Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.03.2004, Qupperneq 29
VIÐTAL BÆRING ÓLAFSSON Hann byijaði sem sölu- og markaðsstjóri hjá Vífilfelli árið 1986. Nokkrum árum síðar fór hann til höfuðstöðva Coca Cola Company í Atlanta í Georgíu og var þar þjálfunar- og þróunarstjóri fyrir Asíu, svo bjó hann í Hong Kong í þijú ár, þá í Nýju-Delhi á Indlandi í íjögur og hálft ár þar sem hann var með 15-16 verksmiðjur í fimm ríkjum og síðan sem aðstoðarframkvæmdastjóri í Rúmeníu í tvö ár. Bæring hefur búið i Moskvu síðustu árin og starfað hjá Coca Cola Hellenic Bottling Company, sem er í eigu Coca Cola Company og grískra auðjöfra. Fyrirtækið er þriðja stærsta átöppunarkeðja í heiminum á eftir Coca Cola Enterprises í Bandaríkjunum og Coca Cola í Mexíkó og það framleiðir, dreifir, markaðssetur og selur öll vörumerki Coca Cola í 26 löndum, öllum löndum Evrópu og Nígeríu. Fyrirtækið er skipulagt þannig að forstjóri fyrirtækis- ins er með þrjá svæðisstjóra sem síðan eru með undir sér framkvæmdastjóra í hverju landi fyrir sig. Fyrirtækið er rekið algjörlega sjálfstætt í hveiju landi eftir aðstæðum á staðnum. Rússlandi er skipt í þijá hluta og er Bæring framkvæmdastjóri fyrir stærsta hlutanum sem er Moskvusvæðið og 800 kílómetra radíus. Hann er með 6.000 starfsmenn og 11 verksmiðjur á sinni könnu. Heildarvelta fyrirtækisins er 600 milljónir dollara, eða um 45 milljarðar króna. Þar af stendur svæði Bærings fyrir 230 milljónum dollara, eða um 20 milljarða veltu. í algjöru rugli „Coca Cola kom inn í Rússland 1993. Verk- smiðjan var sett upp 1994 og fyrirtækið var rekið með stóru tapi þar til við tókum við því. I Moskvu vorum við t.d. að tapa einum milljarði króna þegar ég kom inn. Núna höfum við snúið þessu upp í 2,5 milljarða nettóhagnað. Það hefur því orðið sveifla upp á 3,5 milljarða á tveimur og hálfu ári, mest út af söluaukningu og svo ýmsum hagræðingaraðgerðum. Samningar við viðskiptavini voru algjörlega út í hött þannig að ég byrjaði á því að segja upp öllum viðskiptasamningum og endursemja við alla viðskiptavini. Það náðist gífurlegur sparnaður við það. Þetta var komið út í algjört rugl. Ofljár- festingar höfðu verið á vélum og tækjum í verksmiðjunni og framleiðslugetan var miklu meiri en markaðurinn er. Við þurfum t.d. ekki að ijárfesta meira í vélum og tækjum næstu tvö til þrjú árin. Það var lítið til sparað enda er verksmiðjan mjög góð. Eg sagði upp starfsfólki og viðskiptasamningum við birgja. Ég endursamdi raunverulega allan grundvöllinn fyrir fyrirtækinu og endurskipulagði fyrirtækið frá upphafi til enda,“ segir Bæring. Eflin fjögur „Þetta var nákvæmlega það sama og ég gerði í Rúmeníu. Við vorum í stórtapi þar þegar ég kom inn og ég sneri því við á tveimur árum. Sama var á Indlandi. Ég er eiginlega kominn með það vörumerki á sjálfan mig að ég geti komið inn í fyrirtæki og snúið rekstrinum við mjög fljótt, mjög hratt og mjög vel. Ég kann það. Ég hef ákveðið mottó í lífinu, Effin ijögur, Focus, Fast, Firm