Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 43
11JNDÚNAPISTILL SIGRÚNAR
hárprúða Nancy Dell’Olio, væri hlynnt skiptunum. Hún sér
ekki aðeins um heimilisbókhaldið heldur er nokkurs konar
umboðsmaður hans og þykir gallhörð í horn að taka. Meðan
hann virðist alltaf heldur kindarlegur í framkomu er engin
mýkt yfir henni og flölmiðlum. Það gætti nokkurrar samúðar
í garð Sven Görans þegar hann var tekinn í bólinu hjá
frægasta kvenkyns Svíanum hér, sjónvarpskonu að nafni
Ulrika Jonsson, en Nancy var ekki lengi að kippa því máli og
sambýlismanninum sjálfum í liðinn.
Blaðamannafundur á sunnudagsmorgni Þegar þjáifara-
málið var útkljáð á forsíðum blaðanna var enska knatt-
spyrnusambandinu nóg boðið, kallaði til
blaðamannafundar á sunnudagsmorgni til
að kynna hver yrði þjálfari í Evrópukeppn-
inni 2004 og heimsmeistarakeppninni 2006,
allar götur fram til 2008. Sumsé umræddur
Sven Göran Eriksson. Hann sagði ekki mik-
ið á fundinum nema undraðist af hverju væri
verið að krefjast þess að enski landsliðs-
þjálfarinn væri einhver engill, sem mætti
ekki vinna sér inn sand af peningum, mætti
ekki eiga einkalíf og ætti ekki að hugleiða
aðra vinnu. „Mér finnst þetta illskiljanlegt,
en svona er þetta nú bara,“ sagði hann með sínum syngjandi
sænska hreim.
Enskum ijölmiðlum fannst hins vegar jafn illskiljanlegt að
þjálfarinn væri með allan hugann við gylliboð úr öðrum áttum
í stað þess að einbeita sér að boltanum og þeim fannst einnig
illskiljanlegt að þjálfarinn liti á starfið sem persónulegt aug-
lýsingatækifæri íýrir sig í stað þess að einbeita sér að hag
liðsins og knattspyrnusambandsins.
United auðugasta félag heims Ársreikningar Manchester
United, auðugasta fótboltafélags í heimi, gefa innsýn í ofur-
rekstur fótboltafélaganna hér. Áhangendurnir hafa hvað eftir
annað orðið fýrir vonbrigðum með meistarana það sem af er
árinu. Nú bætast ijárfestarnir í súra liðið og spyrja hvort það
sé nokkur eftirsjá í Kenyon til Chelsea. Heildartekjur féllu
ögn, úr 12,3 milljörðum króna niður í 12,2 milljarða króna.
Rekstrarhagnaðurinn jókst hins vegar um 27 prósent, meira
en gert var ráð fyrir, mest vegna minni rekstrarkostnaðar.
Tekjur af ijölmiðlaumsvifum hækkuðu úr 3,6 milljörðum kr. í
4,4 milljarða kr. En sala af varningi féll úr 5,7 milljörðum kr. í
4,8 milljarða kr.
Ofurstjarnan David Beckham, sem var seld til Real
Madrid síðasta sumar, hefur að sögn gamla liðsins hans ekki
valdið gamla félaginu verulegu tekjutapi. Hins vegar létti
salan á launagreiðslunum. Sagt er að hann fái 100 þúsund
pund á viku (13,3 milljónir kr.) hjá Real Madrid, auk auglýs-
ingatekna frá íýrirtækjum eins og Vodafone, Pepsi, Adidas og
Police-sólgleraugnafyrirtækinu. Hann hefur verið dálæti aug-
lýsenda því hann hefur verið ímynd hins góða fjölskyldu-
föður, en það dálæti gæti gufað upp ef framhjáhaldsfréttir fara
að loða við hann.
Veðhlaupahestur á
eftírlaimum er líka
peningavél. Þegar kom
að undaneldinu ætluðu
Irarnir að hafa ágóðann
fyrir sig. Ferguson var
heldur óglaður yfir
Jjeinuskijjtum.
