að uppruna til
eins og margir haldi. Það hafi verið
aðilar í viðskiptalífinu sem komu
fram með hugmyndina á árunum
1999-2000 þegar rætt hafi verið um
innkomu rafrænna viðskipta í
íslensku viðskiptalífi. Þá hafi einkum verið talað um svokallað
B2B og öflugan kaupanda vantað. Fjármálaráðherra hafi
skipað starfshóp fyrri hluta árs 2000 sem hafi skoðað málið
og unnið að gerð útboðsgagna. Norðmenn hafi á sama tíma
verið að taka upp markaðstorg og eftir eitt útboð hafi Ríkis-
kaup ákveðið að taka markaðstorgið upp eftir Norðmönnum
og farið í annað útboð. Kerfi Norðmanna hefur fengið mikla
útbreiðslu og þótt reynast vel.
„Hugmyndin var sú að ryðja rafrænum viðskiptum braut í
íslensku viðskiptalífi. Við höfum verið einir með þetta þó að
það sé að færast eitthvað Uf í viðskipti á Netinu og einkafyrir-
tæki séu bytjuð að kikja á þetta. Við erum með nánast 100%
viðskiptanna í dag en þegar allt verður komið í fullan snúning
og einkageirinn verður kominn inn gerum við ráð fyrir að vera
aðeins með um 20% viðskiptanna,“ segir Júlíus að lokum. 33
VIÐSKIPTI ■ TÖLVUR ■ FERÐALÖG ■ VÍN - WWW.HEIMUR.IS
123