Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 30
VIÐTAL BÆRING OLAFSSON Með verksmiðjustjóranum í Moskvu. erum með þijá starfsmenn sem sjá um skriffinnskuna og viðskipti við kerfið, fá leyfi og slíkt. Það getur tekið marga mánuði, t.d. ef maður ætlar að fá atvinnuleyfi fyrir erlenda starfsmenn. 8-9% atvinnuleysi er í landinu og rússnesk stjórn- völd telja að það sé menntun fyrir hendi. Þetta hefur valdið okkur mestum erfiðleikum, t.d. þegar við höfum þurft að setja upp nýja framleiðslulínu. Við vorum einu sinni of seinir til að fá atvinnulejÆ fyrir tæknimenn sem ætluðu að setja upp nýjan vélbúnað fyrir okkur á fimm dögum og komu þeir sem ferðamenn til landsins. Verkalýðsfélagið uppgötvaði þetta og það tók mig 48 tíma að leysa þessa menn úr fangelsi.“ - Er mikið um mútur, spillingu í Moskvu? Já, töluvert, t.d. í samkeppninni. Við borgum stundum fyrir einkasölu á kók á veitingastöðum í 3-4 ár og þurfum þá að gæta þess að hafa alla samninga löglega. Þó að lögffæðingar séu búnir að fara yfir þetta þá finnur maður stundum ýmsa veikleika, t.d. ólöglegt fyrirtæki á bak við löglegt fyrirtæki. Við þurfum að fara vel yfir skráningar á öllum fyrirtækjum og kanna hvort einhveijar eignir séu á bak við þau. Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að við höfum látið peninga af hendi og svo hafa viðkomandi fyrirtæki horfið. Eða þá að stjórnendur þeirra hafi líka tekið við peningum af samkeppnisaðilanum. Eg er með hóp lögfræðinga í þessum málum en það hefur gengið upp og ofan. Maður verður að gæta þess vel að vera með sem mest staðgreitt og fara vel yfir alla samninga," segir Bæring. Bissness fjallar um fólk Dvölin í ijarlægum löndum hefur gefið honum mikið, sérstaklega í Indlandi og Rúmeníu sem honum þykir hafa verið góður skóli fyrir starfið í Rússlandi. Hann segist hafa lært mikið af mistökum sínum í lífinu. Sem Islendingur og Evrópubúi hafi verið auðvelt að flytja til Bandaríkjanna, menningin sé svo svipuð, en það hafi verið mikil reynsla að fara til Indlands, það hafi verið svo gjörsam- lega ólíkt öllu öðru sem hann hafi reynt áður. „Eg hef lært gífurlega mikið og þróast persónulega. Öll þessi verkefni hafa valdið mikilli ánægju. Það er hver dagur skemmtilegur," segir hann og telur við nánari umhugsun að fólkið í þessum löndum sé sér eftirminnilegast. ,Að sjá muninn á fólkinu, sem ég kaus með mér sem yfirstjórnendur, frá fyrsta starfsdegi og þeim síðasta þegar ég fór út aftur. Það hefur alltaf gefið mér mestu ánægjuna í lífinu að sjá það sem ég hef skilið eftir. A endanum íjallar bissness bara um fólk. Það er ekkert öðru- vísi. Fólkið skiptir öllu máli, hvernig starfsmenn þjálfast og þróast, hvers konar viðhorf og hegðun er í fyrirtækinu. Starfsmennirnir hafa kannski ákveðin viðhorf þegar nýr stjórnandi kemur og svo eru viðhorfin allt önnur þegar stjórnandinn fer.“ Bæring segist hafa orðið fyrir miklu kúltúrsjokki þegar hann kom fyrst til Indlands og fyrstu sex mánuðirnir hafi verið gífurlega erfiðir. „Maður getur ekki horfið inn í hópinn. Það sést á 100 metra færi að maður er útlendingur. Það er því erfitt að laga sig að aðstæðum auk þess sem aðstæðurnar eru svo mismunandi. Eg var t.d. að vinna með fimm fylki, Tamil Na, Andhra Pradesh, Karnataka, Kerala og Maharastra og allt mjög ólíkt, tungumál, matur, siðir. Það var mjög ánægju- legt að uppgötva það einn góðar veðurdag að það er auð- veldara að breyta sjálfum sér en milljörðum manna. Um leið og maður hefur uppgötvað að það eru ákveðnir hlutir sem maður getur breytt og öðrum hreinlega ekki þá hættir maður að vera pirraður og láta hlutina fyrir í taugarnar á sér. Maður lætur það bara fara inn um annað eyrað og út um hitt og verður bara „cool about it“. Maður getur ekki unnið í alþjóð- legu umhverfi nema vera sveigjanlegur, þolinmóður, seigur og harður.“[H 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.