Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 93

Frjáls verslun - 01.03.2004, Side 93
RAFRÆN VIÐSKIPTI GETA SPARAÐ MILLJARÐA í ATVINNULÍFINU Tregða meðal stjórnenda? Rafræn viðskipti hafa milljarða sparnað í för með sér fyrir atvinnulífið. Tæknilegum hindrunum hefur verið rutt úr vegi. Stjórnendur fyrirtækja eru samt tregir til að taka upp rafræn viðskipti. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Fyrirtæki geta sparað háar fjárhæðir með því að taka upp rafræna viðskiptahætti. Vegna reikningsútgáfu nemur sá sparnaður tugum prósenta, jafnvel allt að 80% af núver- andi kostnaði, og getur sparnaðurinn því numið milljörðum króna á ári í heild sinni. Um það eru allir í atvinnulífinu sam- rnála en einhverra hluta vegna er tregða meðal stjórnenda í atvinnulífmu að leggja áherslu á þessa innleiðingu. Henni er sífellt ýtt til hliðar og önnur verkefni látin ganga fyrir. Það getur tekið allt að tvö ár frá því að fyrirtæki tekur ákvörðun um að innleiða rafræn viðskipti þar til innleiðingunni er lokið og þessum viðskiptaháttum hefur verið komið á. Þrátt fyrir þann gríðarlega sparnað sem allir eru sammála um að af þessu hljótist. Tökum einfalt dæmi til að gefa hugmynd um sparnað í stóru fyrirtæki. Miðað er við seðilgjöld upp á 200 krónur eins og eru til dæmis innheimt vegna reikninga hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Gefum okkur að viðskiptavinir séu 77 þúsund talsins, fyrirtæki og einstaklingar, sem fá einn reikning á mánuði hver. Ef viðskiptin fara eingöngu fram með rafrænum hætti sparast 15,4 milljónir króna á mánuði og 184,8 milljónir á ári. Þarna er eingöngu um eitt fyrirtæki að ræða. Almennt má benda á að umsýsla pantana kostar 6-8.000 krónur hjá hverju fyrirtæki og er talað um að hægt sé að ná þeim kostnaði niður í 1.200 krónur eða um 20% af heildarkostnaði í rafrænum pöntunum. Það er því ljóst að það er hægt að spara háar íjárhæðir á þessu sviði. Innleiðingin gengur hægast „Það eru til fyrfrtæki sem fá senda rafræna reikninga enda þykir verulegt hagræði af því en þessi fyrirtæki eru ekki mörg. Það er mjög hagkvæmt að fá reikningana senda rafrænt, sérstaklega ef fyrirtæki eru í fyrir- tækjaviðskiptum. Kaupendurnir fá þá reikningana beint inn í bókhaldskerfið hjá sér og það samþykktarferíi sem er í fyrir- tækinu. Þessi lausn er vel þróuð en innleiðingin er ekki mjög langt komin. Þetta eru ekki mjög útbreiddir viðskiptahættir," segir Rúnar Már Sverrisson, formaður SARIS, Samráðs um rafrænt ísland. Þarna segir hann að komi tvennt til, bæði tæknilegar hindranir, tæknileg samræming á bókhalds- gögnum milli kerfa og svo mannlegi þátturinn. „Upplýsingar þurfa að verða rafrænar til að þetta gangi. Þar hafa menn strandað á samræmingunni en það er ekki tæknilegt vandamál í dag. Þetta er meira útfærsluatriði og mannlegt vandamál. Það er innleiðingin sem gengur hægast,“ segir hann og játar því að það sé „ákveðin tregða hjá fólki að gera þetta með þessum hætti. Fólk er vant að fá reikninga i umslagi og það hefur reynst erfitt að fá það til að nýta sér rafræn viðskipti í gegnum tölvur." Verður algengt Orkuveita Reykjavíkur er í hópi þeirra fyrir- tækja sem hafa lagt áherslu á að innleiða rafræna viðskipta- hætti. Af þeim 136 þúsund reikningum, sem Orkuveitan sendir út á mánuði, fara 55 prósent fram með rafrænum hætti og er þá pappírsyfirlit sent út einu sinni á ári. Mestmegnis er þarna um einstaklinga að ræða sem láta skuldfæra orkureikn- ingana sína á kort eða bankareikninga. Eysteinn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs, segir að Orkuveitan stefni að því að öll viðskiptin fari fram með rafrænum hætti. „Við höfum boðið þessa þjónustu með þátttöku í Span hf., sem býður upp á þessa viðskipti, en því miður eru ekki nógu mörg fyrirtæki komin inn á þetta svið til að það hafi virkilegan sparnaði í för með sér. Þetta er tilraunastarfsemi ennþá en ég sé fram á að þetta verði mjög algengt form í þessum viðskiptum." SD 184 MILLJÚNIR SPARAST HJÁ EINU FYRIRTÆKI Seðilgjöld nema 200 krónum og uiðskiptavinir eru 77 á mánuði og 184,8 milljónir á ári. Parna er um raun- þúsund talsins, fyrirtæki og einstaklingar. Peir fá einn uerulegt dæmi að ræða af einu fyrirtæki. Það er þuí Ijóst reikning á mánuði huer. Ef þessi viðskipti fara eingöngu að sparnaðurinn er margföld þessi upphæð í atuinnu- fram með rafrænum hætti sparast 15,4 milljónir króna lífinu öllu. 93

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.