Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 24

Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 24
FQRSÍÐUGREIN - FÁKEPPNI QG HRINGAMYNOUN HAGFRÆÐIN ER SKRÍTIN: Þörfin fyrir að byggja upp veldi Hagfræðin er skrítin. Einn daginn er tískuorðið „hag- kvæmni stórreksturs" og að best sé að sameina fyrirtæki og byggja upp stórveldi til að það sé betur í stakk búið tíl frekari tjárfestinga. Sé með sterkara eigið fé og svo ekki sé nú minnst á „samlegðaráhrifin“ svonefndu. Hinn daginn snýst allt um að „búta niður fyrirtæki" undir yfirskriftinni „við ætlum að gera það sem við kunnum best“. Sagan sýnir að viðskiptaveldi verða oft tíl á methraða. Þau byggja útþenslu sína yfirleitt á lánsfé. Fátækir menn sýnast skyndilega mjög ríkir. Þetta gerist fljótt. Sagan sýnir líka að „helstu andstæðingarí' margra fyrirtækjasamsteypa eru þær sjálfar. Það er erfitt að halda utan um þetta. Sá sem var frum- kvöðullinn og brautryðjandinn getur ekki verið sérfræðingur í öllu þótt hann sé fær og áhuga- samur - í stuði. Þijár leiðir eru tíl að byggja upp viðskipta- veldi. Þær eru sú lóðrétta, lárétta og sú „óskylda". Byko er gott dæmi um lóðréttu veldis- leiðina: Byggingavöruverslun - eigin innflutningur á timbri - timburvinnsla í Lettlandi - skógur í Rússlandi. Síðan hefur fyrirtækið farið út á matvörumarkaðinn með kaupum á Kaupási og nú síðast tók Jón Helgi Guðmundsson þátt í kaupum á ráðandi hlut í Flugleiðum. Bónus er gott dæmi um láréttu leiðina. Byijað var á að kaupa fyrirtæki á sama sviði: Bónus - Hagkaup - Nýkaup - 10-11. Síðan hefur veldið þanist út í allar áttir og yfir í margar atvinnugreinar. Áhuginn er núna mestur á að ijár- festa í verslunum í Bretlandi. Samson er ágætt dæmi um „óskyldan rekstur": Lyljafyrirtæki - banki - skipa- félag - flugfélag - bókaútgáfa. Félagarnir í Samson urðu fyrst efnaðir þegar þeir seldu bjórverksmiðju sína í Rússlandi en samhliða henni höfðu þeir byggt upp alþjóðlega lyijafyrirtækið Pharmaco sem hækkað hefur mest allra fyrirtækja í verði á Islandi og er verðmætasta félag landsins. SIi Sagan sýnir líka að „helstu andstæðingar“ margra fyrirtækjasam- steypa eru þær sjálfar. Það er erfitt fyrir frum- kvöðulinn að halda utan um þetía og vera sérfræðingur í öllu. ÍSLAND ÁVIÐ GRIMSBY: FÁKEPPNI0G TVÍKEPPNI Markaðsöflin á íslandi sem víða í Evrópu hafa undanfarinn áratug leitast við að hafa tvö til þrjú ráðandi fyrirtæki á hveijum markaði fyrir sig - ásamt nokkrum litlum. Erfitt er þó að skilgreina „íslenskan markað og heimamarkað" eftir að heimurinn varð eitt markaðssvæði. Ef fyrirtæki sameinast og eftír standa tvö til þrjú ráðandi fyrirtæki á sínu sviði, er þá ekki lengur um frjálsa samkeppni að ræða? Jú, gætí einhver sagt, það er samkeppnin sem ræður þvi hversu stór fyrirtæki verða og hversu mörg þeirra lifa af. Yfirleitt hafa menn skilgreint fijálsa samkeppni þannig að hún sé til staðar á meðan ný fyrirtæki, innlend sem erlend, hafa frjálsan aðgang að mörk- uðum, á meðan nýir menn með nýjar hug- myndir komast að. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt við að erfitt sé að komast inn á markað þar sem sterk fyrirtæki eru fyrir og ætla að hasla sér völl án ærins tilkostnaðar. Stundum er eina leiðin inn á nýja markaði að kaupa sig inn á þá í gegnum sterkt fyrirtæki sem er þar fyrir. En hvers vegna er allur þessi vilji íslenskra athafnamanna til að láta fyrirtæki vaxa, t.d. með þvl að sameinast öðrum? Algengasta svarið er að íslensk fyrirtæki séu agnarsmá á alþjóðlegan mælikvarða og verði að styrkja sig heima fyrir eigi þau að geta látið að sér kveða í útlöndum. íbúafjöldi á Islandi er svipaður og í borginni Grimsby í Bretlandi. Stærri er íslenski markaðurinn ekki. En hvers vegna eru ekki á öllum mörkuðum á íslandi tugir öflugra fyrirtækja í sömu atvinnugrein að keppa, þannig er samkeppnin virkust og skemmtilegust? Það er enginn hrifinn af fákeppni. Svarið hefur verið þetta: Fyrirtæki reyna að stækka til að lifa af, skila hluthöfum sínum viðunandi ávöxtun, tryggja fólki starfsöryggi og samkeppnishæf laun, og ná fram lægra vöruverði í gegnum stórinnkaup og hagræðingu. Þess vegna sýnir reynslan að það er oftast rými fyrir aðeins tvö tíl þijú stórfyrirtæki í hverri atvinnugrein og nokkur smá - því miður. HH En hvers vegna eru ekki á öllum mörkuðum á / Islandi tugir öflugra fyrirtækja í sömu atvinnu- grein að keppa, þannig er samkeppnin virkust og skemmtilegust? 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.