Frjáls verslun - 01.03.2004, Síða 56
Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Islands.
FRÉTTIR
Innlendur sparnaður lítíll Hann tók sérstaklega fram að inn
lendur sparnaður væri mjög litiU. Á síðasta áratug hefði hann
verið um eða undir 5% af landsframleiðslu. „Til samanburðar var
algengt að hreinn sparnaður væri á bilinu 10 tíl 15% fram undir
1980. Hreinn sparnaður hefur hins vegar enn minnkað og var
aðeins 1,2% á síðasta ári. Þó hefur afkoma nkissjóðs ekki verið
mjög slæm - það er einkum einkageirinn sem eyðir.“
Gylli sagði að fjárfesting umfram sparnað kæmi fram sem
viðskiptahalli. „Sóknin í erlend lán er hins vegar skiljanleg að því
leyti að það er mjög lítið innlent lánsfé í boði og vextir eru háir.“
SKULDIR ÞJÓÐARINNAR
„GANGIÐ HÆGT UM
GLEÐINNAR DYRI“
Gylfi Magnússon dósent varar við hrikalegum erlendum skuldum
og segir að bankarnir og viðskiptalífið séu afar illa undir það búin
ef gengi krónunnar félli líkt og gerðist á árunum 2000 og 2001.
Eftir Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson
Erlendar skuldir voru 36% af vergri landsframleiðslu árið
1980. í lok síðasta árs var hlutfallið komið í um 150%.“
Þannig komst Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla
Islands, að orði í athyglisverðu erindi sem hann flutti á
hádegisverðarfundi viðskipta- og hagfræðinema nýlega.
Gylfi sagði að greiðslubyrði erlendra langtímalána væri
ríflega 60% af útflutningstekjum og við það bættist svo skamm-
tlmalánin. Hann varaði við svo miklum skuldum og benti á að
hrein erlend skuldastaða (eignir -r skuldir) væri neikvæð um
sem svaraði tveimur þriðju hlutum af vergri landsframleiðslu
og að það væru gjaldeyristekjur eins og hálfs árs - og nærri
60% af markaðsvirði allrar bíla- og íbúðaeignar heimila.
Gengisfall krónunnar þyðir verulegt áfall
Hann vék síðan að stöðu krónunnar og
minnti á að gengisfall krónunnar árin
2000 og 2001 hefði orðið verulegt áfall
lyrir þau tyrirtæki sem höfðu tekjur í
krónum en höfðu fjármagnað sig með
erlendu lánsfé vegna mun lægri vaxta.
„Sú vogaða staða sem olli vandræðum
árin 2000 og 2001 er orðin mun djarfari
núna. Það er sérstakt vandamál að lánin
eru tekin til skamms tíma svo að kerfið
byggir á stöðugri endurfjármögnun."
Bankarnir geta lent í bobba Hann taldi
að þeir viðskiptavinir bankanna sem hefðu tekið erlend lán til að
kaupa innlendar eignir þyldu illa verðfall á eignunum sem og
lækkun krónunnar. „Þótt bankarnir taki ekki beint djarfar
stöður með innlendum eignum og krónunni þá gera þeir það
óbeint. Yandræði viðskiptavinanna verða sjáltkrafa vandræði
lánveitenda þeirra.“
Gylfi benti á að bankarnir væru allir með áhættustýringar-
kerfi. En erlendis hefði það sýnt sig að þau væru ekki óbrigðul.
„Hægt er að draga þá ályktun af stöðunni núna að óeðlilegt sé að
fjármagna með skammtímalánum í erlendri mynt fjárfestingu
sem er með takmarkað greiðsluhæfi. Þetta er sérstaklega hættu-
legt ef margir gera það. Gangið hægt um gleðinnar dyr.“ 33
Sigurður Einarsson
fluttur til London
Sigurður Einarsson, starfandi stjórnar-
formaður KB banka, hefur flutt til London.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Eg hef verið að ferðast mikið vegna starfa minna undan-
farin ár svo að þetta er ekki mikil breyting á því sem verið
hefur. Ég hef verið mikið í Svíþjóð, London, Finnlandi,
Lúxemborg og svo framvegis. Ég flyt til London vegna eðlis
þess starfs og starfsvettvangs sem ég gegni hjá íyrirtækinu í
56
dag. Búseta í London gerir bæði starf mitt auðveldara og
einfaldara jafnframt því sem það verður auðveldara fýrir
viðskiptavini og starfsfólk erlendis að hafa tal af mér þar,“
segir Sigurður.
Þegar Sigurður er spurður að því af hverju hann hafi ekki
valið sér búsetu á Norðurlöndum, t.d.
Svíþjóð, í samræmi þá við stefnu bankans
að hafa Norðurlöndin öll sem heima-
markað, segir hann að London sé
miðstöð fjármálalífs auk þess sem sam-
göngur til og frá London séu auðveldar.
Það hafi haft sitt að segja. 33
Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarfor-
maður KB banka, er fluttur til einnar
helstu miðstöðvar fjármálalífsins í
heiminum, London.