Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Page 35

Frjáls verslun - 01.07.2004, Page 35
bættum vélakosti í kortaframleiéslu erum við með tæki eins og þau gerast best annars staðar í heiminum. Endalausir möguleikar Karl litur björtum augum til framtíðar- innar. „í nýju og rúmgóðu húsnæði og með fullkominn vélakost eru möguleikarnir endalausir. Við höfum ávallt fylgst vel með nýjustu tækni í korta- og límmiða- gerð og árið 2002 voru tekin í notkun hjá okkur ný tæki til að framleiða hleðslukort, skafmiða, plastkort og pappírskort með eða án segulrandar, þjófavarnarlausnir og margt fleira. Með nýju kortaverksmiðjunni eykst fjölþreytnin til muna og við getum nú framleitt öll kort (multilayers) úr plasti eða pappír. Getum einnig framleitt svokölluð snertilaus kort með örgjörva, smartkort og síðast en ekki síst kort með skynjurum af ýmsum toga, en slík kort eru mikil tæknibylting í flutningi við- kvæmrar vöru á milli landa. Þessi kort geta meðal annars verið með skynjara sem mælir hitastig í vöru og einnig geta þau mælt rakastig vöru ( flutningi milli staða innanlands eða í flutningi milli landa. Hægt er að stilla mælingatíðni, t.d. láta kort mæla hita/rakastig á 15 mín. fresti, oftar eða skemur." Það er sem sagt í mörg horn að líta hjá Karli og hans mönnum í Vörumerk- ingu, en áætlað er að flytja í september og nýja vélin, sem sett er saman í Japan, er væntanleg í október. 33 ... ES» Uorumsrhing Bæjarhrauni 20 - 220 Hafnarfirði - simi 555 3588 www.vorumerking.is Bæjarhraun 20. Bæjarhraun 24.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.