Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 46

Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 46
NÆRMYND AF ANDRA MÁ INGÓLFSSYNI „Hann er afar árangursmiðaður í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og mjög meðvitaður um reksturinn á hveijum tíma,“ segir Þorsteinn. Heimsferðir hafa verið að gera það gott öll árin frá stofnun. Kunnugir segja Andra Má hafa „low-cost“ hugtakið á hreinu, viti hvernig eigi að reka ferðaskrifstofu fyrir sem minnstan tilkostn- að en þó þannig að sómi sé að. „Andri Már er afar varkár maður og veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Kaupin á Eimskipafélagshúsinu eru þaul- hugsuð og þar er ekki anað að neinu. Hann stígur yfirleitt var- lega til jarðar og er ekki sérlega vel við að láta koma sér á óvart," segir Þorsteinn. Fleiri taka í sama streng, segja hann vilja vita hvað er handan hornsins, hvort sem hann er að taka ákvarðanir í viðskiptum eða ferðast. ,Andri er ekki þessi týpa sem tekur áhættu í viðskiptum,“ segir kunningi Andra Más. Hann bætti við að í ljósi þessa þurfi ekki að koma á óvart að honum hafi ekki liðið sérlega vel þegar hann rak ferðaskrifstofuna Veröld ásamt fleirum áður en Heimsferðir komu til sögunnar. Það hafi verið óttalegt basl. Sá rekstur hafi hins vegar verið eldskírn Andra Más í ferðabransanum. Pabbahlutverkið Reyndar lærðist Andra Má snemma að standa á eigin fótum því móðir hans flutti til Svíþjóðar þegar hann var í menntaskóla. Bjó hann þá með Evu Mjöll systur sinni sem þekkt er sem fiðluleikari. Andri Már er annars mikill fjölskyldumaður. Hann á þrjú hálfsystkini sammæðra, Kristján, Hafdísi og Sif, og hefur hann mikið samband við þau. Hann hefur hins vegar minna samband við systur sínar samfeðra. Laufey, móðir Andra Más, hefúr komið að ferðastjórn á Kanarí- eyjum ásamt núverandi manni sínum, Sigurði Guðmundssyni. Andri er nýorðinn pabbi en sambýliskona hans, Valgerður Franklínsdóttir, eignaðist strák í september síðastliðnum. Kunningjar Andra Más segja hann mjög upptekinn af föður- hlutverkinu, það hafi veitt honum nýja sýn á tilveruna. Pabba- hlutverkið féll líka í góðan jarðveg í vinnunni en Heimsferðir eru kvennavinnustaður og samband Andra Más við starfs- fólkið mjög gott. Vel kynntur Andri Már hefur fágaða útgeislun, kemur vel fyrir og er vel kynntur. Honum lætur vel að stjórna fólki. Kunnugir segja hann afar laginn við að ná því besta út úr starfsfólki sínu sem er mjög húsbóndahoflt enda lítið um mannabreytingar hjá Heimsferðum. Einn samstarfsmaður Andra Más til margra ára sagði hann mikinn nákvæmnismann. „En hann er afar jákvæður og mannlegur í allri franflíomu og annt um að hafa góðan anda í fyrirtækinu. Hann vill frekar vera félagi starfs- fólksins en yfirmaður. Hann getur stokkið í öll störf. Ef maður er strand í verkefnum er hann fljótur að finna lausnir. Eðfl máls samkvæmt getur stundum gengið á ýmsu í ferðabransanum en hann er alltaf yfirvegaður og er aldrei með óðagot.“ Annar kunningi Andra Más segir hann svo vel inni í öllum störfum að hann sé t.d. með þegar verið er að setja upp tölvu- kerfin í fyrirtækinu og hann þekki þau út og inn. „Hann þekkir sitt fyrirtæki frá a til ö. Það er auðvitað mikill styrkur en kannski er galfinn sá að hann vill stundum vasast í of mörgu sjálfur." Sveinn Líndal hjá auglýsingastof- unni Nonna og Manna hefur þekkt Andra Má í nokkur ár en þeir eru góðir vinir. „Hann er algjör klettur sem hægt er að treysta fullkomlega. Hann er fljótur að skilja hismið frá kjarnanum og finna lausnir. Það er yfirleitt mun auðveldara að taka ákvörðun eftir samtal við Andra Má.“ Fleiri taka í sama streng, segja hann fljótan að sjá hvort eitthvert vit sé í tækifærum eða ekki. Þá sé hann lunkinn að koma hlutum þannig fyrir að alltaf sé leið út þó útlit sé fyrir torfærur. Þannig sitji hann ekki fastur í dýrum samningum ef hlutirnir virðast ekki ganga upp. Andi Már er mikill tungumálamaður. Þegar hann hefur upp raust sína á spænsku heyra Spánverjar ekki að útlendingur sé á ferð. Hann situr í stjórn Hispanica, spænsk-rómanska menningarfélagsins á Islandi. Hann er ræðismaður Mexíkó á Islandi og er varamaður í stjórn Verslunarráðs íslands. Vinirnir Andri á traustan vinahóp en þar er m.a. að finna Þorstein M. Jónsson og Svein Líndal sem þegar hafa verið nefndir til sögunnar, Þórð Þórðarson lögmann, Ólaf Gunnars- son, son Gunnars Ragnars, og Guðmund Hjaltason, fram- kvæmdastjóra Kers. Viðmælendur FV bera Andra Má aflir vel söguna. Þegar spurt er hvort hann sé gallalaus verður löng þögn þar sem menn humma lengi vel. Þó nefna menn honum til lasts að hann vilji hafa allt fyrirsjáanlegt, sé ifla við óvæntar uppákomur. Gangi það svo langt að menn beinlíns hvetja hann til að slaka á og láta reka á reiðanum smástund. Þó ekki sé nema til að fá smá spennu í hlutina. Einn nefiidi að hann hefði tilhneigingu til að vera miðpunktur í hópi. Ekki þannig að hann léti mikið á sér bera heldur vildi hann gjarnan sitja fyrir miðju. Hann kynni ekki sérlega vel við sig úti á enda. „Hann er svolítill fullkomnunarsinni sem kannski skýrir þetta að einhverju leyti,“ sagði einn kunningi Andra Más. Fagurkerinn Andra er umhugað að halda sér í formi, er reglu- legur gestur í líkamsræktinni í Laugum, hleypur 10 km hlaup í Reykjavíkurmaraþoni og fer í lengri göngur með vinum sínum á sumrin. Hann er ekki hópíþróttamaður og les frekar bók eða hlustar á ljúfa tónlist í stað þess að æsa sig yfir enska boltanum í sjónvarpinu. Og þó hann hafi gaman að góðum bílum er hann ekki manngerðin sem vælir fyrir horn. Hann er ekki mjög kappsfullur þegar kemur að öðru en vinnunni, það virðist ekki mikifl stráksskapur í honum. ,Andri er svolítill sólóisti. Hann hefur dálæti á gönguferðum og vill gjarnan hafa einhvern með sér. Þegar heim er komið eða menn hittast á veitingahúsi fer ekki á milli mál að hann er mikill fagurkeri. Hann hefur yndi af góðri tónlist, les mikið af bókum og veit fátt betra en góðan mat og gott vín,“ segir kunningi Andra Más. Fleiri tala um fagurkerann Andra Má og bæta við að hann sé svolltill lífskúnstner. Enda kippi honum í kynið. 33 Sveinn lindal: „Hann er algjör klettur sem hægt er að treysta ftillkomlega. Hann er fljótur að skilja hismið frá kjarn- anum og finna lausnir.“ 46

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.