Frjáls verslun - 01.10.2003, Qupperneq 128
Hrafnhildur Njálsdóttir, hársnyrtir og eigandi hársnyrtistofunnar Salon Reykjavík
í Árósum. „Ég bý á yndislegum stað, í sumarhúsi 300 metra frá ströndinni. Mér
hefði aldrei dottið í hug að það ætti fyrir mér að liggja að búa í sumarhúsi en mér
hefur hvergi nokkurs staðar liðið eins vel," segir hún.
Mynd: Guðrún Helga Sigurðardóttir
Hrafnhlldur Njálsdóttir,
Salon Reykjavík
Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur, Árósum
w
Eg er í fullu starfi við að reka þessa
hárgreiðslustofu, Salon Reykjavík,
ásamt kollega mínum, Jonnu
Magdalenu Pedersen. Við eigum þessa
stofu saman og höfum rekið hana í rúm-
lega eitt ár. Stofan er á besta stað í hjarta
Arósa. Það voru margir sem vildu kaupa
þennan rekstur, hann var dýr og það var
mjög dýrt að borga sig inn í húsnæðið
en viðtökurnar hafa verið frábærar, við
getum ekki sagt annað. Á mörgum
stöðum þarf að borga svokallaða „lykla-
peninga” til að fá lykilinn afhentan og
það getur kostað allt að 10 milljónum
íslenskra króna. Innréttingarnar eru
þær dýrustu á markaðnum, allar hann-
aðar af Philip Starck. Það var því mjög
dýrt að hefja þennan rekstur enda
ekkert til sparað af okkar hálfu. Það er
mikil vinna að starfa sjálfstætt og við
höfum ekki haft tíma fyrir annað, að
minnsta kosti hefur lífið verið þannig
undanfarið ár,“ segir Hrafnhildur Njáls-
dóttir, eigandi hársnyrtistofúnnar Salon
Reykjavík í Árósum. Hrafnhildur er
þekkt á Islandi fyrir að hafa byggt upp
fyrirtækið Jurtagull um framleiðslu og
þróun á hársnyrtivörum úr íslenskum
jurtum fyrir nokkrum árum en Sól-
heimar í Grímsnesi keyptu 80% hlut í
fyrirtækinu fyrir tæpum þremur árum.
Opnunartíminn hjá Salon Reykjavík
er langur. „Engum nema Islendingum
dytti í hug að hafa opið 55 tíma á viku.
Við opnum klukkan 9 á morgnana og tvo
daga í viku, miðvikudaga og fimmtu-
daga, höfum við opið til klukkan sjö. Við
höfum svo opið til Jjögur á laugardögum.
Þetta er óvenjulegt. Það er dýrt fyrir fólk
að taka sér frí úr vinnu til að fara í klipp-
ingu og við viljum gefa fólki tækifæri til
að láta klippa sig án þess að taka sér frí
úr vinnu. Danir eru fastheldnir og ekki
eins nýjungagjarnir og við Islendingar
og maður þarf að hafa fyrir því að afla sér
viðskiptavina. Danir skipta ekki um hár-
snyrti jafn ört og Islendingar sem alltaf
eru tilbúnir til að prófa eitthvað nýtt. Ef
þeir eru ánægðir eru þeir afskaplega
tryggir. Við þurftum að fara í auglýsinga-
herferð fyrst eftír að við byijuðum og
það má segja að við höfum virkað sem
eins konar lifandi landkynning. Við
spjöllum við viðskiptavinina, leiðbeinum
þeim og fræðum um Island og fyrr á
þessu ári vorum við með keppni í sam-
vinnu við Flugleiðir og var vinningurinn
ferð til Islands. Þetta hefur verið þungur
FÓLK
róður og við höfum aldrei fengið fúll laun
þetta árið en við fengum góða hjálp hjá
íslenskri konu, Sigrúnu Þormar, áður en
við fórum út 1 þetta. Hún vann með
okkur viðskiptaáætlunina og sér nú um
bókhald stofunnar. Það er óneitanlega
plús að hún hefur farið sjálf í gegnum
þetta ferli,“ segir Hrafnhildur.
Hrafnhildur er fædd og uppalin í
Keflavík. „Eg kláraði hárgreiðsluna fyrir
22 árum og fór þá strax út í stofurekstur.
Árið 1986 flutti ég ásamt fjölskyldu minni
til Danmerkur og fyrrverandi maðurinn
minn fór í nám. Við bjuggum í Horsens
og ég vann þar á mjög góðri stofu. Þegar
hann var búinn fluttum við til baka og
nokkrum árum seinna fór ég af stað með
fyrirtækið Jurtagull, framleiðslu á hár-
snyrtivörum úr íslenskum jurtum. Eg
hafði eiginlega fengið hugmyndina að
því meðan ég bjó hérna. Eg rak þetta
fyrirtæki í sex ár og lenti svo í erfiðum
hjónaskilnaði sem var mér næstum
ofviða. Eina leiðin fyrir mig var að fara í
burtu til að geta unnið mig út úr þvi. Eg
hafði ákveðið að fara í nám í arkitektúr
því að það hefur verið draumur frá því ég
var unglingur og ákvað að fara í listanám
til að undirbúa mig fyrir arkitektanámið.
Eg fann mig svo vel í listanáminu að ég
ákvað að fara ekki í arkitektaskólann.
Þegar gengið var á aurana mína ákvað
ég að fjárfesta í hársnyrtistofunni til að
geta haldið mér uppi. Um leið og stofan
fer að ganga betur getum við ráðið
manneskju í hálft starf og þá getum við
minnkað vinnuna aðeins við okkur. I
janúar byija ég aftur í listaskólanum og
stunda hann einn dag í viku með vinnu.
Þegar stofan er farin að rúlla áhyggju-
laust get ég svo vonandi aukið námið.“
Fyrir utan listina hefur Hrafnhildur
einkum áhuga á andlegum málefnum og
útivist. „Eg bý á yndislegum stað, í
sumarhúsi 300 metra frá ströndinni. Mér
hefði aldrei dottið í hug að það ætti fyrir
mér að liggja að búa í sumarhúsi en mér
hefur hvergi nokkurs staðar liðið eins
vel. Það er engin götulýsing í hverfinu
og íbúarnir vilja ekki slíka lýsingu því að
við sjáum stjörnurnar," segir hún.
Hrathhildur á tvö börn með fv. manni
sínum, Tönju Ann, 15 ára, sem býr hjá
henni í Danmörku, og Helga Þór, 22ja
ára háskólanema. Sll
128