Frjáls verslun - 01.03.2004, Page 82
Eitt af opnu rýmunum. Um og yfir 100 manns starfar í hverju
slíku en lítill sem enginn hávaði er vegna þess. Loftplöturnar
gleypa í sig hljóðið.
Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hjá Tark, en sú teiknistofa sá um
hönnun hússins.
Þarna er hægt að opna á milli ef þörf er á og stækka þannig
rýmið talsvert.
a að setja hann þar sem útsýni sé mikið og gott heldur nota
slíkt rými fremur undir vinnusal þar sem fólk sé allan daginn.
Það sem kannski vekur helst athygli í húsinu er að þar svífur
andi naumhyggju (mínímalisma) yfir vötnum. Þar er enginn
íburður, öll húsgögn eru einföld að gerð og hönnuð og valin af
Tark svo að heildarmynd verður á öllu.
„Við notuðum íslenska birgja efdr föngum. Axis smíðaði
skrifborðin eftir okkar hönnun, gólfefnin eru frá Agli Arnasyni,
einnig klæðningin utan á húsinu,“ segir Asgeir. „Stólarnir eru
frá Mira (Pennanum) og valdir með tilliti til notagildis. Sami
spónn er á öllu því að Axis og Víkurás, sem smíðaði hurðirnar,
keyptu spón á sama stað að okkar ósk. Þannig kemur samræmt
útlit á allt tréverk. A gólfinu er parket nema í stigum þar sem
sami steinn er og í anddyri.
A efstu hæð er fundasalur sem hægt er að stækka um
helming með því að opna á milli. Þar inni er gríðarstórt
skrifborð, um 7 fin að stærð, sem að sögn Asgeirs gengur undir
nafninu flugvöllurinn vegna stærðarinnar. Borðið er að því leyti
til sérstakt að það er sett saman úr einingum og því auðvelt er
að taka það í sundur ef nota á salinn til annars. A örstuttum tíma
getur fundarsalurinn því breyst í veislusal ef þarf.
„Við höfðum mikla ánægju af því að vinna þetta verkefni og
unnum það í góðri samvinnu við verkkaupann sem var tilbúinn
að skoða alla möguleika. Arangurinn er að okkar mati mjög
góður og húsið hentar vel til þeirrar starfsemi sem í því er.“ 00
I svona herbergjum fara fram óformlegir fundir og spjall en í
herberginu er fullkomin aðstaða til funda.
Hefðbundið fundaherbergi.
82