Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN FAKEPPNI OG HRINGAMYNDUN: Fólkið flautaði í Kópavogi Ein af skemmtilegri fréttum síðasta árs var um opnun afgreiðslustöðvar Atlantsolíu fyrir dísilolíu til almennings við Kársnesbraut 1 Kópavogi. Þarna hefur að vísu verið bensínafgreiðsla í áraraðir, fyrst á vegum Olís en síðan Skelj- ungs. Atlantsolía keypti lóðina. Húsnæðið er komið tíl ára sinna og er fremur óspennandi. Þennan miðvikudag í des- ember sl. voru fréttamenn allra fiölmiðla á íslandi engu að síður mættir á staðinn. Löng röð biffeiða var eftír afgreiðslu. Bílstjórar flautuðu. Þetta minnti einna helst á það þegar heims- meistaratítli í knattspyrnu er fagnað. Það var eins og olíufélag hefði aldrei opnað afgreiðslustöð á íslandi áður. Útlendingur, sem var við opnunina á vegum Atlantsolíu, mun hafa horft furðu lostinn á uppákomuna og sagt eitthvað sem svo: „Hvað hafa olíufélögin eiginlega gert fólkinu í þessu landi?“ HINIR FAGNANDI bílstjórar voru komnir í Kópavoginn til að fagna nýrri samkeppni í sölu á dísilolíu - og sýna það í verki. Þetta var aðeins önnur afgreiðslustöðin sem Atlantsolía hafði opnað. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvort Atlantsolía nær fótfestu því erfiðara er fyrir nýjan keppinaut að komast inn í atvinnu- grein eftir því sem hún er frekari á ijármagn. Stóru olíufélögin þrjú, sem fyrir voru á markaðnum, eru sterk og mæta hinum nýja keppinaut af afli. En fólkið flautaði í Kópavogi vegna þess að því fannst orðið nóg um fákeppni olíufélaganna - og hvað þá fréttír af meintu samráði þeirra fyrr á árum. FLAUTUKONSERTINN í Kópavogi er táknrænn fyrir umræðuna um fákeppni og hringamyndun á íslandi. Umræðan er áköf og oft á persónulegum nótum og hefur forsætísráð- herra tekið aigerandi þátt í henni. Því er haldið fram að auð- menn íslands hafi tekið völdin í samfélaginu, að ijármagnið hafi tekið völdin, að hér séu nokkrir auðhringar sem öllu stjórni og athafnafrelsi annarra að engu orðið. Konsertinn í Kópavogi bendir tíl að fákeppni og hringamyndun brenni á landsmönn- um. I þessu máli er þó ekki allt sem sýnist og það er óvenju flókið. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur skipað neihd til að fara ofan í málið og eru nefndarmenn ekki öfunds- verðir. I ljósi þess hvernig forsætisráðherra hefur talað reikna flestir með að ríkisstjórnin leggi fram lagairumvarp gegn fákeppni og hringamyndun á næsta vetri. LANGFLESTIR AÐHYLLAST frelsi í viðskiptum og eru andvígir fákeppni og hringamyndun. Þannig er það bara. Vandinn felst hins vegar í „sjúkdómsgreiningunni". Er fákeppni á litlum markaði einokun? Á að meina einstaklingi að selja fyrirtæki, aleigu sína til ráðandi fyrirtækis? Hættan er sú að „lækningin“ geri illt verra og dragi úr framförum. Þrátt fyrir að menn sjái „skrattann í öllum hornum“ hafa vindar frelsis aldrei leikið eins kröftuglega um íslenskt viðskiptalíf og einmitt síðustu þrettán árin - í tíð ríkisstjórna Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra. Þetta frelsi hefur leitt tíl framfara á öllum sviðum atvinnulífsins; stórkostlegs hagvaxtar, aukins kaupmáttar, öflugrar útrásar, stórhuga fjárfestinga hér heima og erlendis og krafts sem leyst hefur úr læðingi athafna- mennsku víða í þjóðfélaginu. En svo virðist sem forsætisráð- herra og ráðgjafar hans hafi rökrætt sig til þeirrar niðurstöðu að frelsið sem hann hratt af stað sé orðið að einhveiju ófrelsi; að samkeppnin hafi breyst í einokun; að einokunin komi niður á öllum almenningi og því verði að krukka í markaðs- öflin. Ég er algerlega á öndverðum meiði við forsætisráðherra og undrast raunar að hann setji sjálfan sig og flokk sinn í þá furðulegu stöðu að þurfa að verja verk sín og árangur eftir svo glæstan feril. Svo illa finnst fólki ekki komið fyrir atvinnulífinu þótt verulegs gassagangs hafi gætt hjá bönkunum í Jjárfestíngum í fyrirtækjum á undanförnum mánuðum. Og svo illa er landsmönnum ekki við Jón Ásgeir og Bónus-versl- anirnar. Það er mikið ógæfuspor ef sett verða lög sem helja nornaveiðar, setja upp kvótakerfi, höft og hömlur í öllum greinum atvinnulífsins; lög sem ákveða hvað hver og einn megi eiga, og hvað hver og einn megi verða stór á markaði. Það er löngu vitað að aðgangstakmarkanir nýrra fyrirtækja að mörkuðum þrífast oftast í skjóli stjórnvalda og lögverndar - oft í formi opinberra álaga eða verðákvarðana. AUÐHRINGAR OG VIÐSKIFI AVELDI koma og fara í viðskiptum. Eilífðarvélin er ekki til. Fyrir tíu árum voru lang- flestir auðmenn íslands fátækir. Viðskiptaveldi, sem þenjast út á mettíma, byggja útþenslu sína yfirleitt á lánsfé. Sennilega væri nær að hafa áhyggjur af því hve erlendar skuldir þjóðar- innar og viðskiptalífsins vegna umsvifa síðustu ára eru miklar, eða um 150% af vergri þjóðarframleiðslu. Fái viðskiptalífið skell vegna gengisfalls krónunnar leysist umræðan um auð- hringana ef til vill af sjálfu sér - og líklega mun flautukonsert fólks þá hafa aðra og verri merkingu en sá sem var haldinn í Kópavogi. [B Jón G. Hauksson r Eg er algerlega á öndverðum meiði við forsætísráðherra og undrast raunar að hann setji sjálfan sig og flokk sinn í þá furðulegu stöðu að þurfa að verja verk sín og árangur eftír svo glæstan feril. Svo illa finnst fólki ekki komið fyrir atvinnulífinu. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.