Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2004, Page 44

Frjáls verslun - 01.07.2004, Page 44
VIÐTAL RÓBERT MELAX og eru þær samningaviðræður á lokastigi. Ennfremur er búið að gera leigusamninga fyrir fimm ný apótek í Norfa matvöru- mörkuðunum. Það er því mikill gangur í hlutunum núna. Þegar þessum áfanga er lokið verða apótekin orðin 40 talsins og veltan um einn milljarður króna á ársgrundvelli," segir Róbert. - Hvernig markaðssetur mabur sig á svona markaði? Með auglýsingum? „Á þessu þróunarstigi markaðarins er áherslan lögð á að tryggja sér góða staðsetningu til að ná markaðshlutdeild og byggja upp vörumerkið Farma. Markaðssetningin er síðan ekki ólík þvi sem við þekkjum hér heima. Hún felst í framsetn- ingu á vörum, kynningu og auglýsingum. Verðsamkeppni er ný af nálinni á þessum markaði, þó er hugsanlegt að ríkisvaldið setji lög um að sama verð skuli vera í öllum apótekum." Sundurleitur marhaður Þekking á viðskiptum og þekking á og reynsla í tölvukerfum er skemmra á veg komin í Litháen en á íslandi. „Við byrjuðum á þvi að ráða til okkar aðila sem við töldum vera reynslubolta í lyijabransanum, fólk á miðjum aldri. Við komumst svo að því að þessi kynslóð er oft skemmd af kommúnismanum og kann ekki að reka fyrirtæki. Þá færðum við okkur yfir í það að ráða mjög ungt fólk svo gott sem beint úr háskóla. Þetta er fólk sem er að jafnaði bráðvel gefið, feiknar- lega duglegt og áhugasamt en vantar reynslu þannig að það verður að leyfa þvi að spreyta sig, reka sig á. Það hefur gengið mjög vel. Einnig tók það okkur tíma að setja upp tölvuvætt umhverfi iýrir reksturinn. Al- menn þekking á tölvuvæddu umhverfi er lítil í Iitháen og reyndist erfitt að setja upp og koma á fót tölvukerfi þar sem haldið er utan urn reksturinn með sama hætti og tíðkast á íslandi. Það tókst þó að lokum.“ Róbert segir að lytjamarkaðurinn í Utháen hafi verið mjög sundurleitur til að byija með og það hafi átt bæði við um heild- sölumarkað lytja og smásölumarkaðinn, en markaðurinn allur sé í hraðri þróun. „Maður sá strax fyrir sér að þarna yrði mikil samþjöppun á næstu árum sem og hefur orðið. Þegar við kom- um voru 150 heildsölutýrirtæki í landinu. Núna eru þijú heild- sölutýrirtæki með 64 prósenta hlut á markaðnum. A smásölu- markaði er þróunin hægari en þar er litháíska keðjan Euro- pharmacy langstærst með yfir 20 prósenta markaðshlutdeild. Hún er í eigu Vilnius Prekyba sem segja má að sé Baugur þeirra Litháenbúa með nokkur vörumerki innan sinna vébanda. Síðan eru margir töluvert minni aðilar á markaðnum og er Farma sennilega í 5.-6. sæti yfir stærstu keðjurnar með um 4% markaðshlutdeild þegar með eru talin þau kaup sem nú standa yfir. Selja hugsanlega síðar Róbert telur að þróunin verði sú að í Litháen verði starfandi fyrirtæki sem eru samsett heildsölu- og smásölutýrirtæki. Þessi þróun segir hann að sé þegar byrjuð og þar séu það týrst og fremst heildsölulýrirtæki sem sæki í það að komast yfir smásöluna til að tryggja sér sínar dreifileiðir. „Við höfum verið óháðir heildsölunni. Bæði er það til að tryggja að við getum samið við þá heildsala sem bjóða okkur bestu kjörin og lika til að gera fyrirtækið að hugsanlega betri söluvöru ef við viljum selja það síðar.“ Hann segir að sundurleitur markaður sé óhagkvæmur í rekstri en hægt sé að búa til mikil verðmæti á stuttum tíma með samþjöppun og meiri hagkvæmni í rekstri og fag- mennsku í rekstri á smásölukeðjum. „Þannig að markmið okkar er að búa þarna til smásölukeðju sem muni fara með eitt af aðalhlutverkunum á þessum markaði þannig að við erum í raun og veru að horfa til nokkurra ára. Við horfum ekki eitt ár fram í tímann til að selja þá, heldur til þriggja til fimm ára. Og þegar þessu markmiði er náð þá ætlum við ann- aðhvort að eiga keðjuna áfram eða selja hana,“ segir hann og bendir á að til að vera í hópi þeirra sem skipta máli á svona markaði þurfi keðjan að ná 15-20 prósenta markaðshlutdeild. Ýmsar leiðir séu að því markmiði, ef það náist ekki með innri vexti þá verði að sameinast öðrum. Maður þekkir mann... Mafíuna segist Róbert hvorki hafa heyrt um né lent í henni. En stjórnkerfið segir hann að sé afskaplega þungt í vöfum og því þurfi Jýrirtæki að vera með kunnuga með sér til að fá sín mál í gegn fljótt, í stað þess að þau séu lengi að velkjast í kerfinu. Ekki er þar með sagt að verið sé að múta mönnum. „Þetta er í sjálfu sér ekkert öðruvísi en hérna á íslandi. Hér hefur alltaf hjálpað til að þekkja mann sem þekkir mann. I Iitháen eru hlutirnir bara ennþá stífari, það er svo ofboðslega mikil skrif- finnska. Maður verður oft æfur yfir því hvað það fer mikill tími og orka bara í það að koma formsatriðum í lag áður en hægt er að fara að sinna viðskiptum," segir hann. Rekstur Farma hefur gengið vel, að sögn Róberts. Sameigin- legt félag Islendinganna og Litháans skilar mjög góðum hagn- aði og alíslenska félagið skilar hagnaði nú, en gerði það ekki í íýrstu. „Við rákum okkur svolítið á í upphafi og þurftum að læra á hlutina. Að sama skapi hafði Litháinn verið að tapa peningum þegar við komum inn og sameiginlega komum við því félagi í góðan rekstur,“ segir hann, en vill ekki gefa upp hagnaðartölur. Segir bara: „Við erum að horfa á EBITDA tölur í svipuðum dúr og við þekkjum hér á íslandi. Við vorum með 450 milljónir króna í veltu í báðum félögum á síðasta ári. En það er talsverð aukning núna.“ Útilokar ekki Pólland Róbert útilokar ekki enn frekari útrás. Farma er nægilega stórt verkefni í bili, tíu sinnum stærra land og þrisvar sinnum stærri markaður. „Við höfum skoðað bæði Eistland og Lettland og komumst að þeirri niðurstöðu að tæki- færin væru í Iitháen. Það má síðan vel vera að við myndum horfa á einhver önnur lönd, t.d. Pólland, eftir eitt til tvö ár ef okkur tekst vel til við að taka þetta áfram.“ Þegar Baugur varð til seldu Róbert og Ingi Hagkaup - lyjjabúð til Lyflabúða ehf. sem var í eigu Baugs. í árslok 2000 seldu þeir hluta af fyrirtækinu og Lyfla sameinaðist Lyijabúðum ehf. Róbert og Ingi áttu 45% eftir þá sameiningu. I lok maí seldu þeir svo afganginn af fyrirtækinu. 44

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.