Sir fllex reifst Út af sæðunum Gáfaðir og glæsilegir karl-
menn geta sjaldnast gert mikið úr sæðinu sínu, nema helst til
eigin nota. Öðru máli gegnir um sæði úr annáluðum
veðhlaupahestum. Sæðissala úr einum hesti getur velt
hundruðum milljóna króna á ári, eins og Sir Alex Ferguson,
þjálfari Manchester United, veit orðið allt um. Um leið hefur
málið líka dregið athyglina að ijármálaumsvifum þjálfarans og
áhrifum þeirra á sjálft starfið.
írsku milljónamæringarnir John Magnier og JP McManus
eiga fjárhaldsfélag, Cubic Expression, sem á stærsta hlutinn í
Manchester United, 28,9 prósent. Ferguson og írarnir hafa
verið nánir vinir um árabil og hafa horft með gleði á félagið
vaxa og dafna undir 17 ára stjórn Fergu-
sons og verða ríkasta fótboltafélag í heimi.
Bæði Ferguson og írarnir hafa jafnframt átt
og rekið veðhlaupahesta. Sagt er að Fergu-
son eigi hlut í sex góðum hestum. Irarnir
eignuðust á sínum tíma einstakan hest,
Rock of Gibraltar, sem á hlaupaárum
sínum krækti í flest þau verðlaun sem hægt
var að ná í og sló öll met í verðlaunasöfnun.
Til að gleðja vininn Ferguson gáfu írarnir
honum helming ágóðans af hestinum.
Veðhlaupahestur á eftirlaunum er líka
peningavél. Þegar kom að undaneldinu ætluðu írarnir að
hafa ágóðann fyrir sig. Ferguson var heldur óglaður yfir
þeim skiptum. Hann reiknaði með að sæðissalan skilaði af
sér 10 milljónum punda á ári, svo sér bæru 6,6 milljarðar
króna á ári á meðan hesturinn sé hafður til undaneldis. Eftir
langt þóf ákvað hann að draga vinina fyrir dóm á írlandi.
Þessu tóku írarnir ekki með þegjandi þögninni, heldur fóru
að krukka í leikmannasölur Manchester, sem Jason
Ferguson, sonur þjálfarans, hefur séð um og orðið milljóna-
mæringur á. Liður í átökunum voru 99 spurningar um sölur
sem þeir vildu fá svarað. Sem dæmi um umboðslaun má
nefna að þegar Manchester keypti Louis Saha í janúar og
greiddi 1,7 milljarða króna fyrir, námu umboðslaunin 100
milljónum króna.
Á endanum hringdi Sir Alex sjálfur í Magnier í sumarhús
hans á Barbados til að friðmælast. Fréttum ber ekki alveg
saman um hver endanlega lausnin var en svo virðist sem Sir
Alex hafi sættst á að fá afrakstur fjögurra sæðisgjafa á ári,
eða aðeins lítið brot af tekjunum. Málaferlum verður þá hætt
og einnig draga írarnir til baka meiðyrðamál gegn þjálfar-
anum.
Það er stundum sagt að stórfyrirtæki séu karlaheimur, en
þar er þó kvenfólk viðloðandi, jafiivel í einstaka stjórnarher-
beraum. í fótboltaheiminum eru alls engar konur í augsýn,
nema í svefnherbergjunum og sem útgjaldaliðir á kredit-
kortareikningum. Fótboltaheimurinn er því hugsanlega gott
dæmi um hvernig viðskiptaheimurinn væri ef þar nyti alls
engra kvenna við: Algjörlega vaðandi gróðahyggja, hags-
munapot og gegndarlaus græðgi. Verst að Freud er ekki
lengur á lífi til að túlka fyrir okkur hina raunverulegu merk-
ingu þessarar hamslausu þarfa fótboltakarlanna... Qfl
43