Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 64

Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 64
Þá má sjá húsnæði Bílanausts lengst til hægri. banki er með höfuðstöðvar sínar í hverfinu sem og Straumur- flárfestingarbanki, íbúðalánasjóður, LÍN (Lánasjóður íslenskra námsmanna) og SPV (Sparisjóður vélstjóra). SPRON er með útibú í hverfinu, við Hátún. Enyin sata skákar Boryartúni Þessi sjö ijármálafyrirtæki voru með yfir 137 milljarða króna í tekjur á síðasta ári. Eigið fé þeirra er 140 milljarðar kr. og hagnaður síðasta árs eftir skatta var um 21 milljarður kr. Svona tölur sjást hvergi annars staðar á svo litlu svæði á íslandi. Engin önnur gata eða hverfi skákar núna Borgartúnshverfinu! Mörg önnur þekkt fyrirtæki hafa hreiðrað um sig í hverfinu. Þar má nefna Nýherja, OgVodafone, KPMG, Kaupás (Nóatún), Smith & Norland, Hótel Cabin, VSÓ, Hag- stofuna, Björninn, Bílanaust, Johan Rönning, Öryggis- miðstöðina, Sólargluggatjöld, Heim (útgefanda Frjálsrar verslunar), Fasteignamat ríkisins, Ríkissáttasemjara og áfram mætti telja. Hús atvinnulífsins er við Borgartún og hýsir þar ijölmörg samtök innan atvinnulífsins. ESSO er með bensín- afgreiðslu við Borgartún og þar er Subway. Það fer vel á því að Hagstofan og KPMG séu í hverfinu. Hagstofan heldur utan um allar hagstærðir í landinu og KPMG er stærsta endurskoðunarstofa landsins og stillir upp margri milljarðaársskýrslunni. Fjármagnið flæðir um hverfið. Borgartúnið iðar af bílaumferð á góðum degi. Það er af sem áður var þegar þetta var róleg gata. Mörgum finnst sem umferðarþunginn í götunni sé allt of mikill og hafa á orði að gatan sé „sprungin“. Margar nýbygyinyar Margar nýbyggingar hafa risið við Borgartún á síðustu árum. Nefna má hús Nýheija, Hótel Cabin, Hús atvinnulífsins, KPMG-húsið, Höfðaborg, hús KB- banka, hús Og Vodafone, stórhýsi Straums og Útlendingaeft- irlitsins. Islenskir aðalverktakar eru með stórhýsi í smíðum við Borgartún 25. Hagstofan er í nýuppgerðu húsi við Borg- artún 21 - en í því var Fasteignamat ríkisins áður. Vegagerðin með alla sína milljarða í vegaáætlanir er við Borgartún 5 til 7. KB-banki er stærsta fyrirtækið í Borgartúnshverfinu - með tekjur upp á 51,3 milljarða kr. og íslandsbanki er í öðru sæti með 33,7 milljarða í tekjur. Þess má geta að á lista Fijálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins er Kaupás í 19. sæti, Og Vodafone í 50. sæti, Nýheiji í 56. sæti, SPV í 81. sæti og KPMG í 111. sæti listans. Byggingafélagið Eykt var um árabil með aðsetur við Borgartún. Það reisti Höfðaborgina og hús KB-banka, auk þess sem það gerði upp húsnæðið sem Hagstofan er í. Eykt er núna með höfuðstöðvar í stórhýsi sínu við Lyngháls 4. En svona er sagan. Fátækrahverfið er orðið að miðstöð ijármála á íslandi. Œ] 64

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.