Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 126

Frjáls verslun - 01.10.2003, Side 126
Lundúnarpistill Sigrúnar Konungsfjölskyldan hf. og fjölmiðlarnir Ryan Parry, blaðamaður Daily Mirror, gekk um vistarverur George W. og Lauru Bush í Buckinghamhöll, og velti fyrir sér hvað hann hefði nú getað gert ef hann væri hryðjuverkamaður. Efdr Sigrúnu Davíðsdóttur í London Meðan 14 þúsund lögreglumenn voru að búa sig undir að verja valdamesta mann heims í stuttri heimsókn hans til Englands og notuðu til þess 5 milljónir punda, um 650 milljónir króna, stjáklaði Ryan Pai'ry, blaðamaður Daily Mirror, um vistarverur George W. og Lauru Bush og nánustu forseta- ráðgjafanna í Buckinghamhöll, myndaði þær og velti fyrir sér hvað hann hefði nú getað gert ef hann hefði verið hryðjuverka- maður. Jú, hann hefði léttilega getað þurrkað út forsetann, ráð- gafa hans, konungsljölskylduna, breska forsætisráðherrann, lykilráðherra og fyrirmenn eins og viðskiptajöfurinn Percy Barnevik, sem komu í hallarveisluna til heiðurs forsetanum. Uppákoman, sem blaðið olli með því að birta tvo daga í röð nákvæmar lýsingar á öllu mögulegu og ómögulegu sem snerti ijölskylduna, endurómaði auðvitað í öllum Jjölmiðlum, en þá var líka leikurinn á enda. Drottningin fékk lögbann á frekari birt- ingu og málsókn lá í loflinu, en rnálinu lyktaði með dómsátt: Engar frekari fréttabirtingar enda sagðist Mirror búið með efnið, það greiðir drottningunni 25 þúsund pund upp í lögfræði- kostnað hennar, afhendir allt óbirt efni og myndir, en heldur eftir milljóna hagnaði af birtu efni og sölu þess um allan heim. Efnið má blaðið nota áfram nema tvær myndir úr svefnher- bergjum flölskyldunnar. En þetta veltir upp spurningum um reksturinn á því ofurfyrirtæki, sem konungsfjölskyldan er í raun og snertir þá einnig sambandið við ijölmiðlana. Öryggisgæsla í höllinní og fyrirtækjum öryggisgæsla í stór- fyrirtækjum hér, ekki síst bönkum, hefur auðvitað gjörbreyst á undanförnum árum og öryggisgæsla er meira að segja orðin háskólafag. Maður sem vinnur við stærðfræðigreiningu hjá einum af stóru bönkunum í City sagði mér nýlega að hann megi ekki hafa farsímann sinn kveiktan í vinnunni - af ör- yggisástæðum. Víða annars staðar eru margvísleg öryggisráð uppi. I London hef ég komið í mennta- skóla sem eru jafn vaktaðir og bankar, ekki hægt að komast inn í án þess að fara í gegnum vaktað hlið undir vökulum augum eftirlitsmyndavéla. í fyrra var mikið uppistand þegar gamanleikari nokkur, klædd- ur eins og Bin Laden, klifraði yfir hallarveggi og fékk síðan að- stoð lögreglu til að komast í afmælisveislu annars sonar Karls Bretaprins. Enskir lögregluþjónar eru annálaðir fyrir kurteisi og þessir brugðust ekki, enda voru gestir í grímubúningum. David Blunkett innanríkisráðherra lofaði bót og betrun í örygg- ismálum, en það breytti því ekki að Perry átti nú greiðan að- gang að vinnu í höllinni. Konungsljölskyldan er fyrirtæki Konungsflölskyldan er að mörgu leyti eins og fyrirtæki. Eignirnar eru miklar og eigna- umsýslan því umfangsmikil. Nútímafyrirbæri eins og öryggis- gæsla hefur auðvitað líka skilað sér inn til þessa fyrirtækis, en gallinn er að þar er andinn enn svo ótrúlega gamaldags að breytingar ganga hægt. Drottningin var í 133. sæti yfir auðug- ustu Bretana á síðasta auðkýfingalista Sunday Times, sem birtist árlega. Persónulegar eignir hennar eru metnar á 250 milljónir punda, krúnan er annar handleggur. Konungsljöl- skyldan hf. Buckingham höll er eign krúnunnar, en sjálf á drottningin tvær aðrar hallir, að Sandringham og Balmoral, auk fleiri húseigna. Krúnan á listaverk að verðmæti 10 milljarða punda, en listaverk drottningar eru bara metin á 2 milljónir. Utan um eignir hennar er fjárfestingasjóður, metinn á 80 millj- ónir, en hann hefur skroppið saman undanfarin misseri eins og fleiri slikir sjóðir. Kynhneigð Karls Eflir að hafa spáð í kynhneigð Karls Breta- prins í kjölfar ‘uppljóstrana’ fyrrum hallarstarfsmanns hafa landsmenn undanfarið getað skemmt sér yfir þeirri innsýn sem frásögn Perrys gefur í hallarlífið, eins og að í svefn- herbergjum hinna konungbornu eru engar vekjaraklukkur heldur eru ijölskyldumeðlimir vaktir daglega eins og í ævintýrum, af þjóni sem stikar inn, dregur gluggatjöldin frá og býður góðan dag, við misjafnar undirtektir. Ymsir voru skeknir yfir Konungsfjölskyldan er fyrir- tæki. Eignirnar eru miklar og eignaumsýslan umfangs- mikil. Örygtisgæsla hefur auðvitað skilað sér inn til þessa fyrirtækis Gallinn er bara sá að þar er andinn enn svo ótrúlega gamaldags að breytingar ganga hægt 126
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.