og Fair. Ef maður veit hvað maður er að gera, hefur markað stefnuna og veit hvernig og hvert maður er að fara með fyrirtækið þá getur maður snúið rekstrinum við ef maður lifir eftir þessari formúlu." Rússland er stórt land, 145 milljónir íbúa, og 15 milljónir manna í Moskvu, sem er stærsta borg Evrópu. Efnahags- vöxtur í Rússlandi var 4,5% í fyrra og verður sennilega 6,4% á þessu ári. Þar sem efnahagsvöxturinn í Moskvu er svo stór hluti efnahagsvaxtar landsins alls má búast við að efnahags- vöxturinn hafi verið um 8-9% á ári síðustu þijú ár. Ráðstöfunar- tekjur fólks eru að aukast og millistéttin er að vaxa sem er grundvöllurinn fyrir því að fyrirtæki gangi vel. Pepsi var búið að vera í Rússlandi í 15 ár þegar Coca Cola kom inn á mark- aðinn 1994-1995. Árið 1998 hafði Coca Cola náð sömu mark- aðshlutdeild og Pepsi og í dag er Coca Cola með 47% og Pepsi með 27% þannig að Coca Cola hefur aukið hlut- deild sína úr 39% í 47%. „Coca Cola var kosið eftir- lætis vörumerki Rússa í fyrra og er það í fyrsta skipti sem erlent vörumerki nær þeim árangri. Stór hluti Rússa lítur á Coca Cola sem innlenda framleiðslu sem það auðvitað er. Það er allt framleitt í Rúss- landi, jafnvel sykurinn og vatnið, og svo er vinnuaflið keypt í landinu. Við erum núna stærsta og þekktasta vörumerkið í Rússlandi. Við vorum líka kosnir besti birgirinn í fyrra í könnun sem gerð var meðal 3.500 verslanaeigenda í og fyrir utan Moskvu. Við fengum yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og vorum kjörnir besti birgirinn annað árið í röð.“ Mikil 09 kung Skriff innska Talið berst að því að vera vestrænn stjórnandi í Rússlandi og það segir Bæring að sé mjög erfitt Rússar séu yfirleitt mjög vel menntaðir, gjarnan með tækni- menntun, en þeir séu fáir sem hafi menntun í sölu- og markaðs- málum. Ungt fólk, sem hafi hlotið menntun sína erlendis, sé þó að koma á vinnumarkaðinn en það taki tíma að öðlast hæfni og reynslu. Vestræn fyrirtæki eyði verulegum ijármunum í að skóla starfsmennina, sjálfur segist hann hafa eytt einni milljón dollara í þjálfun og þróun starfsmanna á síðasta ári. „Þetta er mikil og þung skriffinnska og erfitt að fá hlutina í gegn. Stjórnendur verða að úthugsa hlutina vel fyrirfram. Ef eitthvað bíður fram á síðustu stundu þá annaðhvort gengur það ekki eftir eða viðkomandi stjórnandi verður að borga undir borðið. Fyrirtæki eins og okkar gerir það ekki. Við viljum ekki, getum ekki og munum aldrei borga mútur. Við viljum hafa allt kristaltært á okkar borðum þannig að við FRAMLEIÐSLA C0CA C0LA í M0SKUU UAR 27 MILLJÓNIR KASSA ÞEGAR BÆRING K0M TIL STARFA ÁRIÐ 2001, ÁRIÐ 2003 UAR HÚN 53 MILLJÓNIR 0G í ÁR ER STEFNAN SETT Á 65 MILLJÓNIR KASSA. „Ég er eiginlega kominn með það vörumerki á sjálfan mig að ég geti komið inn í fyrirtæki og snúið rekstrinum við mjög fljótt, mjög t hratt og mjög vel. Eg kann það. Ég hef ákveðið mottó í lífinu, Éffin ljögur, Focus, Fast, Firm og Fair.“ 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.