Frjáls verslun - 01.03.2004, Blaðsíða 76
Jón Norland, framkvæmdastjóri Smith & Norland.
SMITH OG NORLAND:
30 AR í NÓATÚNI
„Arkitekt hússins var Jón Haraldsson
heitinn, en faðir minn, Sverrir Norland
rafmagnsverkfræðingur, hefur að öðrum
ólöstuðum haft mestan veg og vanda af
öllum byggingarframkvæmdum allt frá upp-
hafi til þessa dags. Við byggingu fyrra húss-
ins, sem í daglegu tali kallast lagerbygg-
ingin, var alls hófs gætt og enginn óþarfa
íburður hafður í innréttingum og öðru. Eg
man þó eftir því að hafa hugsað með mér á
sinum tíma, þegar húsið var fullrisið: Hvers
vegna í ósköpunum er verið að reisa svona
stórt hús? Er þetta ekki algjört glapræði? En
húsið er fyrir löngu orðið of lítið, búið er að
bæta við það og enn vantar rými,“ segir Jón
kímileitur. ,j\ður en flutt var í Nóatúnið
hafði fyrirtækið verið á Suðurlandsbraut 4
og þar áður í Hafnarhúsinu við Tryggva-
götu og þetta þótti mikill munur, bæði á hús-
næði og aðgengi. Eftir að Jón arkitekt
Haraldsson lést, tók Gunnar Oskarsson
arkitekt við hlutverki hans og hefur síðan
séð um alla hönnun fyrir okkur og leyst það
með sóma eins og hans er von og vísa.“
Fagfyrirtækið Fallegt listaverk,
vængjaður steinn úti í lítilli tjörn,
vekur athygli vegfarenda. Verkið
er eftir Magnús Tómasson mynd-
listarmann, sem sömuleiðis á
heiðurinn af öðru listaverki inni í
húsinu, fuglinum sem brýnir
gogg sinn á demantsfjallinu.
„Þessi listaverk koma til af því að
Magnús og faðir minn kynntust árið 1970, þegar Magnús sá
um hönnun og uppsetningu á bás Smith & Norland á sýning-
unni Veröld innan veggja í Laugardalshöllinni," segir Jón.
„Þeim varð vel til vina og faðir minn ákvað þá strax að ef og
þegar hann byggði húsnæði yfir fyrirtækið, myndi hann biðja
Magnús um að gera eitthvað þar og við það stóð hann.“
Smith & Norland er þekktast fyrir innflutning á vörum frá
þýska stórfyrirtækinu Siemens AG. Frá Siemens kemur raf-
búnaður af öllum gerðum og stærðum, bæði til heimilisnota
og iðnaðarnota. ,Auk þess skiptir Smith & Norland við fjöl-
mörg önnur fyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum," segir Jón.
„Segja má að við bjóðum flest allt sem tengist rafmagni og
höfum borið gæfu til þess að halda okkur innan þess ramma
en um leið sérhæfa okkur talsvert. Viðskiptavinir okkar eru
m.a. rafverktakar, orkuveitur, sjúkrahús, iðnfyrirtæki sem og
ýmis önnur fyrirtæki auk almennings, svo að flóran er breið.
Hér innandyra er samankomin mjög breið þekking á rafmagni
og rafmagnsvörum og margir starfsmenn með sérmenntun á
rafmagnssviði. Því getum við sagt með sanni, að Smith og
Norland sé fagfyrirtæki í öllu því sem snertir rafmagn.“ S3
Framsýnin heíur
margborgað sig.
Smith & Norland
er nú á besta stað
í bænum.
Fyrirtækið Smith & Norland hf. hefur haft aðsetur í Nóa-
túni 4 um 30 ára skeið. Að vonum hefur margt breyst á
þeim tíma og segir framkvæmdastjórinn, Jón Norland, að
í raun sé vart hægt að þekkja hverfið í kring sem hið sama.
„Við erum hér þar sem Höfðaborgin gamla var,“ segir Jón.
„Það þótti kannski frekar undarlegt á sínum tíma að reisa hér
verslunarfyrirtæki á borð við Smith & Norland, en það má
með sanni segja að framsýnin hafi margborgað sig. Nú erum
við hér á besta stað, í hringiðu mikils athafnahverfis, og allt
aðgengi mjög gott.“
Það var hinn 15. desember árið 1972 sem fyrsta
skóflustungan var tekin að húsinu og flutt var inn í það um
verslunarmannahelgina 1974. Árið 1984 var síðan flutt inn á
jarðhæð nýrrar byggingar á lóðinni og verslun opnuð þar. Ári
seinna fóru skrifstofur fyrirtækisins einnig í sama hús.
76