Frjáls verslun - 01.10.2003, Síða 129
FÓLK
Texti: Vigdis Stefánsdóttir
Kjartan Kristjánsson, sjóntækja- og sjónfræðingur. FV-mynd: Geir Ólafsson
Kjartan Kristiánsson,
Optical Studio
fk nnar eigenda Optical Studio gler-
■ Maugnaverslananna, Kjartan Krist-
■ ■jánsson sjóntækjafræðingur, hefur
mörg járn í eldinum og situr ekki auðum
höndum.
„Eg hef alltaf haft mörg áhugamál og
stunda þau eftir því sem ég hef getað,“
segir Kjartan. „Eg er þannig innréttaður
að mér finnst gott að stunda einstaklings-
íþróttir og áhugamál þar sem ég þarf
ekki að taka tillit til margra annarra. Það
áhugamál, sem hefur átt hug minn allan
undanfarin sumur, er fluguveiði sem ég
stunda í ánni Lónsá á Langanesi. En
Lónsá er í landi Grundar sem nú er í eyði
en er í eigu svila míns Hauks R Hauks-
sonar. Þangað fer ég allt að fimm sinnum
yfir sumarið og tel það mikinn kost að
þarna er ekkert gsm-samband.
Eg hef líka stundað langhlaup í rúm-
lega 18 ár og hleyp allt árið um kring,
minn besti tími í keppni í hálfmaraþoni er
1,29 klst. og í 10 km 39 mín. Eg er svo lán-
samur að hafa lagt stund á fimleika á
mínum yngri árum sem gerði mér auð-
veldara að takast á við það álag á
líkamann sem langhlaupum fylgir nú á
miðjum aldri.“
Kjartan lætur sér ekki nægja að
hlaupa, hann hefur einnig gert mikið af
því að hjóla og á forláta fyallahjól. „Eg á
það líka til að setja á mig línuskauta eða
hokkískauta, en það sport stundum við
Kjartan Yalur, 12 ára sonur minn, sam-
an,“ bætir hann við. „Samfara þessu er ég
áhugaljósmyndari og á forláta Hassel-
blad myndavél sem ég nota reyndar helst
til að mynda barnabörnin tvö en einnig til
að mynda auglýsingar fyrir fyrirtækið.
Allar stækkanir bæði í lit og svart
hvítu vinn ég sjálfur í myrkraherberginu
mínu heima, en stundum þar fer nú
fekkandi vegna innreiðar digital í ljós-
myndaheiminn. Eg hef þrívegis verið
með ljósmyndasýningar á Kjarvals-
stöðum og varð þess heiðurs aðnjótandi
árið 1978 að Iistasafn íslands keypti af
mér ljósmynd, en á þeim árum var það
óþekkt að Listasafnið keypti ljósmyndir
sem mjmdlist“
Það þykir vafalitið mörgum merkilegt
hvað Kjartan hefúr mörg áhugamál og
getur sinnt þeim vel en hann er þekktur
fyrir sinn mikla eldhug og að stunda allt
af krafti sem hann gerir, hvort sem það er
tómstundastarf eða vinna.
„Margar af mlnum bestu viðskipta-
hugmyndum hef ég fengið þegar ég er
að hlaupa eða veiða,“ segir hann. „Það er
manni nauðsynlegt að fara í annan gír og
búa þannig í haginn fyrir hugmyndir og
það hefur reynst mér vel að sinna áhuga-
málunum því oft eru ákveðin efni sem
þarfnast lausnar sem þá kemur þegar ég
hef sett hugann í e.k. hvíld við annað.“
Kjartan, sem er sjóntækja- og sjón-
fræðingur að mennt, hefur rekið versl-
anirnar Optical Studio, sem eru ijórar
talsins, og Gleraugnaverslunina í Mjódd,
Gleraugnaverslun Suðurlands og Gler-
augnaverslun Keflavíkur um árabil.
Hann hefúr mikla reynslu í starfi, og var
fyrstur íslenskra sjóntækjafræðinga til að
hefja sjónmælingar fyrir opnum tjöldum í
nýrri verslun sinni í Smáralind, Optical
Studio EX. Gömul og úrelt lög hömluðu
sjóntækjafræðingum að stunda starf sitt,
sem þeir höfðu menntað sig í, og veitir
þeim starfsréttindi í þeim löndum sem
við íslendingar viljum helst miða okkur
við. En lög um starfsréttindi sjónfræð-
inga eru nú á frumvarpalista ríkisstjórn-
arinnar í vetur enda hefur landlæknir
mælst til þess að starfsréttindi okkar
verði staðfest sem fyrst.
„Það hefur verið sagt um mig að ég
sé bíladellukarl í viðbót við allt annað,“
segir Kjartan. „Eg get auðvitað ekki
neitað því að ég hef talsverðan áhuga á
bílum eins og margir karlar og á góðan
sportbíl sem ég hef gaman af að aka. En
mér finnst líka gott að vera heima og
hef þar 12 feta snóker-keppnisborð sem
ég nota óspart."
Líklega er það svo að þeir sem mest
hafa að gera i vinnunni, finna sér líka
mestan tímann til að sinna áhugamálum.
Að minnsta kosti hlýtur því að vera
þannig háttað með Kjartan Kristjánsson
sem þrátt fyrir umfangsmikinn rekstur
gefur sér tíma til að sinna sjálfum sér. SU
129