Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Síða 88

Frjáls verslun - 01.03.2004, Síða 88
Gylfi Gíslason, fjármálastjóri Eyktar. væri vænlegt svæði til endurnýjunar, í takt við það sem gerist í öðrum borgum,“ segir Gylfi Gíslason, fiármálastjóri Eyktar. „Við byggðum fyrst Höfða- borgina, sem var fyrsta húsið í þessu nýja Borgartúni, en það hús var leigt strax á byggingar- tíma. Við byggðum einnig við hús nr. 21a sem nú hýsir m.a. Hagstofuna og hús nr. 19, nýju höfuð- stöðvar KB-banka. Hjá Eykt, sem hefur aðsetur í nýju húsnæði við Lyngháls, starfa nú um 150 manns að jafnaði. Vaxandi fjöldi reynslumikilla verk- og tæknifræð- inga hefur komið til liðs við fyrirtækið og flestir verkstjórar eru húsasmíðameistarar. Pétur Guð- mundsson er nú aðaleigandi fyrirtækisins en hann keypti hlut Theodórs fyrir rúmum tveimur árum. „Við höfum tekið þann pólinn í hæðina að halda samkeppni meðal hönnuða um hönnun stærri bygginga," segir Gylfi. „Þannig héldum við sam- keppni um næsta stórverkefni okkar sem er Höfðatorg, neðst í Borgar- túni, en þar munum við byggja um 24.000 fm húsnæði sem ætlað er fyrirtækjum og stofnunum. Þar völdum við afskaplega skemmtilega tillögu frá Pálmari Kristmundssyni arkitekt sem við höfum síðan þróað áfram.“ Hjá Eykt er lögð mikil áhersla á vönduð vinnu- brögð og þarfir viðskiptavinanna til skemmri og lengri tíma, og hefur verið búin til gæðahandbók sem byggir á ISO 9001 staðli. „Hraði verkefna hefur aukist mjög, bæði EYKT: FRAMTÍDARSÝNIN í LAGI - SÉRHÆFING í SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Tveir ungir menn, Pétur Guðmundsson og Theodór Sólonsson stofnuðu Eykt í nóvember árið 1986. í fyrstu fór ekki mikið fyrir hinu unga fyrirtæki en smám saman sást hvað í því bjó. Fyrsta stóra verkefni þess var bygging ÁTVR-hússins við Stuðlaháls en eftir 1996 var ljóst að fyrir- tækið var að breytast úr því að vera miðlungsstórt verktaka- fyrirtæki í það að vera eitt af stærri verktakafyrirtækjum landsins. „Menn fóru að horfa í kring um sig og árið 1997 var farið að kaupa upp húseignir í Borgartúni þar sem ljóst þótti að þar 88 hönnun og ffamkvæmd, og sú þróun er enn í gangi,“ segir Gylfi. „Allt miðar þetta að því að lækka byggingarkostnað og vinna á hagkvæmari máta en um leið og þetta gerist þarf að gæta þess vel að gæðin haldist í takt við hraðann. Við höfum kappkostað að gera það, en við ætlum okkur að vera leiðandi aðili í byggingu og rekstri atvinnuhúsnæðis og munum vinna að því með því að hafa í huga þarfir nútímafyrirtækja við hönnun og staðsetningu húsa. Við lítum svo á að við séum að byggja til framtíðar og teljum mikilvægt að vel sé vandað til allra vinnubragða." S!1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.