Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 41

Frjáls verslun - 01.07.2004, Side 41
STJORNUN ári í 400 milljónir króna. Valgerður er einn af aðaleigendum Sensa. „Það sem er athyglisvert við hugbúnaðargeirann er þessi samþjöppun sem hefur verið að gerast undanfarið, þ.e. kaup Kögunar á Ax, Hugi og Landsteinum. Þar við bætast kaup þeirra á stórum hlut í OKG, með Skýrr ogTeymi. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig menn vinna úr þessu. Hvað varðar hugbúnaðargeirann er ljóst að mörg þessara fyrirtækja hafa verið að vinna í svipuðum lausnum, eins og t.d. verslunarlausnum, og farið með þær í útrás. Nú er spurn- ingin hvort hugbúnaðarfyrirtækin sérhæfi sig frekar og sam- eini kraftana og nái þá meiri árangri.“B!j Þórdís Sigurðardóttir, STJÓRNARFORMAÐUR HJÁ EJS: Einföldun og samþjöppun Einn lykilþáttur í vexti EJS eru gæði Dell búnaðarins sem EJS selur. Dell hefur verið einn athyglisverðasti birgirinn í upplýsingatækni enda er rekstrarmódelið þeirra skólabókar- dæmi um athyglisverða nálgun á framleiðslu og dreifingu vöru. Allar Dell tölvur eru framleiddar eftir sérpöntun og er aðfangastjórnun með því besta sem þekkist í hvaða iðngrein sem er.“ Rúmlega hundrað manns starfar hjá EJS og er stefnt að því að veltan verði um þrír milljarðar króna á þessu ári. Þórdís Sigurðardóttir er með BA-próf í stjórnmálafræði og meistarapróf í félagsfræði. Eftir útskrift starfaði hún hjá Rann- sóknarstofnun uppeldis- og menntamála auk þess að kenna við Háskóla Islands. Um tíma vann hún að sjálfstæðum verk- efnum. Hún hélt þá til Belgíu þar sem hún stundaði MBA- nám. Eftir útskrift þar hóf hún störf sem starfsþróunarstjóri hjá EJS. Hún varð fjármálastjóri hjá Hugi þegar hugbúnaðar- deild fyrirtækisins sameinaðist hugbúnaðardeild EJS. Svo tók við starf forstöðumanns MBA-námsins í Háskólanum í Reykjavík. Þórdís er gift Kristni Vigfússyni, staðgengli forstjóra Siglingastofnunar, og eiga þau þrjú börn. „Eg tel að það eigi eftir að verða töluverð framþróun í hug- búnaðargerð á Islandi og þá sérstaklega í samþættingu og innleiðingu upplýsingakerfa. Greiðari aðgangur að þráð- lausum netkerfum og hröð þróun í háhraða gagnaflutningum EJS er eitt stærsta þekkingarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni á íslandi í dag. Við seljum meðal annars Dell tölvubúnað, veitum alla algengustu tölvutengda þjónustu auk þess sem við erum einn stærsti Microsoft birgir og þjónustuaðili á Islandi. Hjá EJS rekum við einnig umfangsmikla hýsingarþjónustu og sjáum um daglegan rekstur stærsta upplýsingakerfis á Islandi í fullkomnum hýsingarsal, það er mannauðs- og ijárhagskerfi ijármálaráðuneytisins. Við höfum lagt mikinn metnað í að byggja upp öfluga hýsingar- og rekstrardeild hjá okkur og getum aðstoðað viðskiptavini okkar við allt frá einfaldri og afmarkaðri hýsingu einangraðra kerfa upp í útvistun á heildarrekstri upplýsinga- kerfa - allt eftir þörfum hvers og eins. Við aðstoðum viðskipta- vini okkar við að ná meiri verðmætum út úr upplýsinga- kerfum sínum. Greiðari aðgatigur að þráð- Iausum netkerfum og hröð þróun í háhraða gagnaflutningum með farsímum munu gera enn frekari kröfiir til fyrirtækja um aðgang að upplýsingum. með farsímum munu gera enn frekari kröfur til fyrirtækja um að hafa aðgang að upplýsingum og þjónustu. Einn athyglis- verðasti aðilinn á þessu sviði á markaðnum um þessar mundir er Microsoft sem hefur náð ótrúlegri stöðu því það eru fá fyrirtæki í heiminum sem ekki nýta á einhvern hátt lausnir frá þeim. EJS hefur veðjað á Microsoftlausnir um langt skeið og fjárfest í mikilli þekkingu á innleiðingu og rekstri Microsoftlausna. Microsoft hefur sýnt á liðnum árum að þeir eru þess megnugir að smíða staðl- aðan hugbúnað sem er auðveldur í uppsetningu, innleiðingu og rekstri og er ekki líklegt að þeir láti deigan síga.“ 33 Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður EJS: „ Hjá EJS rekum við umfangsmikla hýsingarþjónustu." FV-mynd: Geir Ólafsson 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.